Mánaskál

Blogghistorik: 2011 Länk

18.05.2011 20:42

prófin búin og komið sumar!

Jæja þá er síðasta próftíðin liðin sem betur fer! Þetta var nú ferlega erfitt og ég var farin að sjá sumarið og skilaverkefnalausa daga í hyllingum! Þetta hafðist nú allt saman og sumarið er rétt handan við hornið. Ég er búin að fá tvær einkunnir en ég náði semsagt stærðfræðáfanganum sem ég kveið svo fyrr og svo gerði ég mér lítið fyrir og varð hæst í lögfræðinni emoticon sem ég er voða ánægð með. Ég bíð svo "spennt" eftir síðustu einkununum. 

Við erum nú farin að huga að flutningum fyrir alvöru. Atli var fyrir norðan alla síðustu viku og nokkra daga til viðbótar og gerði kraftaverk fyrir norðan, allavega ansi mikið. Við Þórdís Katla fórum svo með kerrufarm norður á föstudaginn eftir síðasta prófið mitt og lángþráð frí hófst. 

Ég skulda einhverjar myndir frá því í apríl sem eru teknar af hryssunum og svo framkvæmdunum fyrir norðan, þær eru nú komnar í myndaalbum og hér eru nokkar:


Þórdís Katla með bíður spennt eftir sumrinu með hestahjálminn á hausnum


kamínan sem við vorum að kaupa svo mér verði hlýtt í vetur emoticon






Þórdís Katla á leiðinni að gefa útiganginum með pabba




Framkvæmdir á neðri hæðinni


Þórdís Katla vel búin í smíðunum með pabba


.. og réttir pabba skrúfurnar

Atli fór norður í apríl en ég komst ekki með þar sem ég var upptekin af skólanum. Þau Þórdís voru send í myndaleiðangur en ég vildi fá bumbumyndir af hryssunum. Ég er búin að vera óviss um það hvort það sé folald í Hugsýn þrátt fyrir að hún hafi verið sónuð með fyli síðasta sumar. Hinar hryssurnar eru klárlega allar með folald innaborðs enda orðnar ansi sverar, Hugsýn er eitthvað nettari en hvalirnir og því hefur læðst að mér sá grunur að kannski hafi hún látið. Ég er samt alltaf að skipta um skoðun og vona að það sé folald í henni. 


Birta gæti alveg eins verið með tvö miðað við hvað hún er sver Hugsýn hér til hægri er mikið nettari þó hún sé kviðmikil eins og stóðmeri sæmir


Þórdís Katla æfir sig





Eins og áður sagði þá skelltum við okkur norður strax eftir prófin. Atli var þegar fyrir norðan að vinna í húsinu okkar og gera fínt. Það var rosalega gaman að koma norður í hlýtt og fínt hús emoticon HEIM í sveitina sína! Sandra Diljá kom með okkur í sveitina og þær Þórdís voru voðalega duglegar að leika sér saman emoticon


Byrjað að grænka


Nýju herbergin á neðri hæðinni






Þvottahúsið orðið málað og fínt



Sætar frænkur

Við tókum til hendinni þessa helgina og reyndum að undirbúa sem mest fyrir flutningana. Atli var auðvitað búinn að gera mjög mikið niðri en þá var komið að því að búa til pláss á efri hæðinni fyrir búslóðina okkar.


.. aðeins búið að bera út!



.. teppið var látið fjúka! Sandra Diljá stendur í dyrunum á herberginu hennar Þórdísar


herbergið gjörbreyttist


Frænkunum fannst draslið á hlaðinu sko ekkert leiðinlegt! .. trampólín hvað!




bakað


Atli skiptir um þjalir í stofugólfinu




stofan að verða fín emoticon


Þessi gamli skápur er fyrir mér ef einhvern langar að eiga hann

Við stelpurnar kíktum að Syðra Hóli og fengum að kíkja í fjárhúsið. Sauðburður er alltaf jafn spennandi enda eru þessu litlu lömb alveg ómótstæðileg emoticon





Hryssurnar fengu heimsóknir á hverjum degi og stundum oft á dag. Það var mjög spennandi að gefa þeim brauð enda kunna þær vel að meta þannig félagsskap og láta ekki segja sér tvisvar að það sé brauð á boðstólnum. Bumburnar fara stækkandi og eftirvæntingin eykst að sama skapi. Ég hlakka svo til að hafa lítil folöld hlaupandi i kring um bæinn emoticon

Þórdís Katla borðar brauðið á leiðinni til hestanna!

Stóðið... feit, feitari, feitust


Bylting virðist vera orðin þreytt á þessari meðgöngu hehe.. hún á að kasta um mánaðarmótin


Hugsýn




er farþegi þarna inni?


Birta er ansi sver


Vaka

Fullt af myndum í myndaalbumi!! 

Núna er ég bara að telja niður dagana í flutningana og folöldin mín emoticon Ég verð örugglega duglegri að blogga héðan í frá þar sem nú er enginn skóli að trufla sósíal lífið. Ég á allt í einu kvöldin í eitthvað sem mig langar að gera, nú eða til að gera ekkert ef því er að skipta.. vá hvað það er notaleg tilfinning emoticon En jæja.. ég á svosum eftir að pakka fullt en ég ætla bara að vera snögg að því og koma mér í sveitasæluna

Þangað til næst!


  • 1
Antal sidvisningar idag: 479
Antal unika besökare idag: 177
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175473
Antal unika besökare totalt: 24393
Uppdaterat antal: 6.5.2024 12:13:23

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar