Mánaskál

Blogghistorik: 2011 Visa kommentarer

27.07.2011 20:32

Myndir

Enn gengur vel hjá Grímu og Bratti. Ég var að setja myndir af þeim í myndaalbumið en ég læt nokkrar fylgja með hérna,


Gríma og Brattur komast út á tún í frelsið:


.. það var svo gott að komast út úr garðinum og finna sér stað til að velta sér




... og svo var hlaupið







Í kvöld fannst mér þau svo sæt saman hérna við lækinn að ég hljóp út með myndavélina og tók nokkrar af þeim saman. Það er gaman að þessari hryssu, hún er spök og þægileg í umengni en laus við frekju. Svo er hún líka hagaljómi, faxprúð og falleg og það er ekki laust við að mig langi bara ekkert að skila henni.

Brattur hvílir sig í öruggu skjóli Grímu







Annars er allt gott að frétta héðan úr Laxárdalnum. Verslunarmannahelgin fer að skella á og þar með kærkomin þriggja daga helgi þar sem síðasta helgi var alveg laus við það að geta talist frí. Ég vona að ég fái skemmtilegt útreiðaverður um helgina því til stendur að reyna að brúka reiðhrossin duglega. Ég hef ekkert farið á bak síðan Birta veiktist þar sem það hefur verið nóg að gera í því umstangi.

Þangað til næst.. bestu kveðjur úr dalnum


26.07.2011 16:20

Gríma og Brattur orðin sátt


Það gengur aldeilis vel að venja Bratt undir Grímu fósturmóður. Reyndar þurfti að venja Grímu við Bratt því hann vissi strax frá upphafi til hvers gagns þessi hryssa var, hún var bara ekki að skilja það emoticon

Aðfaranótt mánudags fór að draga til tíðinda þegar Gríma fór að sýna folaldinu blíðu á meðan það saug. Ég hélt niður í mér andanum til að skemma ekki fyrir og vonaði innilega að nú væri þetta að smella hjá þeim. Næst þegar ég fór á fætur til að koma folaldinu á spena ákvað ég að setjast aðeins við gluggann fyrst og fylgjast með þeim. Ég sá að folaldið reyndi að fá sér sopa eins og svo oft áður en hún var ekki alveg til í að leyfa það. Hann Brattur litli er nú bara svo ákveðinn að hann gerði bara strax aðra tilraun og fékk þá að fá sér sopa! Ég var þvílíkt spennt við gluggann að fylgjast með þessu. Ég fór ekki út þetta skiptið því núna var þetta að gerast, hryssan leyfði honum að fara á spena þrisvar sinnum á meðan ég horfði á. Ég ákvað að fara bara í bælið aftur og leyfa þeim að vera í friði. Næst þegar ég reif mig upp úr bælinu gerði ég það sama, fylgdist með út um gluggann og foldið var bara sí og æ á spena og Gríma bara sleikti hann emoticon Þessa nótt gat ég svo leyft mér að sofa aðeins.

Allur mánudagurinn gekk eins og í sögu. Hryssan leyfði folaldinu að drekka hjá sér og allir voru sáttir. Um kvöldið teymdi ég þau svo út á tún og sleppti þeim þar og það var ekki lítið gaman hjá þeim að komast úr garðinum í meira frelsi. Þau hlupu um og könnuðu svæðið og Gríma passaði vel upp á guttann. 

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag kom Brattur upp á hlað til mín, semsagt laumaði sér undir rafmagnsstrenginn og fór út úr girðingunni. Gríma var sko ekki sátt við það! Hún er greinilega búin að eigna sér þetta folald sem er frábært emoticon

24.07.2011 19:54

Birta fallin

Í þetta skiptið eru það engar gleðifréttir. Birta mín dó í gær eftir skyndileg veikindi. Aðdragandinn var stuttur þar sem hún virkaði eðlileg um kl 22 á föstudagskvöld. Um miðnætti fannst mér hún vera eitthvað undarleg ásýndar og fór að athuga með hana. Hún lá og var að reyna að velta sér og var eitthvað ómöguleg. Mér fannst hún vera eitthvað móð og ólík sér. Fyrsta sem mér datt í hug var hrossasótt og fór því heim og náði mér í múl og teymdi hana af stað. Hún fylgdi mér til að byrja með en svo var hún farin að veigra sér við að halda áfram. Hún lagðist svo á veginn og þá varð ég smeik um hana. Við Atli tókum ákvörðun um að hringja í dýralækninn á Blönduósi, hann reyndist vera í sumarfríi en ég náði svo loks sambandi við afleysingadýralækni sem var kominn til okkar. Þegar dýralæknirinn kom hafði Birta versnað að mér fannst, var greinilega mjög móð og hún skalf. Birta reyndist vera með háan hita sem benti til einhverrar sýkingar. Niðurstaðan var líka sú að hún væri stífluð. Hún hafði greinilega verið með drullu um kvöldið en dýralæknirinn var viss um að það væri eitthvað stíflað í meltingarveginum. Hann gaf henni verkjalyf og hitastillandi og svo þurfti bara að bíða og sjá til. Ef hún væri með hita á laugardagsmorgun þá hefði dýralæknirinn væntanlega rétt fyrir sér og sýkingin stafaði af því að gat væri komið á maga eða meltingarveg. 

Birta og Brattur voru sett í lítið hólf í garðinum, akkúrat undir eldhúsglugganum svo maður gæti haft auga með henni öllum stundum. Hún fékk teppi yfir sig en stóð bara og húkti og skalf. Það var lítill sem enginn nætursvefn þessa nóttina þar sem ég vaktaði hryssuna og fór á fætur á klukkutíma fresti þessa 2 og hálfan klukkutíma sem ég var í bælinu. Birta stóð allan tímann og húkti. Ég mældi hitann á henni um morguninn og það var eins og ég óttaðist, hún var enn með háan hita og því leit þetta illa út. 

Dýralæknirinn kom í aðra vitjun í hádeginu og gaf henni meiri lyf. Hún fékk sprautu til að slaka á meltingaveginum í þeirri von að eitthvað gæti komist af stað. Einnig var þrædd slanga í gegnum nefið á henni ofan í maga til að skoða magainnihaldið en það var ekkert óeðlilegt þar. Að lokum dældum við parafinolíu ofan í magann á henni til að reyna að smyrja meltingarveginn. Svo var það bara önnur bið.


elsku Birta mín sárlasin



Klukkan þrjú var Birta lögst og ekkert gekk að koma henni á fætur. Ég vildi þá fella hana þar sem ég átti von á að þetta væri töpuð barátta. Atli talaði við dýralækninn aftur en hann vildi bíða aðeins lengur og gefa henni meiri verkjalyf þar sem olían var hugsanlega ekki farin að skila sínu. Atli fór á Blönduós og sótti verkjalyf. Á meðan Atli var í burtu stóð Birta upp. Stuttu eftir að hann kom til baka og hafði gefið henni verkjalyfið datt hún og hún virtist ekki hafa mátt til að standa upp aftur. Birta stóð aldrei upp eftir það.

Brattur litli fékk að drekka hjá Birtu á meðan hún gat staðið en ég var að verða óróleg hans vegna þar sem ég var hrædd um að hún væri að mjólka lítið sem ekki neitt enda fárveik. Ég greip til þess ráðs að auglýsa eftir fósturmóður fyrir hann þar sem mér fannst engar líkur á því að Birta gæti hrist þetta af sér. Fljótlega eftir að ég auglýsti hringdi Ragna á Lundum II í Borgarfirði og bauð mér hryssu sem hafði misst folaldið sitt. Þetta fór svo þannig að um leið og Birta var farin þá fór ég af stað að sækja hryssuna en Atli fékk það erfiða hlutverk að jarða Birtu. Ég var mjög fengin að geta verið að heiman á þeim tíma. 

Hjónin á Lundum voru svo rosalega almennileg að þau keyrðu á móti mér með hryssuna. Hryssan heitir Gríma og er brún, 18. vetra myndarmeri. Hún leyfði Bratt ekki að sjúga sig svo við fórum út til þeirra eftir smá stund og héldum í múlinn á henni og stilltum Bratti upp við hana. Hann fór beint á spena og okkur var mjög létt. Hún var samt ekki alveg sátt við þetta en lét sig hafa það. Þau eru núna tvö saman í garðinum hjá okkur og við Atli förum út reglulega til að standa hjá Grímu á meðan Brattur fær sér sopa. Hann var ekki lengi að átta sig á því að um leið og við birtumst fengi hann að drekka svo hann fer vanalega bara beint á spenann um leið og við erum komin að hryssunni. 

Mér finnst Gríma vera að mildast gagnvart folaldinu og vonandi er það rétt. Hugsanlega þurfa þau nokkra daga saman svo hún taki hann alveg í sátt en hún leyfir honum ekki ennþá að sjúga sig þegar þau eru tvö ein. Hann gerir nú samt heiðarlegar tilraunir til að læðast að henni en hún sér við honum. Við allavega vonum það besta. Satt að segja þá verður þetta bara að ganga, ég höndla ekki að horfa á annað hross veslast upp. Þetta er með því erfiðara sem ég hef upplifað.




Brattur að fá sér sopa. 

Við þurfum ekki lengur að halda í hana, núna er nóg að vera hjá henni og við getum meira að segja farið frá henni og hann fær að halda áfram að drekka. Atli fór út áðan og fór svo inn aftur þegar Brattur var kominn á spena og hún leyfði honum að vera.



Ég verð örugglega með daglegar fréttir af gangi mála og vonandi verða þær bara jákvæðar. Eftir mjög mikla sorg í gær taka við ný verkefni við að halda lífi í folaldinu hennar Birtu. Ég get þá einbeitt mér að því og reynt að gleyma gærdeginum sem var ansi erfiður.

Fleiri myndir í myndaalbuminu


16.07.2011 23:18

Gestagangur og fleira

Það er alltaf nóg að gera í sveitinni hjá okkur emoticon Ég byrjaði í síðustu viku að vinna hjá Svæðismiðlun vinnumálastofnunar á Norðurlandi Vestra sem er á Skagaströnd. Mér líst bara vel á þennan vinnustað og það er gaman að fá tækifæri til að kynnast fólki hérna af svæðinu þar sem maður þekkir jú bara fólkið á allra nærstu bæjum hér í kring. Ég öfunda þó oft Atla og Þórdísi Kötlu að vera í bælinu þegar ég þarf að fara á fætur en að mörgu leiti finnst mér þægilegt að vera í rútínu. Þórdís er alltaf voðalega ánægð að smá mömmu sína seinnipartinn þegar ég kem heim og við reynum að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Við Þórdís Katla að heilsa upp á Bratt

á hestbaki á Drunga

Við fengum gesti hingað síðustu helgi en Ása María vinkona kom í helgarferð ásamt frænku sinni Daníelu Dögg. Birta Huld frænka hans Atla sem býr í Svíþjóð kom einni á föstudaginn og svo komu börnin hennar Lilju vinkonu, Særós og Hafþór, snemma á laugardag. Ég held að allir hafi skellt sér vel hérna síðustu helgi. Veðrið var gott en aðeins vindur á laugardeginum samt. 


Allir að heilsa upp á folaldið


Allir að klappa Bratt, sem nýtur þess


Hafþór og Særós að prufa hrossin áður en ég teymdi undir Daníelu


Hafþór á Drunga



Hafþór á fjórhjólinu hennar Þórdísar.. aðeins og stór á það hehe


Þórdís komin á hjólið


Drungi 

Atli er alltaf að dunda sér eitthvað og hann er meðal annars búinn að smíða í kring um gluggana á framhliðinni. Húsið er alveg glæsilegt hjá honum, það verður sko frábært þegar við verðum búin að klæða það allan hringinn. Hann er búinn að vera í hreinsunarstarfi hérna í kring um bæinn og fleira sem kominn var tími til. Rafstöðvarundirbúningur er einnig í gangi og hann var einmitt að ganga frá þakinu á rafstöðvarhúsinu, þe. núna er komið torf á þakið. Þá er bara eftir að setja timburklæðninguna utan á það.


Fína húsið okkar.. já og glæsilegasti húsbíllinn á svæðinu!


fíni kofinn hans Atla!

Tinna, Garðar og Kormákur komu í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og gistu eina nótt. Við Garðar fórum í smá reiðtúr og ég held að hann sé núna alveg veikur að fara að kaupa sér hest og byrja aftur í hestamennskunni. Mér líst bara vel á það enda heilbrigðasta og skemmtilegasta sportið sem maður getur valið emoticon Tinna labbaði með krökkunum alla leið upp í skálina fyrir ofan bæinn og viti menn.. Samba letidýr fór með þeim alla leið! Ég var varla að trúa því. Merkilegra er að hún hljóp svo líka á eftir okkur Garðari í reiðtúrnum.. ég hefði nú haldið að þessi hundur myndi nú deyja af svona áreynslu en nei það var sko ekki og hún var bara nokkuð spræk daginn eftir líka.

Atli er núna fyrir sunnan og var meðal annars að klára að smíða eitthvað fyrir rafstöðina. Núna held ég að hann fari að komast eitthvað áfram með það verk. Þetta er nú að mestu leiti komið hjá honum en það á eftir að pússla þessu saman inni í húsinu og svo auðvitað prufa græjurnar! Ég hlakka mjög mikið til að sjá hvernig þetta mun ganga því þessi rafstöð á eftir að mala "gull" fyrir okkur ef vel gengur. Svo kemur hann líka vonandi heim á jeppanum okkar sem var skilinn eftir fyrir sunnan í flutningunum.

Bylting og Hugsýn eru báðar að heiman hjá stóðhestum eins og áður kom fram. Ég hef ekki fengið neinar fréttir af þeim en er að spá í að fara að forvitanst hvort það sé búið að sóna eða hvort það sé að koma að fyrstu sónarskoðun í stóðunum. Ég vona innilega að Hugsýn mín haldi núna og það verði ekkert vesen. Ég ætla að hafa hana heima við fram á haust svo ég sjái ef hún gangi upp (sem vonandi gerist ekki). Ég er búin að selja folaldið hennar Byltingar en það er ekki áveðið hvað við gerum með Bratt Birtuson.

Ég reyni að vera dugleg að ríða út og ætla að nota tækifærið þegar mamma og pabbi koma til okkar að draga Atla með mér á bak! Við getum aldrei farið bæði nema við séum með gesti sem geti verið hjá Þórdísi á meðan. Það styttist í stóðréttirnar en ég er sko löngu farin að hlakka til! Ég fékk loksins myndirnar úr stóðréttunum í fyrra og er búin að setja þær í myndaalbumið en hérna er sýnishorn líka:




Kolla, Ása María, Sissi, Elsa og Siggi


Sjálf húsfreyjan á Mánskál


Kirkuskarð


Fengum æðislegt veður! Við stelpurnar bíðum eftir grillinu


Grillþjónusta Atla mætt á svæðið

Allar myndirnar og fleiri til eru í myndaalbuminu.

Bestu kveðjur úr sveitinni
Kolla og Samba "fjár"hundur


06.07.2011 22:06

Allt gott í sveitinni

Við Atli skelltum okkur á landsmót hestamanna síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega. Gamli kamper klikkar ekki og það fór vel um okkur á tjaldstæðinu. Við vorum í góðra vina hópi og er ég sérstaklega ánægð með að hafa afrekað það að draga Elsu mina með á landsmót! Maður fer sko ekki að sleppa svona viðburður, bara nauðsynlegt að mæta og láta sjá sig og sjá aðra. Veðrið lék við okkur yfir helgina þó svo að það hafi ringt eitthvað aðeins, það er bara ekki hægt að kvarta, þetta var frábært! Það er svo æðislegt að sjá þessu flottu hross og hæfileikaríku knapa á landsmóti. Maður half skammast sín þegar maður sér barnaflokkinn þó við ræðum ekki um hina! Ekkert smá duglegir og vel ríðandi krakkar þarna á ferð á fyrstu verðlauna hrossum og yfirburða keppnisgæðingum. Ég tók örfáar myndir á LM og þær voru flestar úr barnaflokki, ég var alveg heilluð af þessum duglegu krökkum! Það er alveg ljóst að maður þarf að fara að leggja fyrir ef maður ætlar að eiga svona góð hross undir börnin sín.

 

Brattur Birtusonur braggast vel og það er bara ferlega gaman að hafa hann hérna heima við. Hann er farinn að þiggja klapp og knús og mér leiðist það sko ekki!! .. bara yndislegt að fara út í girðingu og kljást við hann.

 




Fleiri myndir í myndaalbumi

 

Ég var að ráða mig í vinnu og mætti bara daginn eftir galvösk í fyrsta vinnudaginn. Ég er farin að vinna hjá svæðisskrifstofu vinnumálastofnunar á Skagaströnd og aldrei að vita nema mér standi til boða áframhaldandi vinna þar eftir sumarið, svona ef við verðum ekki farin á vit ævintýra. Það var frekar sérstök tilfinning að fara á fætur í morgun (fyrir allar aldir að mér fannst!) og mæta í vinnu!.. jahá.. núna leið mér eins og ég væri í alvörunni flutt í sveitina því ég var á leiðinni í vinnu!

 

Greyjið ég sem að þurfa að vinna heilan vinnudag kom svo bara heim og sofnaði hehe.. maður er greinilega orðinn frekar góðu vanur þessa dagana! Ég reif mig svo af stað og fór í reiðtúr í blíðunni og naut þess í botn. Ég er nefnilega að "þjálfa" fyrir hestaferðinar sem við Elsa ætlum í núna í sumar.. svona ef hún drífur sig einhvern tímann í sumarfrí stelpan! Allavega er ég búin að frátaka aðra helgina í ágúst en þá er kvennaferð í Víðidalnum og við Elsa ætlum að mæta og mála þúfurnar rauðar (segir maður annars ekki þannig í sveitinni).

 

Samba "fjár"hundur er í pössun hjá okkur á meðan mamma og pabbi eru að húsbílast. Ég get nú ekki sagt að það sé mikið gagn af þessum hundi.. hún gat ekki einu sinni rekið rolluna í burtu sem labbaði yfir hlaðið fyrir framan nefið  á henni hehe. Skella mín hefði nú ekki látið bjóða sér það án þess að láta í sér heyra. Samba er líka óttarlega hrædd við hrossin en hún hefur svosum ástæðu til því Birta og Vaka eru búnar að gera fleiri en eina tilraun til að drepa hana síðustu daga.. vúps! Samba kann sem betur fer að hlaupa og lætur sig hafa það að hlaupa ofan í skurð ef það er það sem þarf hehe

 

 

Þórdís Katla hefur það gott eins og sveitaprinsessum sæmir. Hún er að verða bleyjulaus, þetta er svona allt í áttina allavega.. þó að ég geti ekki alveg sagt að hún sé orðin húshrein. Allavega fann ég stykki í sjónvarpsherberginu sem ég er nokkuð viss um að kom ekki úr hundinum!! Hún er nefnilega úrræða góð hún Þórdís Katla, hún hefur væntanlega gert nr. 2 í buxurnar.. og svo bara sturtað úr þeim og haldið áfram að horfa á Dóru sína.. smekklegt! Það verður opinn gæsluvöllur á Skagaströnd núna í nokkrar vikur og ég ætla að leyfa henni að fara þangað í nokkra daga og leika sér við önnur börn. Ég hugsa að það verði kærkomi þó svo að hún unni sér ótrúlega vel með okkur Atla í okkar daglega lífi. Hún er svo frábær þessi stelpa, við getum ekki sagt að við þurfum að hafa mikið fyrir henni. Þar sem það er að ganga erfiðlega að fá hana til að gera nr. 2 í salernið hefur ýmislegt verið reynt.. s.s. bíósýning á Dóru á kamrinum!

 

 

Skyggnir minn Byltingarsonur hefur verið endurnefndur og fær nafnið Eðall og er seldur. Ég er svo með á sölusíðunni myndarlegann gelding sem fæst í skiptum fyrir hryssu, má vera ung eða gömul. Endilega hafa samband ef þið hafið eitthvað í skiptum eða vitið um einhvern sem gæti mögulega haft eitthvað.


Fleiri myndir áttu að fylgja blogginu en netið er frekar hægt svo þetta gengur hægt fyrir sig. Restin af myndunum skilar sér inn á morgun en annars eru þær allar að detta inn í myndaalbumið núna. 

 

Góðar stundir kæru vinir

 

 

 

 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 345
Antal unika besökare idag: 92
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175339
Antal unika besökare totalt: 24308
Uppdaterat antal: 6.5.2024 04:46:42

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar