Mánaskál

26.07.2011 16:20

Gríma og Brattur orðin sátt


Það gengur aldeilis vel að venja Bratt undir Grímu fósturmóður. Reyndar þurfti að venja Grímu við Bratt því hann vissi strax frá upphafi til hvers gagns þessi hryssa var, hún var bara ekki að skilja það emoticon

Aðfaranótt mánudags fór að draga til tíðinda þegar Gríma fór að sýna folaldinu blíðu á meðan það saug. Ég hélt niður í mér andanum til að skemma ekki fyrir og vonaði innilega að nú væri þetta að smella hjá þeim. Næst þegar ég fór á fætur til að koma folaldinu á spena ákvað ég að setjast aðeins við gluggann fyrst og fylgjast með þeim. Ég sá að folaldið reyndi að fá sér sopa eins og svo oft áður en hún var ekki alveg til í að leyfa það. Hann Brattur litli er nú bara svo ákveðinn að hann gerði bara strax aðra tilraun og fékk þá að fá sér sopa! Ég var þvílíkt spennt við gluggann að fylgjast með þessu. Ég fór ekki út þetta skiptið því núna var þetta að gerast, hryssan leyfði honum að fara á spena þrisvar sinnum á meðan ég horfði á. Ég ákvað að fara bara í bælið aftur og leyfa þeim að vera í friði. Næst þegar ég reif mig upp úr bælinu gerði ég það sama, fylgdist með út um gluggann og foldið var bara sí og æ á spena og Gríma bara sleikti hann emoticon Þessa nótt gat ég svo leyft mér að sofa aðeins.

Allur mánudagurinn gekk eins og í sögu. Hryssan leyfði folaldinu að drekka hjá sér og allir voru sáttir. Um kvöldið teymdi ég þau svo út á tún og sleppti þeim þar og það var ekki lítið gaman hjá þeim að komast úr garðinum í meira frelsi. Þau hlupu um og könnuðu svæðið og Gríma passaði vel upp á guttann. 

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag kom Brattur upp á hlað til mín, semsagt laumaði sér undir rafmagnsstrenginn og fór út úr girðingunni. Gríma var sko ekki sátt við það! Hún er greinilega búin að eigna sér þetta folald sem er frábært emoticon
Flettingar í dag: 36
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189279
Samtals gestir: 25643
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:02:29

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar