Mánaskál

Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_3

20.03.2012 15:58

Þýskaland

Tíminn líður á ógnarhraða hérna í Þýskalandi. Ég ætlaði að skrifa fréttir strax eftir ferðalagið hingað frá Budapest en svo eru allt í einu 20 dagar liðnir! Alveg merkilegt.

Við erum í Hedendorf sem er úthverfi frá Buxtehude sem er bær rétt sunnan við Hamburg. Við erum semsagt eiginlega úti í sveit. Hérna í þessum smábæ, sem er örugglega ekki stærri en Blönduós, eru hesthús og fjós inni í íbúðagötum, það er fjárhús fyrir aftan húsið hjá okkur og þar eru örfáar kindur á beit allan daginn. Sauðburður er greinilega á næsta leiti, allavega er komið eitt lamb í hópinn. Um daginn mættum við Þórdís stelpu á hesti hérna í götunni okkar. Þetta er semsagt allt voðalega sveitó hérna.

 

Hér eru tré örítið stærri en gengur og gerist heima


Gatan okkar

Við erum í íbúð í jarðhæð í rosalega fallegum þýsku húsi með fínum garði fyrir okkur að leika í. Búð er í göngufæri svo við Þórdís björgum okkur hérna á daginn. Við komum hingað 1.  mars en fórum strax daginn eftir til Bremen til að skoða bíl.. og viti menn.. kagginn var tekinn með heim. Um er að ræða 7 manna Benz station svo það ætti að vera nóg pláss fyrir fjölskylduna í þessu farartæki.. já eða aðallega kannski draslið sem fylgir okkur endalaust.


Húsið okkar og bílinn fyrir utan.. já og Atli og Þórdís Katla líka

Á efri hæðinni í húsinu okkar býr maður sem er kominn á eftirlaun, hann er alveg yndislegur við okkur. Hann setti t.d. fuglahús við glugann hjá okkur og gaf Þórdísi Kötlu fuglafóður til að gefa fuglunum. Hún er voðalega dugleg að sjá um smáfuglana.


Þórdís Katla með fótboltamarkið sitt


og traktorinn (ekki þennan stóra sem mömmuna dreymir um að kaupa handa henni!)




 Þar síðustu helgi fórum við á rúntinn yfir til Hamborgar. Hér er allt lokað á sunnudögum svo það var kannski ekki rosalega mikið um að vera þennan dag sem við fórum þangað en þetta var gaman og Hamborg er bara ágætlega heillandi borg.

 


Þórdís Katla keypti sér þýska fánann.




 

.. og ég fann rauð "Ted Moseby" stígvél! 


Ég ligg yfir ritgerðinni minni alla daga eins og ég kemst mögulega upp með. Þórdís verður auðvitað að fá einhvern tíma greyjið en þessi ritgerð er sko alveg að drepa mig.. það er enn að koma mér á óvart hvað það er endalaust langur tími í þetta! Ég veit ekki hvernig ég hefði farið af að skrifa ritgerðina heima með vinnu. Þetta fer nú að taka enda samt sem betur fer. Ég er búin að vera að stefna á að skila þessu um mánaðarmótin en ég veit ekki hvort það hefst hjá mér. Þetta hlítur þó að hafast fyrir skiladag og þá er bara útskrift í júní emoticon

Ég er auðvitað farin að hugsa fram á betri tíð í hestamennskunni og hlakka mikið að koma heim á klakann. Ég þarf að vinda mér beint í að flytja folöldin mín á milli staða til að búa til pláss fyrir reiðhestana emoticon Það hefur staðið til að taka Vöku og Drunga inn en núna er ég með þá hugmynd að taka Gleði inn til að prufa hana og sjá hvernig mér líkar hún. Ég veit ekki alveg hvernig ég pússla þessu þá þar sem ég hef ekki nema 2 pláss, kannski finn ég eitt í viðbót eða Drungi/Vaka þurfa að vera áfram úti, ég hef ennþá dálítinn tíma til að spá í þetta. 

En núna er komið nóg af fréttum í bili emoticon



  • 1
Antal sidvisningar idag: 391
Antal unika besökare idag: 128
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175385
Antal unika besökare totalt: 24344
Uppdaterat antal: 6.5.2024 07:06:14

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar