Mánaskál

Blogghistorik: 2013 Nästa sida

20.04.2013 22:27

Styttist í vorið

Ég held að fréttaleysið hafi aldrei varað jafn lengi og núna. Reyndar ætla ég að kenna internetinu um það að hluta þar sem það hefur verið afleitt internetsamband hérna vikum og mánuðum saman. Núna á að bæta úr fréttaleysinu og vonandi verða svo tíðar fréttir hér í gegn um sauðburð og fleira skemmtilegt emoticon

Síðasta frétt á heimasíðunni var í janúar (sem betur fer á þessu ári!).. og það hefur heilmikið gerst síðan þá en ég er ansi hrædd um að margt af því sé gleymt þar sem ég hef líka verið arfaslök við að taka myndir. Það er helst að ég muni hvað við vorum að bralla ef ég á myndir af viðburðinum.

Þórdís var í ballett eins og áður sagði en hún fékk meira að segja sendan alvöru ballettbúning frá frænku sinni í Reykjavík sem sló heldur betur í gegn.



Þórdís fékk svo sinn eigin ballettbúning sendan frá Svíþjóð svo nú á stelpan allt tilheyrandi.

Svo kom langþráð afmæli hjá heimasætunni og varð hún loksins 4 ára emoticon Hún fékk að bjóða vinkonunum í afmæli í félagsmiðstöðinni á Skagaströnd því færið hingað heim í febrúar er ekki upp á marga fiska.








Fleiri skemmtilegir dagar voru í febrúar og þar á meðal öskudagurinn. Við komumst að því að metnaður Skagstrendinga fyrir öskudagsbúningum er mikill og væntanlega verður ekki búðarkeyptur búningur aftur á þessum bæ.. hér koma sko allir í heimagerðum búningum og þeir voru sko rosalega flottir! Þórdís Katla var samt mjög ánægð með búninginn sem hún hafði valið sér.. auðvitað var það prinsessulegt, Mjallhvít varð fyrir valinu.



Þórdís Katla tilbúin í leikskólann á öskudaginn




Krakkarnir á leikskólanum gengu á milli fyrirtækja á Skagaströnd og sungu.



Öskudagsballið var mjög skemmtilegt og búningarnir frábærir.


Vinkonurnar Mjallhvít, krókódíll og prinsessa



Karakterar úr Oz


Stjáni blái, Betty Boop og strympa dóttir þeirra


hani og kjúklingur

Það var svo haldin smá ballett sýning í lok námskeiðsins og það er óhætt að segja að þessar litlu ballettskottur hafi verið algjörar dúllur.







Af hrossunum er allt gott að frétta. Veturinn hefur verið heldur hvítur og snjóþungur á köflum. Hér eru girðingar búnar að vera meira og minna á kafi síðan ég man ekki hvenær. Hrossin hafa verið til vandræða þar sem girðingar hafa ekki haldið þeim. Ég er að vona að við séum að sjá fyrir endann á vetrinum en það er nú ekkert öruggt í þeim efnum ennþá. Hrossin eru búin að vera í nokkrar fyrir í hólfi fyrir neðan veg en sú girðing hefur staðið að mestu upp úr snjó og hægt var að setja örlítinn straum á hana. Ég hef tekið skammarlega lítið af myndum af hrossunum mínum og verð að bæta úr því bráðlega.



Gleði fór til nýrra heimkynna í Belgíu

Ég byrjaði á reiðnámskeiði í janúar og fékk lánað hryssu til að byrja með. Drungi kom svo á hús á Blönduósi og fékk það hlutverk að bera mig á knapamerki og Þórdísi Kötlu á krakkanámskeiðinu hennar. Í byrjun mars fór Drungi svo á Sölvabakka í gott atlæti og ég tók inn nýja hestinn minn hann Kóng sem ég keypti í haust.


Kóngur frá Mið-Fossum

Ég hef reyndar ekki stundað útreiðar mikið undanfarið en það litla sem ég hef prufað hann er ég mjög sátt og hlakka til að brúka hann meira. Ég tók þátt í smá rekstri um páskana og Kóngur stóð sig vel í þeirri reið.

Þórdís Katla sýnir hestamennskunni áhuga og ég krossa putta og vona að það endist emoticon Henni finnst gaman á reiðnámskeiði og vill ólm fá að fara á bak. Ég er að byrja að sleppa af henni hendinni og hér er hún á Drunga okkar inni í skemmu á Sölvabakka.. alein og ánægð með lífið.


Þórdís Katla á Drunga

Ég átti svo að taka próf í knapamerkjum í síðustu viku en þurfti að sleppa því vegna vinnu í Rvk. Ég tek því prófið fljótlega í staðinn.

Nú styttist í vorið og eigum við von á 2 folöldum þetta árið, eða Atli réttara sagt því hann á þau bæði. 

Hugsýn fór undir Abraham frá Lundum II og kastar væntanlega í byrjun júní


Abraham frá Lundum II á Vesturlandssýningunni um daginn.

Assa fór svo undir Kvist frá Skagaströnd og hún kastar líklega í lok júní/byrjun júlí.

Sauðburður er að skella á og við bíðum spennt eftir lömbunum okkar. Fósturvísar voru taldir í mars og lítur út fyrir að við eigum von á nokkuð mörgum lömbum. Ein gimbur hafði látið, 7 teljast tvílembdar og 7 einlembdar. Svo er bara að sjá hvað gerist og hvernig gengur. 



Það hefur ekki verið spennandi færðin heim á bæ í vetur, í raun hefur ekki verið fært nema stundum fyrir jeppann. Ég var að viðurkenna að fyrir ekki svo löngu síðan var ég að vona að þessi vetur væri búinn og ég gæti komist á bíl upp á hlað hérna heima fyrir vorið.. en svo snjóaði aftur svo ætli þetta verði ekki þannig að skaflinn hverfi ekki fyrr en í júní.

Ég krossa putta og vona að við fáum allavega gott vor þar sem núna hef ég lömb að hugsa um! 

Svo er auðvitað fjölgun í fjölskyldunni eins og allir eflaust vita nú þegar. Ég er sett 7. ágúst og er því á 25. viku núna. Þórdís Katla verður því loksins stóra systir og hlakkar mikið til emoticon 



Fleiri myndir af þessu öllu í myndaalbumi.





  • 1
Antal sidvisningar idag: 391
Antal unika besökare idag: 128
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175385
Antal unika besökare totalt: 24344
Uppdaterat antal: 6.5.2024 07:06:14

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar