Mánaskál

Blogghistorik: 2011 Nästa sida

30.04.2011 20:38

Vorið er að skella á!

Ég ætlaði ekki að blogga fyrr en eftir prófin en þar sem ég er orðin sprungin á próflestrinum ákvað ég að nota pásuna í að skrifa inn smá fréttir. Það er orðið svo langt síðan ég skrifaði fréttir síðast svo það getur vel verið að ég gleymi einhverju.

Við erum á fullu að undirbúa búferlaflutninga en fyrir þá sem ekki vissu þá erum við að flytja norður í Mánskál emoticon  Ég hlakka mjög mikið til og get ekki beðið eftir að klára skólann svo við getum drifið okkur af stað. Við flytjum í síðasta lagi 1. júní og væntanlega verðum við farin norður aðeins fyrr en það.

Atli er búinn að vera duglegur undanfarið í framkvæmdum, bæði hér heima í bílskúrnum og svo fyrir norðan. Allir nýju gluggarnir eru komnir í húsið og búið að smíða í kring um þá innan frá.  Hann er þessa stundina í Mánaskál með Þórdísi  Kötlu og foreldrum sínum. Sveinbjörg og Gunnar eru svo dugleg að hjálpa okkur fyrir norðan, þau voru til dæmis ein þar alla páskana í púl vinnu. Verið er að gera íbúðarhæf herbergin á neðri hæðinni og eyddu þau páskunum í að steypa gólf, klæða loft og fleira. Þau eru svo öll núna í þessu og vonandi komast þau sem lengst. Ég hlakka orðið mjög til að komast norður að sjá hvernig þetta lítur orðið út emoticon

Ég á orðið töluvert af óbirtum myndum á vélinni minni en Atli er með myndavélina með sér fyrir norðan svo ég get ekki skellt þeim inn núna. Atli fékk nefnilega það hlutverk að mynda hryssurnar mínar í bak og fyrir, svona bumbumyndir, svo ég geti metið það hvort það sé folald í þeim öllum. Ég hef nefnilega haft áhyggjur af því að Hugsýn hafi látið því mér hefur þótt hún það mikið nettari en hinar hryssurnar en ég bíð spennt eftir myndunum sem Atli tekur fyrir mig emoticon

Af hestafréttum er annars helst að Drungi er enn að gera garðinn frægann í Landeyjunum. Ylfa og Konni eru alltaf jafn ánægð með hann og Örvar litli líka en Ylfa reiðir hann fyrir framan sig á Drunga. Ég er að verða rosa spennt fyrir því að fá hann afhentann og geta farið að ríða út sjálf! Ó já eftir þrjá hestlausa vetur er minn tími kominn! Ég fór með Elsu vinkonu og Svölu austur í heimsókn fyrir stuttu síðan.. tja.. væntanlega eru orðnir 2 mánuðir síðan!! þetta er nú bara ekki hægt! og ég tók þar eh myndir af Drunga sem eru löngu komnar inn í myndaalbumið en ég ætla að pósta nokkrum inn hér samt sem áður.






og svo ein af mér í lokin þar sem það eru yfirleitt ekki til myndir af mér á baki.. ég er alltaf á bak við myndavélina

Það styttist í folöldin mín emoticon  og ég get ekki beðið! Ef þær eru allar fylfullar og ganga allar jafn langt með á ætti Bylting að ríða á vaðið í byrjun júní svo Hugsýn, Birta og Vaka síðust. Væntanlega eru þær að kasta frá 1. til 15. júní þessar elskur. Svo er bara að sjá hvað maður fær!! Spennó spennó. Ég er svo búin að panta pláss undir hest fyrir Hugsýn en hún á að fara undir Abraham frá Lundum II sem er fyrir norðan á vegum Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þingeyina. Ég held að ég sé nokkuð ákveðin með hest fyrir Birtu en ég held Vöku ekki og held að ég haldi Byltingu ekki þetta árið heldur.


Bylting Hjálmarsdóttir - fylfull og kastar snemma í júní - verður ekki haldið í ár


Hugsýn Kjarvalsdóttir - vonandi fylfull -  fer yndir Abraham frá Lundum II nú í sumar


Birta undan Háfeta frá Hvolsvelli - fylfull og kastar snemma í júní - fer undir hest í sumar


Vaka undan Svarti frá Unalæk - kastar í júní - verður ekki haldið í ár

Svo þegar folöldin eru fædd.. hvað eiga þau þá að heita!! Ég hlakka til að liggja yfir því! Reyndar eru einhver nöfn tilbúin en ég er alveg strand með önnur.. kemur allt í ljós emoticon

Núna eru prófin mín að skella á.. síðustu prófin!! Ég verð rosalega glöð þegar þetta verður yfirstaðið. Síðasta prófið mitt er 13. maí og eftir það er sko sumarið komið!! Ég skrifa svo lokaverkefnið í haust emoticon
Ég hendi inn glóðvolgum myndum eftir helgina þegar myndavélin og fjölskyldan mín eru komin heim. Vonandi eru bumbumyndirnar góðs viti emoticon

  • 1
Antal sidvisningar idag: 369
Antal unika besökare idag: 111
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175363
Antal unika besökare totalt: 24327
Uppdaterat antal: 6.5.2024 05:57:29

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar