Mánaskál

Blogghistorik: 2009 Visa kommentarer

23.07.2009 04:47

Netsambandið er lélegt.. erfitt að blogga

Jæja litla fjölskyldan er enn í sveitasælunni. Við fengum heimsókn síðustu helgi en þá komu frænku mínar, Ása og Jenný með Konnunum sínum og tvíburasonum Ásu. Það var því margt um manninn í kotinu og kemur sér vel að hafa húsbílinn, hann verður eins og auka svíta úti á hlaði! Við fórum á Húnavöku á laugardagskvöld en vorum svo of sein á staðinn svo við misstum af bakkasöngnum. Við sátum góða stund hjá Jóni Víkingi og Siggu á tjaldstæðinu í staðinn. 


Við fengum líka fullt af heimsóknum um helgina. Fyrst komu Skrapatungufólk með fríðu föruneyti, það er alltaf svo gestkvæmt hjá þeim og hópurinn skellti sér allur í heimsókn að kíkja á framkvæmdir. Eins gott að ég var búin að standa á haus í að baka pönnukökur og átti nóg með kaffinu :o) Þegar þau voru að fara birtist hér annar bíll en það voru Alla Rúna sem vinnur með Sveinbjörgu og maðurinn hennar sem er frá Núpi hér fyrir innan okkur. Það var gaman að fá þessa óvæntu heimsókn þar sem hann þekkti afa heitinn svo vel. Á sunnudag fengum við svo aðra óvænta heimsókn en það voru þau Ásdís og Ragnar frá Dal (Klaustri). Ragnar spjallaði við Atla um rafstöðvarmál enda er hann á kafi í félagi raforkubænda. Ég held að hann hafi náð að kveikja ansi vel í Atla sem var vel heitur fyrir.

Þórdís Katla stækkar og dafnar vel í sveitinni. Hún er farin að sitja alein eins og herforingi :o) og komin með 2 tennur og fleiri á leiðinni.. sko bara að verða stór stelpa held ég! Ég reyni að vera dugleg að taka myndir af henni núna en svo gengur bara ekkert að koma þeim á netið.

Af framkvæmdum er helst að frétta að hér verða smíðaðir gluggar um helgina og Atli er búinn að steypa undirstöður fyrir rafstöðvarhúsið! Já.. alveg rét.. það verður líklega komin rafstöð fyrir veturinn! bara frábært! Sveinbjörg og Gunnar (tengdó) og jafnvel Tinna systir Atla koma um helgina í heimsókn og þrælavinnu. Gunnar ætlar að hjálpa Atla í smíðunum og Sveinbjörg og Tinna verða líklega mest að dúllast með Þórdísi Kötlu. Ég ætti því að fá dágóðann tíma í að gera eitthvað skemmtilegt.. verst að það er spáð leiðindaveðri um helgina og ég verð því kannski ekki til stórræða. Það gæti meira að segja snjóað hjá okkur í dag og á morgun.. iss þetta er nú ekki vinsælt svona seinnipart sumars!

Ylfa og Konni eru búin að boða komu sína en það er enn aðeins óljóst hvenær þau koma.. ég skil það nú vel enda spáir slyddu eða snjókomu hjá okkur.. ekki alveg mest spennandi staðurinn á landinu þessa dagana! En við kvörtum ekki þar sem við erum búin að vera rosalega heppin með veður hingað til.

Ég fór á bak í gær og í fyrradag. Í fyrradag reið ég vöku út dalinn (vona að þetta sé rétt sagt) en snéri svo við þegar ég var að koma að hrossastóði. Ég er ekkert rosalega spennt fyrir því að ríða beint í fangið á tryppakjánum en svo er það kannski bara ekkert til að vera smeikur við. Ég móðgaðist nú pínu þegar ég reið framhjá veiðihúsinu þar sem þar sat stór hundur á pallinum sem gelti á mig.. isss hann vissi greinilega ekki að ég er drottning í ríki mínu hérna hehe.. maður geltir sko ekki á hvern sem er. Nei en svona í alvöru.. þá er ég bara glöð að hann fór ekki af stað á eftir mér líka hehe.

Í gærkvöldi lagði ég á Birtu og prufukeyrði hana hérna heima. Þetta gekk bara ótrúlega vel og eiginlega betur en þegar ég var að prufa hana inni í gerðinu. Ég ætlaði að teyma Vöku með en hún virtist ekki alveg fíla það svo Vaka slapp það skiptið. Það gerist nú flest frekar hægt hérna en góðir hlutir gerast hægt eins og einhver sagði. Ég reyni að nýta tímann í hestana en það er ekki alltaf tími eða spennandi veður.

Ég er í vandræðum með nettenginguna hérna, netið er alltaf að detta út og mér gengur ekkert að koma inn myndum. Það eru komnar örfáar nýjar í myndaalbumið en ég er að reyna að koma fleirum inn.

17.07.2009 06:20

Helst í fréttum..

Jæja við komum aftur í Mánaskál á mánudaginn eftir helgardvöl á Kirkjubæjarklaustri. Áfram heldur fríið og ég er farin að hafa áhyggjur af því að það líði of hratt.. ekki nema mánuður eftir!

Atli er byrjaður að setja bárujárnið á húsið og þetta verður voða flott. Sólpallurinn er að taka á sig mynd og stór partur af honum er tilbúinn, skjólveggirnir komnir upp og garðhúsgögnin á sinn stað! Þetta er bara frábært! Það hefur verið frekar kalt síðan við komum aftur en í gær létti til og sólin lét sjá sig.. við vorum ekki lengi að grípa tækifærið og vígja pallinn með grillveislu fyrir okkur. Það er útlit fyrir skaplegasta verður næstu daga og ég efast ekki um að pallurinn verði vinsæll :o)

Ása, Konni og strákarnir og Jenný og hennar Konni ætla að koma í helgarferð til okkar. Þau koma snemma á morgun og ætla að vera fram á mánudag. Um helgina stendur yfir Húnavaka á Blönduósi og við ætlum að kíkja á dagskrána, brekkusöng, brennu og fleira. Þetta verður voða fínt held ég. Bara gaman að fá gesti.. og það verður rosa gaman að sjá Alexander og Christian því það er svo langt síðan við sáum þá síðast!

Ég skellti mér á bak í gær, reið Vöku og teymdi Birtu með mér. Þetta var ágætisferð en þær voru nú samt áberandi fúlar báðar tvær enda nýhættar í hestalátum ef þær eru hættar. Ég er jafnvel að spá í að fara ríðandi í stóðréttarreksturinn þetta árið. Maður verður nú að prufa ekki satt.. það finnst mér. Ég þarf þá að reyna að halda þeim í formi aðeins fram á haustið og aldrei að vita nema ég sendi þær báðar á Kjöl í ágúst til að trimma þær til. Þær hefðu báðar mjög gott af því.

Birta mín er alveg að standa sig í teymingunum miðað við að hún var teymd í hendi í fyrsta skipti síðasta vor og þá bara í eitt skipti. Núna teymist hún vel og ég er farin að binda utan á hana líka. Drungi fékk semsagt fyrstu hlaupaferðina sína áður en ég lagði af stað austur fyrir síðustu helgi. Ég er búin að lónsera hann í nokkur skipti, leggja við hann og binda utan á.. þetta er allt á réttri leið. Hann er ósköp stabíll og gæfur og ég vona að framhaldið verði jafn gott.

Myrkvi karlinn sleppur vel frá þessu öllu saman, hann er sá eini sem ekki er á járnum og þarf því ekki að vinna fyrir matnum sínum eins og hinir.. aftur á móti er hann duglegur að stela sér eftirréttum! Hann er nefnilega búinn að uppgötva að fara undir borðann ef ég hef þau í randbeit. Reyndar hefur verið rafmagnslaust á girðingunum hjá þeim mest allan tímann vegna framkvæmda heima við bæ. Myrkvi uppgötvaði þetta óvart og hefur ekki verið til friðs síðan. Þegar við komum heim að austan á mánudaginn voru hrossin öll inni í stykkinu sem þeim er gefið á á veturna og á að vera í hvíld fram á haustið.. en nei nei.. bara búið að traðka og éta helling.. urrr! Núna er kominn straumur á girðingarnar aftur og hrossin eru prúð og stillt ennþá. Ég fer að prufa randbeitina aftur en ætla þá að vera handviss um að það sé góður straumur á henni svo Myrkvi hætti þessu.

Ég er búin að segja njólanum stríð á hendur.. arg ég var búin að gleyma að ég ætlaði að eitra fyrir honum í vor! Lilja og Biggi réðust á hann hérna síðasta sumar en hann er farinn að vera of heimakær hér á hlaðinu og í garðinum og svo átti ég að eitra.. en það gleymdist. Ég er því núna að höggva illgresið niður núna og ég verð svo að muna að eitra næsta vor!! Það er ekkert ljótara en þegar njólinn er orðinn allt í kring um heilu sveitabæina. Öll ráð til að losna við njólann vel þegin!

Það verður líklega dálítill gestagangur hérna fram í ágúst sem er bara hið besta mál. Ása, Jenný, Konnarnir og strákarni eru á leiðinni. Tengdó koma líklega um verslunarmannahelgina og helgina þar á eftir. Ylfa og Konni (enn einn Konninn hehe) stefna á að koma í heimsókn í ágúst, strax eftir verslunarmannahelgi minnir mig og svo á ég von á Lilju, Bigga og krökkunum þeirra líka en eitthvað óljóst hvenær, kannski í kring um fiskidaginn á Dalvík. Ég geri auðvitað ráð fyrir að allir viti að þeir eru sjálfkrafa búnir að bjóða sig fram í þrælavinnu hehe og það er ekki afsökun að hafa ekki vitað af því og lesa ekki bloggið mitt hehehehe. Óléttar konur eru reyndar með undanþágu.. svo það er betra að kjafta frá ef einhverjar eiga það eftir :P

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ég er búin að bæta inn myndum í myndaalbumið undir Mánaskál / Sumarfrí 2009. Ég á enn eftir að fá myndir hjá mömmu og Lólý til að skella þar inn. Ég reyni nú að setja inn myndir oft þó það séu ekki nema örfáar í einu því þetta er svo hrikalega seinlegt.

Góðar stundir gott fólk! Kveðja úr Paradís!


08.07.2009 07:02

Fréttir úr sveitinni

Það hefur gengið erfiðlega að blogga en ég netsambandið hér í Mánaskál gerist bara ekki hægara og því fara allar myndir beint í myndaalbum en ekki inn á bloggið. Ég náði loksins að setja inn síðustu færslu sem aldrei birtist. Ég setti inn myndir í albumið í gær og það tók ekki nema 6-7 klukkutíma, ég er ekki alveg viss hvenær upphalið hætti því ég fór að sofa! Mig vantar líka eitthvað af myndum sem mamma og Lólý eru með í sínum vélum. Ég bið þær að setja þær beint inn fyrir mig bráðlega.


Nú er allt að gerast!

Atli er að verða tilbúinn með suðurgaflinn undir járn, það verður rosalega spennandi að sjá hvernig húsið mun líta út. Sólpallurinn er líka að taka á sig mynd, skjólveggirnir eru komnir upp svo það verk er líka á áætlun.


Traktorinn var aðeins að stríða Atla en hann er kominn í lag aftur. Þetta var ekki stór bilun og vitað fyrir fram að það þyrfti að skipta um þetta stykki. Þegar traktorinn er kominn aftur í gagnið getur Atli haldið áfram með klæðninguna á húsinu.


Ég reyni að hestast eitthvað á hverjum degi.. og vá hvað maður finnur fyrir því þegar mamma er farin af svæðinu.. takk fyrir alla aðstoðina mamma! Atli leysir mig af í skyldustörfunum svo ég komist á bak og að dunda í hrossunum. Ég er loksins búin að fá járningu svo Birta og Drungi eru komin í stand. Það gekk rosalega vel að járna þau bæði og eiginlega vonum framar með Drunga þar sem ég hafði ekki upp á góða aðstöðu að bjóða ef hann væri ekki þægur. Ég er byrjuð að lónsera Drunga og fer að leggja við hann bráðum. Við Birta erum að skríða af stað líka, það var nú dálítið sjokk fyrir hana að eiga allt í einu að fara að gera eitthvað.. ja annað en að þiggja klapp eða eitthvað annað sem hún kýs sjálf. Ég er búin að vera að teyma hana með mér þegar ég fer á Vöku og það gengur vel. Ég er líka búin að fara tvisvar á bak á henni og ég er að verða tilbúin að fara í reiðtúr á henni en vantar fylgd af stað. Atli ætlar að redda því J


Ágúst og Sandra komu til okkar í nokkra daga. Lólý skutlaði þeim í sveitina og stoppaði sjálf í 2 daga. Ég held að krakkarnir hafi skemmt sér vel eins og alltaf í sveitinni. Þau fengu að fara aðeins á hestbak líka sem er alltaf vinsælt. Mamma og pabbi voru í Mánaskál í ca mánuð og fóru heim á leið í fyrradag. Krakkarnir fóru heim með þeim. Pabbi smíðaði handa mér lónseringar gerði / rétt J og gerði upp rakstarvélina sem hann kom með í vor. Mamma stóð sig stórvel í eldabuskunni og bakstri! Það er sko ekkert betra en að koma inn í kaffi og fá pönnsur eða heita skúffuköku :D


Sama dag og mamma, pabbi og krakkarnir fóru héðan þá komu ný börn. Í þetta skiptið Birta og Kári systurbörn Atla. Þau komu með rútunni frá Reykjavík og ætla að vera hjá okkur í nokkra daga. Kári er að göslast með Atla allan daginn og gerir stíflur og fossa, á meðan Birta dundar sér og kemur með mér í hestana. Birta fékk að fara á bak á Vöku í gær og fannst það mjög gaman. Hún fær svo að fara aftur á bak í dag J


Þórdís Katla litla heimasætan okkar blómstrar í sveitinni :) Hún fór í 5 mánaða skoðun á Blönduósi í síðustu viku og mældist 66 cm og tæp 8 kg. Við nánast horfum á hana stækka!

Afi Atla frá Klaustri var að deyja 95 ára að aldri. Það verður jarðað næstu helgi svo við leggjum land undir fót. Við förum af stað á morgun og það er ekki alveg víst hvenær við komum til baka.


Annars er allt gott að frétta úr sveitasælunni og gestir velkomnir J

  • 1
Antal sidvisningar idag: 70
Antal unika besökare idag: 50
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175064
Antal unika besökare totalt: 24266
Uppdaterat antal: 6.5.2024 01:56:55

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar