Mánaskál

Blogghistorik: 2008 Nästa sida

23.04.2008 20:17

Myndir, Mánaskál, Myrkvi, Drungi

Tíminn líður og líður og það verður komið sumar áður en maður veit af.

Við Skella fórum einar í Mánaskál síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega! Veðrið var æðislegt og við áttum svo góða stund þarna í sveitasælunni. 




        



Við Skella kíktum auðvitað á hrossin. Drungi er feitur og fínn.  Hann var hress og kátur og duglegur að leika sér við aðra fola, það er voðalega gaman að fylgjast með þeim.


Drungi Klettsson.. stjarnan hans virðist vera farin!

Þetta var svo æðisleg ferð, við sváfum út.. jább.. ég og hundurinn! átum þegar við vorum svangar, fórum að sofa þegar við vildum, vorum úti eins mikið og við vildum og gerðum bara allt sem okkur langaði! Hvað er betra en að sitja á laugardagskvöldi úti á hól, drekka bjór og hlusta á fugla og horfa á hundinn leika sér! Þetta var æðislegt!  Ég hlakka svo til að eiga fleiri svona stundir í sveitasælunni minni.

Myrkvi var loksins járnaður í gær! Fannar kom og járnaði fyrir Lilju og það tókst að koma Myrkva inn í dagskrána. Þetta gekk ótrúlega vel en hann var nú ekki ánægður með þessa meðferð samt!




Hvað ætli höfðinginn sé að hugsa?? hehe.. hress og kátur!









í skóla lífsins  á nýju skónum

Það er mikið búið að mæla og pæla fyrir norðan, spá hvar væri best að hafa girðingu og svo framvegis. Svo er ég líka búin að panta slátt á einu túni og ég hlakka rosalega til að sjá hvernig það fer, hvað koma margar rúllur og svo framvegis.. og svo verður líka hægt að tjalda með góðu móti á nýslegna túninu mínu  .. og aldrei að vita nema ég fái gæs í heimsókn í haust

komið nóg í bili held ég.. þangað til næst..

15.04.2008 14:48

Myndir af Myrkva

Í dag er fimmtudagur og það þýðir að ég á gegningarnar í hesthúsinu. Ég byrjaði á að leggja á Myrvka og teyma hann úti í lónseringargerði. Hann lónseraðist vel og hrekkti ekki hnakkinn, honum virðist vera alveg sama. Hann rak meira að segja ístöðin og hnakkinn utan í hliðið þegar við lögðum af stað og hann blikkaði ekki. Svona er þetta skemmtilegt, ég fer hraðar í allt með Myrkva, stærri skref heldur en með Byltingu þar sem ég er að læra inn á hvað ég má leyfa mér að fara hratt í þetta. Folinn er ekki hræddur við neitt og meira að segja aðeins of frekur fyrir minn smekk. Hann veit sko nákvæmlega hvar ég geymi kúlurnar góðu og honum finnst hann eiga að fá þær alltaf og endalaust. Hann kemst nú ekki upp með allt hjá mér enda væri hann þá fljótur að ganga yfir mig á ójárnuðum hófunum! Já.. hann er enn ójárnaður en er sem betur fer ekki orðinn sárfættur. Ég sá að Fannar var að járna hjá Lilju í gær svo ég vona að biðlistinn sé að styttast.

Bylting var úti í gerði á meðan ég lónseraði folann og hún tók skemmtilega frenju-syrpu þegar við komum til baka. Hún náði meira að segja að fæla folann þegar við vorum að koma inn um hliðið svo ég missti hann frá mér. Hún var hlaupandi um eins og bjáni, ógurleg læti í henni eitthvað. Myrkvi greyjið vissi svo ekkert í hvort fótinn hann átti að stíga og ég gat svo bara sótt hann þegar þau stoppuðu. Hann stóð þarna bara með hnakkinn og lausann tauminn og treysti á manninn þar sem hann vissi ekkert hvernig hann átti að vera. Hann er svo algjörlega hennar, að hennar mati, það eru sko engar smá móttökur sem hann fær, bara alveg eins og hann hafi verið í burtu í viku. En það er gaman að segja frá því að þau voru ógeðslega flott! Þetta er nú meiri gellan sem ég á.. vá hvað hún var flott í þessum látum. Ég er hálf spæld að enginn hafi séð hana nema ég, þvílíkir taktar! Ég verð að fara að ná þessum stælum hennar á mynd.

Ég setti hrossin sem voru úti inn og setti næsta holl út, nema hvað að ég skildi Byltingu eftir til að gefa Myrkva smá auka fóðurbæti og gotterí í friði. Daman tapaði sér!! Hún er ótrúleg, það sem hún móðgast að fá ekki að fara inn!! Ótrúlegt alveg, ég lét ekki segjast og hún fékk bara að vera úti þó hún væri brjáluð og setti út fleiri hross til hennar. Svo fljótlega ætlaði ég að bjóða henni að koma inn.. og það var sko ekki að ræða það að hún vildi tala við mig!! Hún var svo móðguð! Svo stóð hún svona passlega langt frá hliðinu og fylgdist með mér moka út.. en ég mátti sko ekki tala við hana.. haha hún er ótrúleg! Hún á sig sko sjálf!

Ég er búin að setja Byltingu í hendurnar á Lilju og er því ekkert að eiga við hana sjálf núna, nema bara svona dúllerí. Ég var orðin strand með hana, ekki að hún væri erfið heldur að mig vantaði bara auka hendur og aðstoð. Við Lilja erum ekki uppfrá á sama tíma og því var þetta eina lausnin. Ég hef reyndar ekkert heyrt í Lilju svo ég veit ekkert hvað er að gerst.. Lilja mín ef þú ert á lífi þá veistu númerið hjá mér

Ég tók myndir af Myrkva á mánudaginn þegar ég lónseraði hann og setti á hann hnakk í fyrsta skipti. Mér gengur ekki jafn vel að mynda hann og Byltingu í lónseringunni.. ég þarf að hafa athyglina meira á honum þar sem hann er fjótur að sjá út ef það er smuga að svindla. Hann sýnir allan gang og allur gangur laus, það er sko ekki verra











Kominn með hnakk og alles.. og alveg sama.

Ég er jafnvel að spá í að skella mér í Mánaskál á morgun. Atli er að vinna svo það værum þá bara við Skella. Skellu veitir örugglega ekki af smá dekri þar sem hún er ekki einkabarn lengur og svo er líka bara allt of langt síðan hún hefur fengið að sofa uppí hjá mér Það hefur ekki verið mikill tími fyrir hana undanfarið og hún hefði sko örugglega rosalega gaman af því að komast í sveitina. Ég gæti notað tækifærið til að taka til og jafnvel að mála. Að öllu óbreyttu fer ég norður en mamma er eitthvað að reyna að sannfæra mig um bæjarferð með Söndru og Ágústi í staðinn.

14.04.2008 09:50

Ótitlað


Í tilefni þess að ansi margir eiga afmæli í apríl


12.04.2008 23:50

Myndir af Ótta


Jæja þá er ég loksins búin að henda inn myndunum úr stóru vélinni minni, vá hvað ég er búin að gefast upp á tölvunni minni! Þetta er tveggja tíma prógram að skella inn nokkrum myndum!! ARG!

Hér eru allavega nokkrar myndir af yngsta drengnum mínum.. folinn er bara myndarlegur og ber sig vel.














Ég er líka með nýjar myndir af Byltingu en ég er orðin uppgefin á þessu tölvustússi, ég hendi inn fleiri myndum við tækifæri.

Núna er bara einn vinnudagur eftir af helginni.. vííí.. get ekki beðið eftir að það komi mánudagur  Svona er þetta bara.. ég get ekki beðið eftir að hætta þessu helgarvinnustússi!

11.04.2008 10:53

Kominn tími á blogg

Það eru bara kröfur á mann.. verið að heimta myndir og fleira.. Silla mín.. hvar er nú heimasíðan þín  mér hefur allavega ekki verið boðið að kíkja á hana  Ég segi nú bara svona.. allt í góðu hérna!

Lífið gengur sinn vanagang. Tryppin dafna vel á húsi og verða "mannalegri" með hverjum deginum. Ég er farin að lónsera Myrkva sem gengur mjög vel og leggja á hann hnakk líka. Hann hefur ekkert sýnt eða gert og tekur þessu öllu með jafnaðargeði. Fyndið samt hvað þau eru ólík "systkinin" Hún er ákveðin en allt öðruvísi en hann samt því hann er frekar frekur en ákveðinn. Hún hefur alltaf staðið eins og stytta á staurnum fyrir utan húsið en hann er meira að vesenast. Honum finnst þetta algjörlega tilgangslaust og sýnir það með því að iða, ganga fram og til baka og krafsa. Aldrei hreyfist hún. Ég get skilið hana eftir á stéttinni með hnakk og beisli og tauminn hangandi á öðru eyranum.. og ekki haggast hún. Hann hefur sko ekki þolinmæði í svona. Svo er líka munur á þeim í lónseringargerðinu, hann reynir að stoppa og ath hvort hann komist ekki upp með það, hann veit líka hvar hliðið er það er sem hringavitleysan byrjar og endar.. aldrei stoppar hún, heldur bara áfram og bætir ferðina ef henni er misboðið. Samt er hann svo auðveldur og meðfærilegur og ég get ekkert kvartað, hann er bara önnur týpa en hún. Mér finnst rosalega gaman að fá tækifæri til að ganga í gegn um allt ferilið aftur og núna með hross sem hagar sér öðruvísi. Það er rosalega gaman að bera þau saman. Þau eiga auðvitað margt sameiginlegt, þau eru t.d. stilltari en flest tryppi á 4. vetur held ég, ég er nú bara lítil stelpa við hliðina á þeim og þau kæmust sjálfsagt upp með ýmislegt ef þau myndu reyna.. þau bara reyna ekkert, eru alveg eins og hugur manns. Þeim semur líka vel, eru óttalegir félagar og sæt saman í stíunni.

Bylting lætur nú samt ekki bjóða sér hvað sem er og það er ferlega skemmtilegt að fylgjast með henni ef hún er sett inn síðust! Hún verður sko ekki ánægð þá daman!




Hún tapa sér sko algjörlega og hleypur um í rassaköstum og látum.. ég verð að ná þessu á video við tækifæri!

Talandi um myndir.. bara fyrir þig Silla hehe.. Ég tók myndir af Ótta síðustu helgi en þær eru enn í myndavélinni.. svo ég noti sömu afsökunina eina ferðina enn þá er tölvan mín biluð og það tekur SVO langann tíma að hlaða í hana myndum.. en þetta er allt að koma. Ég tók nú víst nokkrar myndir á litlu vélina og hér eru þær..





Ótti er voðalega líkur bræðrum sínum nema að hann er enn stærri og þreknari. Mér finnst hann voðalega sætur með langan háls en hausinn er dálítið Myrkvalegur. Hann er með þykkt og mikið tívskipt fax. Ég á nú ekki von á að það verði sítt en Myrkvi kom mér t.d. á óvart því faxið á honum er ekki sítt en það er þykkt og mikið.

Ég sé nú pínu eftir að hafa ekki látið taka mynd af mér við hliðina á "folaldinu" mínu svo það sjáist vel hvað hann er stór og myndarlegur.

Fyrst ég er komin af stað í myndunum þá er í lagi að setja inn myndir af okkur systrunum.. svona erum við nú fínar saman..




Svona erum við nú endalaust dannaðar


Ég átti hesthúsið í gær og fór uppeftir beint eftir vinnu. Það eru orðnir svon margir graðhestar og fyrrverandi graðhestar í húsinu svo það þurfti að setja út í heilum 4 hollum. Það fór dágóður tími í þetta en það var gott verður og ég skemmti mér vel. Ég lagði hnakk á Myrkva og rölti út í gerði með hann en þá var það upptekið.. jæja gengur betur næst. Daman mín slapp rekar ódýrt líka í gær en þau þurfu svo bæði að éta með mélin og láta sig hafa það sem mér datt í hug. T.d. er bleiki faxburstinn sem ég fékk frá Svenna mjög góður


Eftir að ég kláraði í hesthúsinu sótti ég Skellu mína og fór með hana góðan hring við Rauðavatn. Raggi hefur í nógu að snúast þessa dagana svo mér datt í hug að prinsessan mín væri pínulítið utangarðs núna. Hún skemmti sér auðvitað konunglega og mér veitti ekki af hreyfingunni svo þetta var fínt.

Núna er að taka við vinnuhelgi  ég hlakka orðið mikið til þegar ég hætti þessu helgarvinnustússi, ég er sko alveg búin að fá nóg.. og svo er líka að koma sumar  og þá á maður ekki að hanga í Reykjavík um helgar.. maður á að fara í sveitina  

Við erum að fara að girða og allt.. Atli er búinn að gefa mér nánast hvert snitti í fyrstu girðinguna mína  svo núna fara "tömdu" hrossin mín í girðingu á Mánaskál og verða þar allavega í sumar. Mig langar alveg rosalega að hafa tamið hross fyrir mig fyrir austan í sumar líka og ég ætla að reyna að redda mér lánshrossi í það. Ég held að það væri algjör draumur að geta riðið út í góða veðrinu á Klaustri á meðan Atli dundar í því sem honum finnst skemmtilegast  Ohh.. ég bara bíð eftir sumrinu.. það má alveg fara að koma.

08.04.2008 21:53

Tamningar og Party.. Ása taktu eftir.. eitthvað annað en hestar :)

Jæja tamningar ganga sinn vanagang, hægt og bítandi.. þetta kemur allt með kalda vatninu. Lilja kom og aðstoðaði mig í gær. Við fórum loksins af stéttinni og út í gerði. Þetta gekk nú allt vel held ég en ég þarf að æfa jafnvægið og svo er ágætt að muna eftir að herða gjörðina! Ég reyni að muna það næst, ekki það að það slasaðist nú enginn í þetta skiptið en ef það hefðu verið einhverjir stælar í dömunni þá hefði ég nú geta týnst.

Myrkvi er stilltur á húsi enda var engin hætta á öðru. Hann er rétt að byrja að kynnast beislinu og svo lónseraði ég hann í fyrsta skipti í dag. Sissi kom í hesthúsið til mín og rölti með mér út í lónseringargerði svona ef hann skyldi ekki teymast alla leið með góðu móti. Þetta fór auðvitað allt vel fram og ekki hægt að kvarta undan neinu. Hann skildi samt ekki alveg afhverju ég var með þessa stæla við hann, hann er auðvitað bara of spakur á köflum  Fyrsta kennslustund var nú bara stutt og laggóð og ég held að hann hafi áttað sig á því um hvað málið snérist.

Ég setti svo bara hrossin út og fékk aðstoð við að moka. Fínt að hafa svona vinnumann með sér, vertu velkominn any time Sissi minn 

Síðasta helgi var ósköp fín. Ég fór á laugardaginn að Baugsstöðum að kíkja á Ótta minn. Hann er auðvitað bara enn brúnn og alveg jafn stór og síðast  Hann virðist hafa það voða gott í sveitinni hjá Sjöfn og Gumma en hann er auðvitað langstyggastur enda búinn að vera svo stutt á húsi. Hann sá líka greinilega ekki oft manneskjur síðan hann fæddist.. það munar sko helling! Ég tók nokkrar myndir af kauða sem var nú ekkert að sýna sig fyrir mig enda fer hann bara út til að leika sér og éta meira.. ekki til að módelast. Ég á eftir að tæma myndavélina mína en ég skelli inn myndum við tækifæri. Svo var ég reyndar búin að setja inn einhverjar myndir sem áttu að rata inn á síðuna mína en svo man ég ekkert lengur hvað það var!.. ástæðan fyrir þessu er kannski sú að 7. apríl rann upp í gær!

Við Sjöfn tókum Ótta á múl og hann breyttist heilmikið við það, hann virðist hafa lært aðeins á múlinn eftir að hann var tekinn í Þorlákshöfn og fluttur á Baugsstaði. Hann fær að vera með múlinn í smá tíma og Sjöfn og Gummi ætla að reyna að tala aðeins við hann. Hann verður örugglega fljótur að átta sig fyrst hann er skyldur Myrkva og Drunga.. þeir eru sko ekki styggir.

Á laugardagskvöld var ég með smá party þar sem afmælið mitt var að skella á. Frænkurnar komu auðvitað og svo Konni hennar Ásu og Sissi. Svo var auðvitað ekki hægt að hafa party án Svenna sem mætti að sjálfsögðu beint eftir vaktina. Við spiluðum póker.. og ég vann.. þó mig gruni að einhver hafi fiffað það örlítið.. og svo var farið í bæinn. Þetta var bara rosalega vel heppnað og mjög skemmtilegt kvöld.

Sunnudagurinn var ansi þunnur hjá mér og ég var á leið í barnaafmæli! Sandra Diljá litla frænka á auðvitað afmæli 8. apríl þó ég hafi beðið um hana í afmælisgjöf  Við Atli skelltum okkur í afmælið til Söndru en það gekk ekki alveg áfallalaust fyrir sig!

Á leiðinni í afmælið var keyrt aftan á okkur á ljósum! Hvað er málið.. það var bakkað á mig um daginn og ég fékk greitt út úr tryggingnum á föstudaginn og á sunnudegi er aftur búið að keyra á mig! Ég held að ég verði að ganga frá líftryggingunni minni! Þetta var nú enginn hörku árekstur en það er sama.. frekar fyndið bara!

Ég átti afmæli í gær.. gamla bara orðin 27 ára og foreldrar mínir hafa stórar áhyggjur af því að ég sé ekki gift og komin með börn! Svo segir mamma að pabbi hafi áhyggjur en svo held ég að það sé bara mamma sem hafi áhyggjurnar en reynir að koma því yfir á pabba  Ég ætla nú bara að vera róleg yfir þessu aðeins lengur.. á meðan ég er sátt þá hlítur þetta að vera í góðu lagi.

Þegar ég kom heim til Atla beið mín pakkaflóð. Hann og Svenni fóru í verslunarleiðangur og höfðu fyrir því að pakka herlegheitunum inn.. og svo voru þessar elskur líka að elda fyrir mig! Það veitti svosum ekki af að hressa mig við því svei mér þá ég held að ég hafi vaknað þuglynd þann 7. apríl... eða kannski var þetta bara aldurinn. Ég fékk semsagt girðingu í afmælisgjöf og geri aðrir betur, vír, einangrarar, hlið og fleira.. og svo m.a. rosa flottur barbie-bleikur hestabusti frá Svenna  Hvað getur maður beðið um fleira?? Ekkert held ég bara.

Eins og líklega flestir vissu þá átti Raggi "minn" von á barni og viti menn.. ég fékk drenginn í "afmælisgjöf". Ég held að það sé á hreinu að Raggi gleymir aldrei afmælinu mínu héðan í frá. Til hamingju með erfingjann Raggi

ég er nú örugglega að gleyma einhverju en það kemur þá bara seinna og eitthvað af myndum líka.




04.04.2008 10:03

Bloggið var bilað.. ég er alveg að standa mig

Jæja núna var bloggkerfið að stíða mér, það var verið að setja upp nýja útgáfu og ég bara komst ekki inn til að blogga. Ég er búin að finna út úr þessu núna, þarf víst að fara inn í gegn um aðra síðu.

Síðasta færsla var um Ótta Eiðsson, hann er á Baugsstöðum og hefur það gott. Sjöfn.. ef þú ert að fylgjast með þá ertu ekki enn búin að senda mér reikningsnúmer í sms svo ég geti greitt fyrir fóðrunina  Ég er í fríi um helgina og ætla að reyna að fara austur að kíkja á hann á sunnudaginn. Það þarf að sýna honum spottann góða og snerta fætur og svona. Eins þarf hann að fá ormalyf.

Af tamningum er allt gott að frétta, það gengur vel með Byltingu. Lilja teymdi hana með sér í fyrradag og það gekk eins og í sögu. Lilja kom svo og leiðbeindi okkur aðeins í gær við hesthúsið. Þetta gengur vel, hryssan er sko ekki vitlaus. Hún er að byrja að átta sig á beygjunum og hvernig þetta allt virkar. Það var ótrúlega skemmtilegt í gær þegar ég gat stýrt henni þangað sem ég ætlaði að fara og hún aktaði það vel, hún var að skilja til hvers var ætlast af henni og framkvæmdi það. Þetta var í augnablik eins og ég væri á tömdu hrossi  Það er nú gott að hafa svona Lilju sér til aðstoðar sem gefur manni fínar leiðbeiningar. Ég tími nefnilega ekki að láta hryssuna frá mér, ég get gert þetta sjálf þar sem hún er svo stabíl, ég þarf bara smá aðstoð. Það styttist í það að maður fari að ríða henni fyrir alvöru.. vá hvað ég hlakka til!

Myrkvi Kjalarsson stóri bróðir Ótta og Drunga kom í bæinn á sunnudaginn síðasta. Ég vildi fá hann suður og var svo heppin að fá auka pláss í húsinu hjá okkur Byltingu. Ég bað Kristján að láta mig vita með ferð suður, sem hann gerði, en með mjög litlum fyrirvara! Ég hringdi í Signýju og hún og Magnús gátu reddað þessu fyrir mig. Þau sóttu folann út í Laxárdal og keyrðu hann heim að Syðra Hóli þar sem hann beið eina nótt á húsi. Mikið er gott að hafa fólk að sem er tilbúið að hlaupa undir með manni þegar manni vantar aðstoð. Ég vona svo sannanlega að ég geti aðstoðað þau sjálf seinna. Takk fyrir mig!

Mín vandræði með Myrkva voru fleiri. Ég var að vinna síðustu helgi og gat því ekki tekið á móti honum þegar hann kom í bæinn. Atli ætlaði að bjarga þessu en var svo kallaður út í vinnu, þá vandaðist málið. Lilja var í Víðidal með krakkana á æskunni og hestinum og hver átti að taka á móti honum. Nú var kominn tími til að Raggi hugsaði um folann sinn! Ég hringdi í Ragga og bað hann að redda þessu sem var ekkert mál en hann vissi ekki einu sinni hvar hesthúsið mitt var. Bíllinn kom svo rétt fyrir níu og Raggi tók á móti Myrkva og henti honum út í gerði og sótti mig svo í vinnuna. Þegar við komum að hesthúsinu var fólk í gerðinu mínu að skoða folann. Þau vorkenndu honum svo mikið að vera aleinn úti og slökkt í húsinu og enginn við. Það er gott að vita til þess að fólk spáir í aðra í kring um sig. Ég gekk beint að folanum og heilsaði upp á hann. Hann er alltaf jafn ljúfur. Ég fór svo inn í hús til að sækja múl á hann en hann kom bara á eftir mér inn í hús! Ég opnaði stíuna hennar Byltingar og hann labbaði inn og byrjaði að éta! Merkilegur foli, bara alveg eins og taminn!

Bylting er auðvitað prinsessa og hefur átt sína stíu út af fyrir sig. Hún hefur greinilega haft það of gott því Myrkvi fékk ekki fínar móttökur hjá dömunni! Hún var sko ekki sátt við að það kæmi einhver inn til hennar og hvað þá að hann ætlaði að fá sér hey og vatn! Hún var ótrúlega leiðinleg við hann svo ég þorði ekki annað en að koma aftur í hesthúsið fyrir svefninn og kíkja á stemmninguna. Þetta endaði svo að ég batt Byltingu og með vatn í fóðurdallinum og Myrkvi fékk hinn stallinn og nóg að éta. Fýlusvipurinn á hryssunni var algjört met! Hún var svo hneyksluð að það stóð utan á henni! Hún var búin að éta heila kvöldgjöf og var því ekkert að deyja úr hungri. Svona erum "við" eins og Atli segir alltaf.. baneitraðar!

Í dag eru þau perluvinir þó svo að Bylting sé ákveðnari og stjórni. Þau hneggjast á milli ef annað er tekið út.. voðalega sætir vinir. Þau halda hópinn í gerðinu og Myrkvi getur bara ekki verið án hennar held ég. Ég tók Byltingu upp á stétt í gær og lagði á hana, á meðan hékk Myrkvi við hliðið. Hann ætlaði að fylgja henni inn en fékk ekki svo hann bara beið og fylgdist með.

Ég er byrjuð að taka upp fætur á Myrkva og núna fer ég að dunda meira í honum. Hann verður járnaður og svo er það bara skóli lífsins. Ég stefni nú ekki á að gera hann reiðfærann en ég ætla að fara á bak og kenna honum eitthvað áður en hann fer út aftur. Bylting er aftur á móti mun þroskaðri og vöðvafylltari og ég treysti henni í mikið meira. Hún er nú líka bara að fitna í góðærinu í hesthúsinu. Það fær nú kannski að renna af henni aftur þegar ég fer að ríða henni fyrir alvöru.

... í vinnslu
  • 1
Antal sidvisningar idag: 404
Antal unika besökare idag: 138
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175398
Antal unika besökare totalt: 24354
Uppdaterat antal: 6.5.2024 07:51:02

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar