Mánaskál

Blogghistorik: 2011 N/A Blog|Month_11

28.11.2011 17:58

Veðurblogg

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að búa í sveit emoticon 

Það var búið að vara mig við slæmu veðri hérna á þriðjudag.. einfalda ég tók því bara sem heilögum sannleik og því kom veðrið mér á óvart sem blasti við mér í morgun. Ég lagði ekki í að fara á fólksbílnum í vinnuna svo jeppinn fékk hreyfingu. Veðrið var vægast sagt ógeðslegt og á leiðinni í vinnuna var ég farin að spá í því hvort ég væri sú eina sem hefði farið út úr húsi í morgun. Veðrið var nú alveg þess legt á Skagastrandarveginum emoticon svo fór ég nú að mæta bílum svo það voru þá allavega fleiri bjánar á ferð en ég emoticon Við Þórdís komumst loks í vinnuna, vorum meira en tvöfalt lengur en vanalega en komumst þó. 

Mér stóð ekki alveg á sama með allt þetta veður, það var bara alveg blint í morgun og ekki gæfulegt að þurfa að stoppa margsinnis úti á vegi því maður sá ekki húddið á bílnum.

Ég ákvað að fara snemma heim úr vinnunni, fór rúmlega þrú, þar sem mér var sagt að það væri nú meiri hálka og ég ætti að reyna að drífa mig heim áður en það færi að hvessa en það á að auka mikið í vind. Ferðin um Skagastrandarveginn var mikið betri á heimleiðinni, því það var ekki svona blint eins og í morgun.

Það var dálítill þæfingur á Mýrarbrautinni en ekkert mál samt en Skodi hefði átt í smá vandræðum með þetta held ég. Ég hitti Sindra á Neðri Mýrum við afleggjarann hans þar sem hann var að moka snjó af veginum með traktornum. Það var ágætt að vita að hann var með símann í vasanum ef ég myndi lenda í vandræðum.
 
Þegar ég kom að afleggjaranum okkar var semi þokkalegt veður og ég sá að Bylting, folaldið og Vaka voru undir hólnum beint á móti afleggjaranum okkar. Þær voru orðnar innlygsa þar á milli skurða þar sem ég held að þær fari ekki yfir þessa skurði þegar það er búið að skafa svona mikið. Þau stóðu í mjög djúpum snjó og ég hafði áhyggjur af því að það færi allt á kaf þarna undir hólnum og þau kæmust ekki í burtu. Ég var með múl í bílnum svo ég sótti hann og ákvað að freista gæfunnar að ná annari merinni og teyma þær yfir girðinguna. Viti menn ég náði Byltingu sem ég hef aldrei náð úti fyrr. Það er eins og hún hafi viljað láta bjarga sér. Ég tók strauminn af í gær svo ég gat losað vírana úr einangrurunum og trampað vírinn niður undir snjóinn sem var nógu þéttur til að halda vírunum. Ég náði svo að teyma Byltingu yfir girðinguna og Vaka og folaldið eltu. Þau eru semsagt komin á gjöf líka þó að það hafi ekki verið ætlunin að Vaka færi á gjöf!  Hin reiðhrossin og Hugsýn eru á betri stað í girðingunni en þau eru í skurðstykkinu við veginn svo ég hef engar áhyggjur af þeim. En ég vil nú samt fá Hugsýn á gjöf líka þar sem hún er jú vonandi fylfull. Um leið og ég sleppti hryssunum varð veðrið vitlaust aftur! 

Þá var að koma sér heim! Ég keyrði upp afleggjarann en komst ekki nema að gamla hliðinu. Ég var að vona að ég kæmist nógu langt til að geta snúið við og haft bílinn í réttri aksturstefnu fyrir morgundaginn en það var ekki svo gott. Ég þurfti því að bakka allan afleggjarann til baka sem tók langann tíma með mig hálfa út úr bílnum því ég sá ekki neitt. Ég skildi semsagt bílinn eftir niður við hlið. Þá var að koma sér uppeftir. Þórdís var sofandi allan þennan tíma en var núna að rumska. Hún fór að gráta og það gekk ekkert að hugga hana. Ég var með matvörur með mér sem ég setti á snjóþotu og ætlaði að draga á eftir mér þar sem ég vissi að Þórdís gæti ekki verið á snjóþotunni í þessu veðri, ég yrði að halda á henni.Þórdís var mjög hrædd í þessum byl og það var mjög erfitt að halda á henni og draga snjóþotuna í þessari færð því snjórinn var ansi djúpur. Ég varð því að skilja þotuna eftir með matnum og halda á barninu heim. Ég kom gjörsamlega andlaus heim á hlað og klofaði yfir skaflinn við útidyrahurðina. Týri minn var rosalega glaður að sjá okkur eins og alltaf! Síminn hringdi og hringdi og það var Sindri að gá að okkur. Það er flott að eiga góða nágranna emoticonÉg fór svo út að ná í þotuna með vasaljós því það var farið að dimma töluvert. Þegar ég kom upp var komið að því að fara aftur út, í þetta skipti að kíkja á rafstöðina. 

Núna er ég bara dauðfegin að vera komin heim og inn! :) Hér er hlýtt og gott og nóg til af mat ef illa fer hehe.

27.11.2011 21:41

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Þá er aðventan gengin í garð og vonandi verður hún bara notaleg og fín. Veðrið hefur verið mjög gott undanfarið og vonandi verður það gott áfram. Það spáir reyndar einhverjum leiðindum í þessari viku en það er bara spá, þarf ekki endilega að hafa neitt með veðrið að gera emoticon Við tökum á því þegar að því kemur!





Það er allt gott að frétta úr sveitinni, bæði af mönnum og dýrum. Hver vikan á fætur annari hverfur og kemur aldrei aftur. Nú styttist óðfluga í jólin og ég ætla sko að hafa það gott að aðventunni þar sem nú eru engin jólapróf að plaga mig! Ég er að vinna í lokaritgerðinni minni en það er ekki sama pressan og þessi blessuðu desemberpróf. Ég reyni samt að nýta dagana og komst t.d. aðeins áfram með verkefnið í síðustu viku emoticon 

Ég er á leið suður í höfuðborgina í þessari viku ef færð og veður leyfa. Þetta verður nú bara stutt stopp en sjálfsagt vel nýtt eins og gerist yfirleitt þegar dreifbýlistúttur koma í bæjarferð. Eins og áður verða bæði Þórdís Katla og Týri með í för. 

Við Þórdís Katla áttum frábæra helgi saman sem hófst á piparkökubakstri í leikskólanum á laugardagsmorgni. Þórdís Katla mætti í nýja jólasveinakjólnum sem amma og afi í Hveró voru að gefa henni.







Seinnipartinn var svo kveikt á jólatrénu á Skagaströnd og við Þórdís Katla mættum þangað líka. Við látum okkur sko ekki vanta þangað sem von er á að jólasveinar láti sjá sig! Þórdís sofnaði í bílnum á leiðinni þangað og var hálf stúrin þegar við fórum út.Hún var lengi vel hálf feimin en svo þegar hún fann vinkonu sína af leikskólanum varð þetta rosalega gaman! Þær leiddust saman í kring um jólatréð.. algjörar dúllur! Birgitta vinkona þeirra var líka á svæðinu en hún er fótbrotin svo hún þurfti að horfa á. Jólasveinarnir komu svo í heimsókn og gáfu börnunum poka með gotteríi og gengu í kring um jólatréð. Við leigðum okkur svo eina DVD og sátum saman á laugardagskvöldi og horfðum á Rio og fengum laugardagsgotterí emoticon

Þórdís Katla og Sigríður Kristín 


Í dag fórum ég svo í eftirlitsferð, bæði í rafstöðvarhúsið og upp að inntakinu og það lítur allt glymrandi vel út. Ég hafði með mér myndavélina og tók nokkrar myndir í leiðinni.







 Þórdís kom svo með mér að líta á hrossin og hún fékk far á snjóþotu sem var sko æðislegt að hennar mati! Hún skemmti sér konunglega á þotunni á sinni á meðan mamma dró.




hrossin komu á móti okkur

Þegar vi'ð komum til hrossanna varð myndavélin mín rafmagnslaus emoticon Ég sem ætlaði loksins að mynda hrossin og veðrið var frábært í það. Ég verð bara að grípa næsta tækifæri í það.

Ég ákvað að taka hana Grímu og Bratt fósturson hennar heim í dekur. Það er svo gott að eiga við hana Grímu að ég labbaði bara út í stykki með múl og sótti hana og Bratt og labbaði með þau heim. Síðan sótti ég traktorinn og náði mér í eina rúllu út í stæðu og opnaði fyrir þau. Þetta gat ég sko allt sjálf og er ógurlega montin emoticon ég hef nefnilega látið Atla um það að gefa en þar sem ég er grasekkja þá gekk ég bara í málið sjálf. Og svona til að monta mig aðeins þá lenti rúllan alveg eins og til var ætlast og ég notaði traktorinn til að taka plastið ofan af henni.. alveg eins og Atli gerir alltaf emoticon Það er nú samt eins gott að það var enginn til að fylgjast með aðförunum emoticon Gríma og Brattur eru allavega komin með hey svo það eru allir sáttir. Hinar hryssurnar fara að koma á gjöf líka en það bíður þangað til Atli kemur heim og getur aðstoðað mig í þessu öllu saman.

Ég myndir af hrossunum við fyrsta tækifæri! 

Nú styttist í að ég fari að taka Drunga og Vöku á hús og hlakka ógurlega til! Bóklegi hlutinn af knapamerkjunum er búinn svo nú er ég tilbúin í verklega jíhaaa emoticon Ég er ekki enn búin að ganga frá kaupunum á nýju hryssunni "minni" svo það verða engar fréttir um hana að þessu sinni.. vonandi næst! 


13.11.2011 17:14

Haustið í öllu sínu veldi

Jæja núna er ég eiginlega farin að skammast mín fyrir fréttaleysið. Ég er búin að vera ferlega löt við að setja inn fréttir en það er aðallega því ég hef ekki verið nógu dugleg að setja inn myndir.. þá gerist ekkert á fréttasíðunni heldur.

Það er orðið svo langt síðan síðustu fréttir litu dagsins ljós að ég gleymi örugglega einhverju. Ég lofa að taka mig á og fara út með myndavélina á morgun og vera svo dugleg að hafa hana uppi við. Það hefur verið nóg að gera í vinnunni. Í síðustu viku fór ég til Reykjavíkur á fund og á námskeið. Í kjölfarið tók ég mér frí í vinnunni og stoppaði yfir helgi fyrir sunnan. Við Þórdís og Týri fengum gistingu hjá Dagnýju og Sigga og það fór ósköp vel um okkur. Þórdís fór svo í pössun í Hveragerði til ömmu og afa en ég nýtti helgina eins vel og ég gat í lokaritgerðina mína. Já mín er sko byrjuð að skrifa og gengur vel fyrir utan það að finna tíma í þetta. Það er að koma mynd á ritgerðina en það er ansi mikil vinna eftir í þetta.

Þegar við Þórdís komum heim á sunnudeginum var ég nú ákveðin í að halda áfram með skrifin fyrst ég var komin á gott skrið en þegar ég kom inn í hús tók á móti mér lykt sem ég kunni ekki við. Þegar ég fór niður til að athuga málið steig ég inn á parket sem dúaði undan mér.. frábært, hérna hafði allt farið á flot. Fremsta herbergið í kjallaranum var þakið vatni og það hafði komist fram á gang og eyðilagt parketið. Ég taldi mig nú samt frekar heppna því í herberginu var svosum ekkert sem ekki mátti blotna. Ég fór bara í það að ausa vatni í fötur og hlaupa með út því niðurfallið í kjallaranum virkaði ekki emoticon. Ég gat því ekki notað vatnið og eina sem mér fannst koma til greina var að frárennslið frá húsinu væri stíflað vegna snjós. Þetta kvöld var því pissað úti og ekkert uppvask.

Þegar ég kom heim úr vinnunni á mánudag var niðurfallið farið að virka.. ég var mjög glöð með það. Ég lét renna lengi úr krananum í eldhúsinu og viti menn, það kom ekkert vatn upp úr niðurfallinu. Til að halda upp á þetta skellti ég í þvottavél.. og viti menn.. kjallarinn fór á flot emoticon ohh vandamálið var semsagt ennþá til staðar. Ég tók því fram föturnar aftur og jós og jós vatni. Þvottavélin dældi af sér nokkrum sinnum og alltaf þurfti ég að fara niður og halda áfram að ausa vatni. Svo þegar þetta var nú allt saman liðið hjá kveikti ég á kertum og ætlaði að setjast niður og skrifa smá í ritgerðinni minni emoticon .. ég mundi þá eftir þvottinum í þvottavélinni og ákvað að fara niður með hann í þurrkarann. Mér til mikillar "hamingju" var kjallarinn aftur á floti!! Nú var ég búin að fá nóg, þetta var semsagt að koma að utan og kvöldið mitt var ekki búið! Ég hélt áfram að ausa og ausa og þegar ég horfði á vatnið koma jafnóðum upp um niðurfallið þá hringdi ég í nágranna minn og bað um aðstoð. Sindri á Neðri Mýrum kom til mín og hjálpaði mér að moka upp rörið frá húsinu. Sem betur fer hófst það og stíflan losnaði, ég hefði annars verið uppi alla nóttina að ausa vatni. 

Ég á nú svo mikið af góðum nágrönnum að Magnús á Syðri Hóli kom svo í vikunni og skipti um rafgeymi í jeppanum fyrir mig. Það var svosum ekki að spyrja að því að svona í tilefni af því að Atli væri að heiman þá gerði snjó og jeppinn stóð rafmagnslaus úti á hlaði.. frábært.. eintóm hamingja hjá mér emoticon

Við fórum svo aftur suður í vinnuferð í þessari viku, aftur var það fundur og svo námskeið. Við Þórdís og Týri vorum hjá mömmu og pabba í þetta skiptið en fröken Samba fjárhundur verður bara að venjast því að í fjölskylduna er kominn annar hundur og það má ekki drepa hann.. sama hversu mikið hana langar til þess. Mamma og pabbi komu svo norður núna yfir helgina og fröken Samba var með í för. Helgin gekk nú mikið betur en ég átti von á svo ég hef engar áhyggjur af þessu lengur. Þau verða ágæt saman einn daginn. Þessi tík þarf bara að komast niður af silkipúðanum sínum og átta sig á því að hún er ekki prinsessa emoticon Þórshamar Týri er sko kóngurinn í þessari sveit.

Bóklega námskeiðið í knapamerkjunum eru á fullu um þessar mundir. Ég hlakka orðið rosalega til að fara að byrja á verklega eftir áramót. Ég er búin að finna pláss á Blönduósi fyrir Vöku og Drunga og get ekki beðið eftir því að taka á hús emoticon Þórdís Katla ætlar að vera dugleg að koma með mér í hesthúsið og fara á hestbak. Útigangurinn hefur það gott hérna úti. Næg beit og veðrið frábært eins og er. Það var reyndar skítaveður hérna um daginn en það gleymist fljótt þegar veðrið skánar. Hrossin eru svo mjúk og fín þessa dagana og lyktin af þeim unaðsleg. Ég elska lykt af útigangshrossum.. ég er auðvitað bara svona klikkuð. Folöldin eru stór og spræk. Brattur er reyndar ekki jafn fallegur og Eðall, hann er samt ekki lítill og ræfilslegur en það þarf kannski að dekstra hann dálítið í vetur. Gríma mjólkar enn ofan í hann og þau eru eins og sönn mæðgin. Brattur er líka bara svo frábær karakter að ég held að ég muni ekki kynnast öðru eins folaldi, hann er bara æði emoticon Mér finnst svo frábært að hann kemur til mans og þiggur knús og klór og hreinlega elskar athyglina. Pabbi setti svo rúllugreipina á ámoksturstækin í gær svo núna erum við Þórdís Katla tilbúnar að byrja að gefa þegar tíðin gefur tilefni til þess. 

Ég er aðeins búin að fikta í hestahlutanum á síðunni, en ég mun gefa mér meiri tíma til breytinga síðar. Ég þarf nú að búa til pláss fyrir nýjustu hryssuna emoticon Við Elsa vorum aðeins að missa okkur á Skype um daginn og uppúr dúrnum komu smávegis hrossakaup. Þetta verður formlega kynnt síðar en það er bara gaman að þessari vitleysu. Ég er viss um að við Elsa verðum vel ríðandi hér í stóðréttunum eftir nokkur ár! 

Ég fékk óvæntan gest hingað áðan en bróðursonur afa frá Mánaskál, sem býr á Skagaströnd, kom í heimsókn og ætlaði að fá að sjá rafstöðina hans Atla. Þar sem Atli var ekki heima þá geymdi hann að skoða stöðina og kemur aftur síðar. Atli hefur sko bara gaman að því og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að allir sem hafi áhuga á að sjá stöðina séu velkomnir í hemsókn.

En núna er best að fara að sinna einhverjum húsverkum og setjast svo niður og skrifa emoticon
  • 1
Antal sidvisningar idag: 379
Antal unika besökare idag: 120
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175373
Antal unika besökare totalt: 24336
Uppdaterat antal: 6.5.2024 06:39:31

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar