Mánaskál

28.10.2015 21:54

Nýjar myndir af Sturluhóli

Í gær gerðist heilmikið í húsklæðningunni emoticon

















Svo er útsýnið líka æðislegt 

26.10.2015 21:47

Góður dagur á Sturluhóli

Smiðirnir mættu á Sturluhól í morgun og hófust handa við að raða járninu á húsið. Það er ótrúlegt hvað þetta gengur hratt emoticon Í dag gerðist heilmikið og ég hlakka svo til að sjá útkomuna! Húsið verður glæsilegt! emoticon















Ég hlakka til að sjá hvað þetta verður langt komið eftir daginn á morgun emoticon

25.10.2015 16:52

Blogg dag eftir dag :)

Ég er bara farin að blogga "daglega".. meiri dugnaðurinn emoticon
Ég kíkti á Sturluhól í dag til að kíkja á féð og sjá hvernig gengur með íbúðarhúsið. Atli og Jói frændi hans voru iðnir um helgina og núna er húsið alveg klárt undir járn og þeir byrjuðu meira að segja á þakkantinum emoticon Byggingarfulltrúinn kom í dag til að taka út ullina og smiðurinn mætir í fyrramálið til að byrja að setja járnið á! Spennandi!





Gimbrarnar hafa það gott inni og ég smellti nokkrum myndum af þeim.


Litla grábotnótta gimbrin hennar Söndru sem gengur undir nafninu Sandra þar til Sandra gefur henni nafn. Systir hennar fékk nafnið Diljá (seinna nafnið hennar Söndru).


Skessa Drífandadóttir


Ein af ónefndu Smáhamragimbrunum.


Smáhamra Flekka sem á eftir að fá nafn.


Nýji kollótti hrúturinn.. það er ekkert verið að standa upp samt fyrir myndatökur

Eldri ærnar eru úti við hlöðuna og hafa það alveg gott þó svo að þær séu ekki þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera í hlöðunni í góðri rúllu. Allavega ákvað Grána að koma aftur í girðinguna eftir að hafa stungið af um leið og henni var hleypt út eftir lambadómana.



Fleirum finnst reyndar líka gott að vera hjá okkur.. 



Á heimleiðinni tók ég myndir af bænum okkar og fína dalnum. Ég fæ bara ekki nóg af því.





Þrátt fyrir að það sé kuldalegt í þessu fallega veðri þá er það sko ekki alslæmt. Fröken Nótt finnst snjórinn ekki leiðinlegur.. og gólfunum mínum ekki heldur! Þvílíkur munur þegar hundurinn getur farið út og komið inn aftur.. ennþá hrein emoticon



24.10.2015 21:03

Meira af kindum

Ég lét ekki verða að því um daginn að taka rúnt á Strandirnar til að kaupa mér nokkrar gimbrar. Mér fannst ég ekki vera í ástandi til þess að fara í slíkt ferðalag, gengin eins langt og ég var þá. Nema hvað að svo frétti ég af því í síðustu viku að Jón Heiðar væri á leið á Smáhamra að sækja tvo hrúta og þá langaði mig voðalega að nýta ferðina til að fá 2-3 gimbrar í leiðinni. Því meira sem ég spáði í þetta þá bara varð ég að fara með til að velja sjálf.. og viti menn, ég skellti mér á Strandirnar emoticon Við fórum á hans fræga Subaru Impreza sem hefur farið nokkra hrútaleiðangrana í gegn um árin. Á leiðinni vestur sagði hann mér að hann hafi áður tekið 7 lömb í bílinn svo mér væri óhætt að velja mér 5 gimbrar í þessari ferð.

Þegar á Smáhamra var komið leitaði Jón Heiðar að góðum gimbrum fyrir mig á meðan ég fletti í bókhaldinu. Úr varð að ég keypti 6 gimbrar og þær ásamt hans 2 hrútum voru öll sett í Subaru. Ég bjóst nú ekki við að þetta kæmist allt í bílinn en í bílinn fóru öll þessi lömb og ég þurfti ekki að labba heim.



Af þessum 6 gimbrum sem ég valdi voru 4 með 18 í læri, 2 með 30 í ómvöðva, 3 með 9 fyrir frampart og 3 með 4,5 í lögun. Ein var botnótt og önnur svarflekkótt emoticon og allar kollóttar. Tvær af þeim eru undan hrút sem mér hefur verið sagt að hann sér nýr hrútur á leið á sæðingarstöð í haust en það voru einmitt afkvæmarannsóknir á Smáhömrum þetta haustið fyrir sæðingarstöðvarnar.

Sama dag fékk ég svo nýja kollótta hrútinn minn frá Hraunhálsi heimsendan alla leið á Sturluhól emoticon Aldeilis þjónusta það! Mér líst voðalega vel á hann og hlakka til að sjá hvað hann gefur mér á næsta ári.

Við tókum gimbrarnar á hús 16. okt en þær eldri eiga að vera áfram úti þeim til mikillar undrunar. Þær eru búnar að koma inn og fá smjörþefinn úr gjafagrindinni og skilja ekki alveg afhverju þeim er svo úthýst. Gimbrarnar eiga að fá að vera einar um góssið og hafa það gott þar til þessar eldri koma inn.




Stefán dýralæknir kom á föstudaginn og bólusettið lömbin við garnaveiki. Sjálf erum við búin að bólusetja við öðru sem þarf og merkja lömbin. Atli og Jón Heiðar græjuðu líka réttina í einum grænum svo við gátum nýtt ferðina hjá Stefáni. Við smöluðum hrossunum saman og létum sprauta allt með orma- og lúsalyfi. Einnig var litið yfir hófa. Hér er því allt að verða komið í stand fyrir veturinn og þetta litla barn sem ég geng með getur farið að koma í heiminn. 


Ég tók því miður engar myndir af hrossunum en bæti úr því flljótlega eftir að ég verð búin að létta á mér. Ég var nú samt glöð að sjá að Hugulsemi mín er enn jarpvindskjótt og þú hún sé ekki sú fallegasta þá allavega töltir hún voða fínt emoticon

Fröken Brá frá Hraunhálsi er reyndar inni og fékk líka tékk hjá Stefáni í þessari ferð en hún var með eitthvað ógeðslegt kýli í andlitinu sem við stungum á um daginn. Hún er núna í sýklalyfjameðferð.



Atli er enn á fullu í húsinu á Sturluhóli og keppist við að klára áður en barnið fæðist og veturinn skellur á. Járnið og efnið í þakkantinn kom í síðustu viku og við erum farin að sjá fyrir endann á þessu.



Smiðurinn kemst ekki fyrr en eftir helgina til að byrja að setja járnið á húsið svo Atli notar tímann til að undirbúa þakkantinn. Hesthúsið lítur því út eins og smíðaverkstæði um þessar mundir.





Ég er núna gengin rúmar 39 vikur og settur dagur er næsta miðvikudag (28.október). Ef allt verður samkvæmt áætlun þá förum við suður á fimmdudaginn (og ég ætla að fæða á föstudaginn). Á meðan ég næ að halda í mér lítur út fyrir að járnið komist á húsið áður en  nýja prinsessan mætir á svæðið emoticon Ég hlakka rosalega til að sjá útkomuna.. já og létta á Atla í þessu öllu saman. Hann hamast og hamast við að klára þetta og vill örugglega gjarnan fara að slaka á.

Á meðan við dveljum í Reykjavík fær Þórdís Katla að vera gestanemandi í bekk hjá Sigríði vinkonu sinni sem var í Höfðaskóla en byrjaði í Hvassaleitisskóla í Reykjavík í haust. Þetta verða eflaust skemmtilegir dagar hjá þeim vinkonunum og mikið sport emoticon Íris Björg getur því miður ekki fengið að vera gestur á Hjallaleikskóla í Reykjavík svo við foreldrarnir verðum að hafa ofan fyrir henni þessa daga emoticon Það verður reyndar bara gaman líka.

10.10.2015 21:39

Kindablogg

Á fimmtudag fórum við með féð heim að Sturluhóli en það var búið með nýræktina á Mánaskál og meira til. Planið var að fá Bjarka á Breiðavaði með smalahundana sína til að smala þessu á kerrur eða fjárvagn en svo ákváðu Atli og Jón Heiðar að þeir gætu alveg smalað þessu sjálfir út í Balaskarðsrétt. Ég verð að viðurkenna að ég var með smá fiðring í maganum þegar þeir fóru af stað með féð á milli. Ég var pínu smeik um að þetta færi allt út um allt og þeir misstu þetta frá sér. Þetta gekk nú samt (auðvitað) mjög vel en það var samt merkilegt að þrjár ær hálf gáfust upp á þessari stuttu vegalengd. Það segir mér kannski að þær hafi haft dálítið mikið að éta á Mánaskál og væru kannski orðnar hálf þungar á sér! Við keyrðum svo fénu úr réttinni á hestakerrum emoticon

Atli og Jón Heiðar voru búnir að græja hlöðuna undir vigtun og flokkun en nýja fjárvogin mín var einmitt prufkeyrð þarna. Mér hálf brá þegar fyrsta kind inn í boxið ætlaði eiginlega ekki að passa inn í hana. Það þurfti allavega að ýta duglega á eftir henni! .. en flestar runnu nú ágætlega í gegn. Bæði ær og lömb voru vigtuð og nú á að vigta reglulega til að fylgjast með fóðrun og vexti þeirra emoticon Maður verður nú að vera duglegur að nota græjuna fyrst það er búið að fjárfesta (já þetta er eiginlega fjárfesting) í svona græju fyrir örfáar kindur.





Á föstudag mætti Anna Magga með sónargræjuna og stigaði lömbin. Ég er svo furðuleg að ég læt dæma allt, bara svona til að hafa fleiri tölur í fjárvís til að grúska í emoticon Mér finnst allt í lagi að leyfa sér svona sérviskur þegar maður á ekki fleira fé en þetta, ráðunautinum fannst samt dálítið skondið að dæma fleiri hrúta en gimbrar, yfirleitt er það öfugt og munar líklega heilmiklu á fjölda.

Við dæmdum 24 hrúta og fengum úr því 5 hrúta með 85-85,5 stig. 6 hrútar fengu 18 í læri og 8 hrútar mældust með bakvöðva frá 30-34mm.

Við völdum hrúta undan Saum og Kölska til ásetnings. Saumsonurinn er gemlingslamb, undan Garradóttur sem ég keypti frá Fáskrúðarbakka síðasta haust.

Hann fær nafnið Nagli og hans dómur var
 50 kg - fót. 101, ómv. 34, ómf. 2,4, lögun 4,0. 8-8,5-9-9-8,5-18-8-8-8,5 alls 85,5 stig.

Kölskasonurinn er undan ær frá Hraunhálsi sem við keyptum 2012 þegar við byrjuðum sauðfjárbúskapinn. Þetta er í annað skipti sem við setjum á hrút undan þessari ær en hún átti ásetningshrút í fyrra líka undan Salamon. Kölskasonurinn fær nafnið Satan og hans dómur var

46 kg - fót. 103, ómv. 30, ómf 3,4, lögun 4,0. 8-8,5-9-9-9-18-7,5-8-8,5 alls 85,5 stig.



Hér eru nýju lambhrútarnir. Satan hægra megin og Nagli vinstra megin. Á bað við þá er svo Órói Salamonsson, stóri bróðir Satans. 

Svo er ég búin að festa kaup á einum kollóttum hrút frá Hraunhálsi á Snæfellsnesi. Ég á eftir að sjá hann en hans dómur er 51 kg, fót. 110, ómv. 30, ómf. 3,0, lögun 5,0. 8-8,5-8,5-9-9-18,5-8-8-8,5 alls 86 stig. Hann er undan Kroppsyni og Sigurfaradóttur.

Við létum svo dæma allar 20 gimbrarnar okkar þrátt fyrir að sumar væru nú ansi litlar og léttar emoticon  Það var t.d. búið að lofa einni frænku að fá að eiga eina grábotnótta gimbur sem hún sá fæðast hér í lok sauðburðar. Sú gimbur var svo ekki nema 28 kg en fékk samt dóm eins og hinar og verður sett á sem smálamb. Maður verður víst að standa við stóru orðin. Gimbrin á móti þessari títlu var líka lítil, vigtaði 32 kg en hún mældist samt með 27 í ómvöðva sem mér þykir bara ótrúlega vel gert fyrir svona lítið dýr.

Svo kom að því að slátra og keyrði Atli lömbin á Blönduós til slátrunar á föstudagsmorgun. Allan daginn beið ég svo eftir vigtarseðlinum eins og smákrakki að bíða eftir jólunum emoticon Um kvöldið kom svo loksins niðurstaðan og hún var bara fín. Við sendum 25 lömb (26 með hrútnum sem fór um daginn) og var meðalvigtin 17 kg - fita 6,77 og gerðin 10,88. Alls fóru 5 lömb í E flokk, 17 lömb í U flokk, 2 í R flokk og 2 í O flokk.

Við sendum 3 ræfla sem voru 29 og 30 kg. Tvö af þeim voru litlir seinbornir þrílembingar og það þriðja var líklega undanvillingur með lungnabólgu í þokkabót. Tvö af þeim flokkuðust í O og eitt í R. Svo fór einn hrútur undan Aþenu hennar Þórdisar og Drífanda í R flokk. Mér finnst Drífandi ekki hafa verið að gera sig hjá okkur þetta árið. Aftur á móti var ég ánægð með Kölska. Ég fékk undan honum 4 hrúta og fengu 3 þeirra 18 í læri. Ég var líka ánægð með Saumslömbin mín. Hrúturinn sem var settur á undan honum og var með þykkasta bakvöðvann og einnig var gimbrin með þykkasta bakvöðvann (og 18 í læri) undan honum. Ég fékk tvær aðrar gimbrar undan honum undan frekar lakri kind og þær stiguðust líka ágætlega emoticon

Það var nú smá metingur á milli okkar Atla núna um það hvort hrúturinn hans eða minn hefði gert betri hluti þetta árið. Hrúturinn "minn" (reyndar Þórdísar) var settur á sem aðalhrútur en Atli valdi svo flekkóttan Salamonsson sem varahrút. Hann fékk svo notkun líka. Atli má bara vera sáttur við sinn hrút en hann skilaði tveimur E hrútum en minn bara einum E hrút. Mér sýnist líka í fljótu bragði að hans hrútur hafi líka skilað betri lærum og baki en minn emoticon Ég held að Atli ætli að nota hann eitthvað í ár líka.

Framkvæmdir við íbúðarhúsið á Sturluhóli ganga vel. Atli og Jói frændi hans eru að vinna í því að klára að setja járn utan um glugga og horn og allt það sem þarf áður en hægt er að setja járnið utan á kofann. Vonandi verður hægt að mæla fyrir járninu í byrjun vikunnar og svo raða því á nokkrum dögum síðar! emoticon




Allt að gerast emoticon

Veðrið í dag var alveg dásamlegt. Stelpurnar komu með mér á Sturluhól og Íris Björg var í essinu sínu að sulla í pollum! og stóra systir náði alveg að bleyta sig líka!







Brynja Pála og Guðrún Árný komu norður um helgina með mömmu og pabba. Þær voru settar í að spekja hrútana emoticon Það verður að hafa þá spaka emoticon



Nú er ég hætt að vinna enda ekki nema rúmar tvær vikur í setta dag. Næstu daga verður væntanlega farið í gegn um barnaföt og eitthvað þannig sniðugt en sjálfsagt verður líka hangið áfram í fjárvís! .. nú þarf að fara að skipuleggja fengitímann! emoticon Það er nú meira hvað maður getur verið jarmandi.

20.09.2015 17:18

September æðir áfram

Haustið ætlar að fara jafn hratt og það kom, allavega æðir september mánuður áfram þó mér finnist hann vera nýkominn.

Það voru göngur og réttir hérna fyrstu helgina í september. Ágúst Unnar systursonur minn kom ásamt Benedikt vini hans og svo mættu bestu tengdaforeldrar í heimi ásamt Brynju Pálu frænku hans Atla. Ég hafði því þrjá unglinga til að hlaupa og sendast fyrir mig og ég get ekki sagt annað en að ég kunni mjög vel við það. Á föstudeginum hjálpuðu krakkarnir til við að smala heimalöndin á Sturluhóli. Brynja Pála fékk að fara ríðandi með Gísla en strákarnir þurftu að láta sér duga að hlaupa. Þeir fengu þó að leika sér á fjórhjólinu og voru bara ánægðir með það held ég.





Á laugardag fór Gísli á Sturluhóli í göngur fyrir óléttu konuna. Féð kom svo niður í réttina milli Balaskarðs og Mánaskálar og þar fengum við stærstann hluta af okkar fé. Unglingarnir mínir sáu um að draga fyrir mig og eina sem ég gerði var að merkja við bókhaldið hvaða skjátur voru búnar að skila sér emoticon Atli kom svo og keyrði umframfé í Skrapatungurétt og svo okkar fé heim að Mánaskál.
Við unglingarnir gerðum líka gagn í þessum göngum en þau stóðu vörð niður við veg til að passa að féð myndi fara með fjallinu í átt að Balaskarðinu frekar en að fara niður á eyrarnar fyrir neðan Mánaskál. Svo tóku þau þátt í að reka féð meðfram hlíðinni og standa í fyrirstöðu við Balaskarðsá.




Heimasæturnar fylgjast með


Aðdáun mætt ásamt fleiri vinkonum

Á sunnudag tóku svo við "aðal"réttirnar í Skrapatungurétt. Ég mætti ásamt unglingunum mínum til að finna afganginn af fénu. Við tókum eina hópselfie að því tilefni.



Ekki fundum við margar skjátur í þessum "aðal"réttum en það varð nú samt að sækja þær. Ég fékk nú meira að segja undanvillings þrílembing sem ég hafði talið af svo það má kannski segja að ég hafi grætt eitthvað.















Sveinbjörg og Gunnar voru svo áfram eftir réttirnar og unnu á Sturluhóli með Atla. Feðgarnir kláruðu að setja grindina á húsið og komust langt í að ulla það og tengdamamma málaði gluggana.










Allt að gerast emoticon

Á laugardeginum fóru feðgarnir ásamt Sigga vini Atla að veiða í Laxá. Ég kíkti svo til þeirra aðeins seinna og ákvað að gera tilraun til að veiða með Atla. Eftir dágóða stund færðum við Atli okkur yfir á annað svæði og stoppuðum við bílinn hans tengdapabba. Atli heyrir þá strax að hann er að kalla á hjálp og rýkur hann af stað að leita að honum. Gunni hafði hrasað og fallið fram af kletti. Hann var í framhaldinu fluttur á Akureyri og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann gekkst undir aðgerðir. Við erum öll ógurlega þakklát fyrir að hann sé enn á meðal okkar því þetta hefði hæglega geta farið verr. Bataknús til þín elsku besti tengdapabbi!

Hér er tengdapabbi í þrælavinnunni með syninum emoticon

Drungi minn var búinn að vera eitthvað veikur undanfarið. Ég varð allt í einu vör við mikla bjúgsöfnun við skaufahúsið sem svo færði sig fram kviðinn. Stefán dýralæknir kom og kíkti á hann og taldi öruggast að gefa honum breiðvirkt ormalyf ef ske kynni að hann hefði náð sér í svæsna ormasýkingu, annars gat hann ekki útilokað að það væri eitthvað alvarlegt að s.s. í lifur eða hjarta. Hann lagði til að við myndum hreyfa hann næstu daga og athuga hvort bjúgurinn myndi renna af honum. Ég er ekki í miklu standi til að ríða út þessa dagana svo við Atli hjálpuðumst að við að teyma hann út um bílgluggann. Greyjið klárinn teymdist ekki vel og þetta gekk yfirleitt frekar hægt fyrir sig. Ég dauðvorkenndi honum að vera að níðast þetta á honum. Eftir nokkur skipti var bjúgurinn þó farinn að minnka og greinilegt að hestinum leið betur. Svo 2 dögum eftir að Gunni slasaði sig og hesturinn hafði ekki verið hreyfður í 2 daga var hann orðinn alveg jafn slæmur og áður ef ekki verri. Ég var akkúrat á leiðinni suður og gat ekki hugsað mér að skilja hestinn eftir svona eftirlitslausan. Ég hringdi því í Gísla á Sturluhóli og bað hann að sækja hestinn fyrir mig og hafa hann á Sturluhóli á meðan ég færi í burtu. Ég ætlaði svo að fá Stefán til að líta á hann einu sinni enn áður en ég tæki ákvörðun um að fella hann. Eftir skoðun hjá Stefáni var ákveðið að láta hestinn fara, að öllum líkindum var hann með lifrarbólgu og hann var orðinn mjög veikur. Sævar á Sölvabakka var akkúrat að vinna á gröfu á Sturluhóli svo hann græjaði holuna og Gísli felldi hann áður en ég kom norður aftur. Ég var ósköp fegin að þetta hafi bara vera yfirstaðið þegar ég kom til baka.


Þórdís Katla á Drunga fyrir líklega rúmum 2 árum

Svo þegar ég var búin að redda því að Drungi færi á Sturluhól þarna á mánudeginum og byrjaði að bera dótið okkar út í bíl kom ég auga á afvelta lamb í nýræktinni. Ég brunaði þangað og snéri því við en það kútveltist bara þegar það ætlaði að æða af stað. Þegar hér var komið við sögu var mér alveg hætt að lítast á að ég færi að heiman, mér fannst að mér væri ekki ætlað að fara. Aftur bað ég Gísla um greiða, að líta eftir lambinu til að vera viss um að það hefði ekki farið beint á hrygginn aftur. Sindri meira að segja leit líka á það daginn eftir. Lambið varð ekki afvelta aftur en það jafnaði sig ekki og fer í sláturhúsið á morgun, á undan öðrum lömbum.

Við stelpurnar komum svo aftur norður úr Reykjavík á fimmtudaginn og Atli og Jói frændi hans komu á föstudag. Þeir eru búnir að eyða helginni í að klára að ulla húsið á Sturluhóli og setja járnið, sem þeir voru að beygja í vikunni, utan um fyrstu gluggana.

 





Á meðan við vorum í burtu mokaði Sævar frá hlöðuveggnum sem lak svo hrikalega síðasta vetur og gerði það að verkum að í leysingum flæddi inn á gólfið undir kindunum. Þegar búið verður að drena þessa hlið og ganga frá þessu ætti að vera þurrt og gott hjá spariskjátunum emoticon



Einnig er búið að moka upp úr skurðum við utihúsin og laga "planið" fyrir framan mjólkurhúsið og framkvæmdir eru enn í gangi emoticon

Núna um helgina voru stóðréttir og ég verð að viðurkenna að í fyrsta skipti þá fór ég hvorki inn að Kirkjuskarði né niður í rétt. Það er bara meira en nóg fyrir mig að vera með stelpurnar og heimilið. Atli fór í morgun í réttina og sótti einn gemling frá okkur með myndarlegan hrút undan Drífanda og held ég að okkur vanti þá ekkert nema Gránu hans Bjarka Rúnars sem er sjálfsagt í fríu fæði með hrútana sína einhversstaðar hjá Sindra á Neðri-Mýrum. Ég er allavega fullviss um að hún eigi eftir að koma í leitirnar.



30.08.2015 08:05

Ágúst að verða búinn

Framkvæmdir á Sturluhóli voru settar á smá bið á meðan Atli fór í burtu í vinnuferð til Bandaríkjanna. Hann hefur aftur á mót ekki stoppað síðan hann kom heim aftur þar sem hann verður ekki heima nema til ca 10 september. Aftur á móti þýðir það að hann á að vera heima í réttunum sem er mjög ánægjulegt fyrir mig emoticon

Tengdapabbi kom síðustu helgi til okkar og eyddi henni í að þétta glugga á Sturluhóli en þeir voru orðnir ansi margir sem láku þrátt fyrir að vera ekki gamlir.





Taka þyrfti rúðurnar úr og skipta um þéttikant, á svona dögum er maður ekki alveg jafn þakklátur fyrir það hvað gluggarnir eru stórir og rúðurnar margar emoticon

Atli kom svo heim á miðvikudaginn og strax á fimmtudag mættu girðingaverktakar á svæðið. Verktakarnir tveir og Atli girtu 1000 m langa girðingu á einum degi og þó Atli minn sé duglegur þá hefði hann nú verið töluvert mikið lengur að þessu ef hann hefði verið einn. Þessir verktakar eru þrælduglegir og ég held að Atli ætli sér að girða aldrei framar sjáflur! 


Nýja fína túngirðingin mín emoticon



Smiðirnir koma aftur í næstu viku til að halda áfram með íbúðarhúsið en þá ætti drenið að vera orðið alveg klárt. Atli, Gunni og Gísli voru ansi duglegir í gær í drenvinnunni og munar svakalega um það að við fengum lánaða smágröfu hjá Bjarka smið og svo er Gísli alvanur gröfukarl.





Grindin er komin á húsið að hluta og ég hef trú á að þetta muni ganga hratt fyrir sig þegar sökkulvinnan verður búin og smiðirnir geta haldið áfram. Ég er sko farin að hlakka rosalega til að sjá útkomuna emoticon

En það eru fleiri verk á dagskrá en framkvæmdirnar á Sturluhóli, heyskapur er t.d. ekki búinn. Atli lagði af stað að slá eftir kvöldmat í gærkvöldi en heppnin var ekki með okkur þann daginn því sláttuvélin bilaði. Atli var eitthvað fram á nótt í viðgerðun á henni en ég er ekki viss hvort það hafðist að laga hana eða hvort við verðum að fara aðrar leiðir til að klára heyskap. Heyskapurinn ætti að klárast í þessari viku. Þá getur maður haldið áfram að láta sér hlakka til lambadóma og haustverkanna.

Skólinn hjá Þórdísi Kötlu byrjaði í síðustu viku og núna er það sko 2. bekkur. Ótrúlegt hvað tíminn líður, sumarið búið og skólinn byrjaður.



Ég tók að gamni mynd af henni á sama stað og þegar hún mætti fyrsta daginn sinn í 1. bekk. Hver veit nema að þetta verði árlegur viðburður sem gaman verður að skoða síðar meir. Myndir af henni teknar með ársmillibili alla skólagönguna emoticon



Íris Björg stækkar líka og dafnar og varð 2 ára þann 16. ágúst. Hún fékk örlitla afmælisveislu hérna heima daginn áður því Atli var að fara í burtu að vinna. 




.. og ís klikkar ekki! Hún elskar ís emoticon

Í dag stendur svo til að tína loksins saman rúllurnar en trakstorinn okkar bilaði um daginn svo það tafðist að hirða þær. Atli fór svo út strax á eftir líka svo þetta þurfti því miður að bíða. Ég harkaði það nú samt af mér í gær að fara og ganga frá endum og merkja rúllurnar svo ég geti sérvalið heyjið ofan í sparikindurnar í vetur. Við erum búin að ná fínum heyfeng í kindurnar og erum að vonandi að klára heyskapinn í hrossinn um þessar mundir emoticon Það verður ljúft.

Sandra Diljá systurdóttir mín er búin að vera staðráðin í því að koma í réttir í haust og finna gimbrina sem hún sá fæðast í sauðburðinum í vor. Við vorum nefnilega svo heppnar að akkúrat á meðan Þórhildur systir og fölskylda komu í heimsókn í sauðburð í vor bar ein tvævetla tveimur gimbrum og önnur þeirra var grábotnótt. Sandra ætlaði að finna þessa gimbur í réttunum og eigna sér hana. Sú grábotnótta hefur sést af og til í sumar og er eins og stendur að stelast í nýræktina okkar. Vonandi verður hún orðin nógu þung í haust til að fá að verða sparigimbur á Mánaskál/Sturluhóli. Þá verður Sandra Diljá sko að finna flott nafn á hana.



Við fengum örfá lömb í lit þetta árið þrátt fyrir að hafa sett á tvo litaða lambhrúta. Ég vona að ég geti leyft mér að kaupa nokkrar góðar lífgimbrar og þá helst í einhverjum lit. Ég er með bæi í huga fyrir þessi kaup en svo er spurning hvernig mér gengur að komast vestur á firði þegar Atli er ekki heima. Ég legg ekki í að fara með stelpurnar í svona flakk, svo er ég heldur ekkert að fara að ragast sjálf í fé eða eitthvað þannig. 

Ég fékk aðstoð við að klippa hófa á hluta af hrossunum um daginn, restin verður klippt aðeins seinna. Jón Heiðar kom og þeir Gísli ráku hrossin heim fyrir mig. 



Hugsýn fær fóstnyrtingu



Ég ætla enn að halda því fram að Hugulsemi sé jarpvindskjótt, ég skoðaði ofan í faxið og þar er grátt. Jón Heiðar er þó ekki sammála mér með litinn því hann segir að þetta heiti rauðvindótt. Ég segi að það sé ekki til, rauður verði ekki vindóttur. Að þessu tilefni var ég spurð spjörunum úr með liti og ég held að ég hafi nú alltaf svarað rétt.. nema að þessu leyti að hans viti.. hann segir rauðvindótt en ég segi jarpvindótt emoticon Hann þekkir mig ekki mikið ef hann heldur að hann geti fengið mig til að skipta um skoðun emoticon


BBQ rauður er þrælmyndarlegur, undan Össu Númadóttur og Byr frá Borgarnesi.



Glóð fékk líka fótsnyrtingu og var svo sónarskoðuð í síðustu viku. Hún reyndist vera með stóru fyli og kastar væntanlega í lok maí á næsta ári. Ég er búin að panta rauðblesótta hryssu emoticon



Orða fékk sömu meðferð og aðrir sem komu inn í réttina þennan dag. Núna styttist í að hún fari í tamningu sem verður bara spennandi að sjá. Ætli það verði ekki fljótlega eftir áramót svona þegar hún er búin að fá tíma til að geldast upp og jafna sig. 

12.08.2015 22:34

Þá er sælan að verða búin

Þá er sælan að verða búin, það styttist óðfluga í að Atli fari erlendis að vinna. Hann hamast og hamast við að klára sem mest áður en hann þarf að fara því næg eru verkefnin. 

Það er útlit fyrir að Atli verði ekki heima í neinum göngum, réttum eða öðru rollustússi þetta árið. Það verður eitthvað! Eins og mér finnst þetta skemmtilegur tími þá er hann líka annasamur og erfiður og það vera gengin 29 vikur er sko ekki að hjálpa til! Ég sé ekki að ég sé sjálf að fara að draga eitt einasta lamb eða hreyfa mig á nokkurn hátt hraðar en að kjaga... en það reddast! Ég verð nú að segja að þó að ég vilji alls ekki að sumarið taki enda (sérstaklega þar sem mér finnst það varla komið), þá hlakka ég rosalega til að fá féð til baka og vigta, dæma, velja ásetning og kaupa lífgimbrar emoticon

Frændur hans Atla mættu í fyrrakvöld til að koma í veiði í Laxá. Þar sem þeir áttu ekki veiði fyrr en seinnipart daginn eftir þá voru þeir drifnir út í vinnu á Sturluhóli fyrripartinn. Þeir kláruðu að rífa upp ónýtu túngirðinguna á Sturluhóli og boltuðu helling af vinklum utan á húsið.



Gísli mokaði meðfram húsinu fyrir okkur og Atli græjaði drenið og einangraði sökkulinn. Það er sko bara unaðslegt að sjá framkvæmdir komnar af stað emoticon

Í vikunni ringdi svo mikið einn daginn að Atli ákvað að vera inni að vinna í staðinn fyrir að vera úti. Hann dreif sig þá í að smíða glugga fyrir nýja "gamla hesthúsið". 




Gluggasmiður með meiru!

Það var ekki lengi verið að vippa fram fjórum gluggum og opnanlegum fögum. Ég meira að segja gat gert smá gagn en ég fúavarði gluggana. Þessum verður væntanlega smellt í húsið við tækifæri emoticon

Þórdís Katla stækkar og dafnar og missti loksins framtönn! Hún er búin að vera að bíða eftir því í dálítinn tíma.



Hin framtönnin hangir svo á lyginni svo hún hlítur að detta úr á morgun eða hinn. Þórdís Katla er að passa framtönnina sem datt úr og ætlar væntanlega að semja við tannálfinn þegar hin dettur líka.

08.08.2015 22:21

Ágúst kominn

Sumarið líður, komið framyfir verslunarmannahelgi en ég ætla að vera áfram með sól í hjarta og lifa í sumri fram í október allavega emoticon

Ég byrjaði að vinna í síðustu viku og þá sumarfríinu mínu að mestu lokið. Ég á eitthvað smátterí eftir en það verður eflaust notað í kring um göngur eða eitthvað þannig. Ekki það að ég haldi að ég get smalað þetta árið eða gert nokkurt gagn en það væri samt fínt að geta átt smá frí á undan eða eftir þessum annasömu dögum. 

Fjárréttir eru í ár 6. september en seinni göngum og stóðréttum var seinkað um eina viku og því eru stóðréttir ekki fyrr en 19. september. Ég sem var svo glöð að loksins lenti septembersýning HRFÍ ekki á réttarhelgi, en jú þá voru stóðréttirnar fluttar yfir á sýningarhelgina. Ég er nú hvort sem er ekki að fara ríðandi með stóðrekstrinum þetta árið og mun ekki eiga nein hross í réttinni heldur svo ég fer kannski bara samt á hundasýninguna eins og til stóð. Það fer nú svolítið eftir ástandinu á Nóttinni en hún er í hárlosi núna og er að verða alsber. Vonandi verður hún komin í flottan feld aftur í september emoticon 

Atli er búinn að vera ofurduglegur undanfarna daga og hamast eins og enginn sé morgundagurinn því það styttist í að hann fari að vinna erlendis. Ansi margt er á dagskrá hjá okkur ennþá og langt liðið á sumarið. 

Við fengum verktaka til að koma og moka meðfram húsinu á Mánaskál svo Atli gæti græjað dren á síðustu hliðinni. Núna getum við aldeilis haldið áfram að klæða höllina okkar heima á Mánaskál emoticon





Bjarki smiður mætti svo í morgun á Sturluhól svo nú má segja að framkvæmdir við klæðninguna á íbúðarhúsinu séu hafnar emoticon Ég hlakka rosalega til að sjá útkomuna, ég held að húsið verði glæsilegt. Atli var með honum í dag að mæla fyrir grindinni og fór svo í að bora fyrir múrboltunum. 


Hér er Atli að bora fyrir múrbolta 1 af 1.100

Undanfarna daga hafa Atli og Jón Heiðar gert kraftaverk á Sturluhóli. Búið er að moka út úr hlöðunni eftir veturinn, og svo handmokuðu þeir út eldgömlum skít sem var á milliloftinu og úr hrútastíunni. Einnig var mokað út undan kanínunum. Atli er líka byrjaður að einangra og klæða veggina í nýja "gamla" hesthúsinu. Um daginn múruðu Atli og Geir í Skrapatungu aðeins í skemmdir á útihúsunum en ég málaði yfir það í dag svo húsið lítur aftur glæsilega út emoticon

Þórdís Katla hjálpaði til við að mála



Nýja "gamla" hesthúsið fer alveg að verða tilbúið. Það er orðið klárt að utan en það er dálítið eftir inní því. Það er allt annað að sjá húsið svona með hvítan neðri part og í kring um gluggana. Vonandi kemur svo fljótlega þak á súrheysturninn því þar höfum við ákveðið að gera kaffistofu emoticon

Þeir félagar réðust líka á gömlu girðinguna meðfram túnunum og rifu hana og settu niður hornstaura. Ég held að ný girðing sé komin á planið og ætti að vera tilbúin fyrir réttir. Þá geta kindurnar komið beint á Sturluhól eftir réttir sem ætti að einfalda ýmislegt fyrir mig ef Atli verður ekki heima þegar það á að dæma lömbin, senda í slátur hús og svo taka á hús. 

Þar sem búið var að moka undan kanínunum þá skellti ég upp aðstöðu fyrir þær á sama stað en með breyttu sniði. Ég gerði þrjár stíur fyrir þær og fékk Lúpus karlinn eina, Ísing og kvenkyns ungarnir eina og svo karlungarnir þá þriðju. 



Ungarnir eru nú orðnir rúmlega tveggja mánaða gamlir og ég tel að ég sé með 2 kerlingar sem ég ætla að halda sjálf en karlarnir 4 eru tilbúnir á ný heimili.

Fyrri sláttur er búinn á Sturluhóli en við eigum eftir að slá smá há þar. Svo er eftir að slá nokkur stykki í hrossin en vonandi verður ekki endalaus vætutíð í ágúst.

Síðustu helgi fengum við góða gesti en þá kom Jói vinur hans Atla í heimsókn með strákinn sinn. Auðvitað voru fjórhjólin sett í gang sem krökkunum (og fullorðnum) leiddist ekki.




Íris keyrði meira að segja alveg sjálf emoticon



Nótt nýtur þess alltaf þegar það eru langir útidagar




Góðar vinkonur þessar tvær

Íris er byrjuð á leikskólanum eftir sumarfrí og allt er að komast í rútínu. Þórdís Katla byrjar fljótlega í skólanum aftur og þá verður þetta allt komið í fastar skorður. Vinnukonan okkar sem er búin að vera hjá okkur síðan í mars fer til síns heima um svipað leiti og það á eftir að koma í ljós hvenær einhver kemur í hennar stað. Ég geri ráð fyrir að vera með einhverja aðstoð í vetur þar sem Atli verður væntanlega mikið að heiman. 



Þetta á allt saman eftir að koma í ljós og alveg á hreinu að tíminn líður sama hvort maður er tilbúinn eða ekki.


29.07.2015 01:04

Hundasýning og fleira

Sumarið æðir áfram en þó er maður einhvern veginn enn að bíða eftir að það komi. Þetta er allt hálf skrítið finnst mér. Hitinn hefur verið ótrúlega lítill það sem af er sumri en auðvitað er maður samt þakklátur fyrir þá góðu daga sem þó hafa komið. 

 
Heyskapur fór af stað 5. júlí sem er mikið fyrr en hingað til. Ég heimtaði að fá úrvalshey í þessar sparikindur sem ég á svo við tókum sénsinn og fórum í heyskap á sama tíma og aðrir óðalsbændr á svæðinu. Við fengum held ég þarna frábært hey fyrir ærnar og ég hlakka eiginlega til að byrja að gefa þeim það emoticon Það var grænt og ilmandi og það lá við að ég smakkaði á því sjálf því mér fannst það svo lystugt! Við slóum nýræktirnar og svo hálft stykki á Sturluhóli í þessari atrennu. 
 
 
Bjarki á Breiðavaði kom og rakaði fyrir okkur
 
Nýræktin á Mánaskál
 
Atli fór til Chicago að vinna í þarsíðustu viku og kom heim á sunnudaginn. Hann er svo mikill bóndi í sér þessi elska að hann fór auðvitað beint í að slá fyrir okkur. Núna voru 2 stykki slegin á Sturluhóli en svo erum við með fleiri stykki bæði þar og heima á Mánaskál sem verða slegin í hrossin aðeins síðar. 
 
Við Iris og Paulette eyddum síðustu helgi í Reykjavík því þá var tvöföld útisýning hjá HRFÍ. Við Nótt látum okkur sko ekki vanta á slíka viðburði og mættum í höfuðborgina á fimmtudagskvöldi. Á föstudeginum fórum Nótt í snyrtingu og ég leit svo við á hvolpasýningunni á föstudagskvöldinu. 
 
Á laugardeginum var Reykavik Winner 2015 og fékk Nótt 1. sæti í opnum flokki með meistaraefni (CK) emoticon og endaði sem 4. besta tík emoticon . Þar með rétt missti hún af eina íslenska meistarastiginu sem var í boði á þessari sýningu en meistarstigið fékk hálfsystir hennar sem náði 3. sæti. Linda sýndi Nótt vel fyrir mig eins og alltaf og þykir mér árangurinn mjög góður þar sem ekki fengu allir hundar náð fyrir augu dómarans í þetta skiptið. Dómarinn tók meira að segja fram í umsögninni að hún hefði verið "well handled" sem alltaf er gaman að fá viðurkenningu á emoticon
 
Linda og Nótt á Reykjavík winner 2015
 
Fyrir svona hundasýningarfíkla eins og mig er frábært þegar hægt er að ná 2 sýningum í einni ferð til Reykjavíkur en það var einmitt þannig nú. Á sunnudeginum var alþjóðleg sýning. Nótt mætti galvösk til leiks, staðráðin í því að ná í meistarastigið eftirsótta.. já eða ég var allavega mjög staðráðin í því emoticon Nótt vann aftur opna flokkinn með meistaraefni (CK) og náði svo að verða 2. besta tík og fá þetta líka æðislega íslenska meistarasig (CAC) sem mig langaði svo mikið í! Auk þess fékk hún vara alþjóðlegt meistarastig (Res-CACIB).  
 
 
Á mánudaginn kom svo Þórdís Katla heim frá Svíþjóð en hún var svo heppin að fá að fara með Tinnu mágkonu og Kormáki syni hennar að heimsækja Höbbu og fjölskyldu í Gautaborg. Ferðin var dekur frá upphafi til enda held ég. Þau fóru í Liseber skemmtigarðinn, Astrit Lindgren garðinn og margt fleira! 
 
 
 
Hryssurnar okkar eru allar komnar heim eftir heimsókn til stóðhesta. Assa fékk við Roða frá Garði þann 28. júní og kom heim eftir sónarskoðun þann 14. Ég sótti svo Glóð til Blæs frá Miðsitju 23. júlí en ég á eftir að láta sóna hana til að vera viss um að hún sé með farþega innanborðs. Hugsýn var svo sótt í gær til Ljósvíkings frá Steinnesi. 
 
Glóð loksins komin í ný heimkynni
 
Hugsýn og Hugulsemi
 
Kanínuungarnir vaxa og dafna og ég þarf nú að fara að læra að kyngreina þá svo þetta fari ekki allt í vitleysu hjá mér :) Það er voða gaman að þessum greyjum. Koma hlaupandi þegar þeu verða vör við mann enda vön að fá eitthvað gott að borða þegar við komum til þeirra emoticon 
 
Ég stefni á að vera með myndavélina á mér næstu daga til að bæta upp fyrir hálfgerða myndaleysið í sumar. Það er svo mikið um að vera hjá okkur alltaf hreint að það væri svo gaman að ná myndum af sem flestum framkvæmdum. Maður er nefnilega svo fljótur að gleyma! 
 
Í dag sett Atli niður nýtt ræsi milli stykkja á Sturluhóli svo það sé óhætt fyrir verktakann að fara með nýju rúllusamstæðuna yfir skurðinn á morgun. Ég fór þarna sjálf yfir gamla ræsið á traktornum í dag, ekki með neina margmilljóna samstæðu í eftirdagi, og ég var með hjartað í buxunum! Ég er því mjög fengin að Atli dreif sig af stað í að laga þetta emoticon  Í gær fóru Atli og Geir "úr Skrapatungu" í múrviðgerðir á útihúsinum á Sturluhóli, meðal allars í "nýja" hesthúsinu mínu sem er alltaf að verða flottara og flottara! Svo stendur líka til að gera ótrúlega flotta kaffistofu/hnakkageymslu þarna emoticon Stundum mætti halda að ég væri dekruð!
 
Við erum búin að fá byggingaleyfið fyrir klæðningunni á íbúðarhúsið á Sturluhóli. Ég get ekki beðið eftir að það verði búið að klæða það! Ég held að þetta verði ógeðslega flott emoticon Við erum í startolunum að panta efni í klæðninguna og svo eru bara nokkrir dagar í að smiðirnir mæti á svæðið! 
 
Á næstu dögum stendur svo til að moka út úr fjárhúsinu, setja nýtt hlið á fjallhólfið okkar og margt fleira! Aldrei verkefnaleysi hér á þessum bæ.

29.06.2015 21:57

Ótitlað

Ég gerði tilraun til að mynda folaldið sem kom í heiminn í gær en hryssurnar voru ekkert á því að hleypa mér of nálægt. Á svona dögum vantar mig Hugsýn mína til að hafa hemil á stóðinu, hún haggast aldrei. Alltaf er hægt að ganga upp að henni og taka hana þó maður svoleiðis sveifli framan í hana múlnum og mæti brauðlaus og allt. Hún stendur alltaf kyrr þessi elska emoticon

Ég smellti nokkrum myndum af öðrum hrossum í leiðinni og þessi 2. vetra Össudóttir er sérstaklega mikið fyrir augað emoticon



Svo loksins stoppuðu þessar drottningar og leyfðu örlitla myndatöku áður en þær æddu af stað aftur.



Atli hamast í að klára að styrkja gamla hesthúsið á Sturluhóli svo hægt sé að setja nýja járnið utan á það en það gerist vonandi á morgun!





22.06.2015 21:07

Jamm og jæja

Jamm og jæja! .. þessi heimasíða er nú bara alveg að deyja út hjá mér. Ég vil endilega reyna að halda henni gangandi enda er þetta minnið mitt, allt sem ég þykist muna er klárlega skráð hér og það eina ástæðan fyrir því að það er ekki gleymt! Það líða orðið margir mánuðir á milli blogga svo það verður alltaf heljarinnar átak að koma sér af stað í að skrifa! Ég nenni aldrei að skrifa neitt nema að hafa myndir með svo það fer eiginlega mesta vinnan í að halda utan um myndirnar. Reyndar verð ég að viðurkenna að undanfarið hef ég bara ekki verið nógu dugleg að taka myndir, ég þarf klárlega að herða mig í þeirri deild. Ég sé að ég hef ekki sett inn frétt síðan í janúar svo ég ætla að reyna að stikla á stóru og segja eitthvað frá vetrinum og vorinu.

Veturinn var í minningunni frekar langur og mikið um leiðinlegt veður. Ég var allavega alltaf að segja vinnukonunum mínum að þetta færi að skána, mér fannst það samt gerast ansi seint. Ég var með eina Hollenska stelpu hérna í nokkrar vikur sem sá held ég varla neitt nema lægðir, þar á eftir kom ein frá Þýskalandi sem er búin að vera hjá mér í 3 mánuði og hún er varla farin að sjá sólardag. Ég held að sumarið sé nú reyndar loksins mætt svo vonandi verður framhaldið gott emoticon 

Sauðburður byrjaði 5. maí eftir mikla eftirvæntingu. Þetta er okkar fyrsti alvöru sauðburður svo þetta var bæði spennandi og strembið. Við samstillum allar ær og lambgimbrar og sæddum. Þessar ungu héldu illa í sæðingum en þessar eldri ágætlega. Vegna samstillingarinnar kom sauðburðurinn því í gusum sem er bæði gott og slæmt. Fyrstu dagarnir voru mjög skemmtilegir, nokkrar sem báru á hverjum degi og alltaf nóg að gera. Svo kom pása í nokkra daga, svo báru nokkrar á nokkrum dögum, svo aftur pása og svo voru þessar síðustu heila eilifð að klára að okkur fannst. 


Þórdís Katla og Anna Rakel vinkona hennar með lamb

Ég var svo heppin að fá hana Brynju Pálu frænku í heimsókn yfir fyrstu sauðburðarhjálpina. Atli var erlendis svo það var gott að fá svona duglega stelpu til okkar. Zanný vinkona var líka boðin og búin svo ég var í góðum málum emoticon


Brynja Pála með eitt af sæðingarlömbunum

Við sluppum við að missa ær en hún Sparikolla varð þó eitthvað veik. Ég veit ekki hvað amaði að henni en ég stalst til að gefa henni breiðvirkt sýklalyf fyrst ég átti það til og hún allavega braggaðist og er enn á lífi úti með flottu gimbrina sína undan Þoku-Hreini emoticon Sú mun heita Spari-Þoka ef hún skilar sér heim í haust.


Sparikolla bíður eftir fóðurbæti

Ein sæðisgimburin undan Drífanda fæddist risa stór og var alltaf eins og skessa við hliðina á öðrum lömbum. Hún fær nafnið Skessa í haust ef hún skilar sér heim.



Ekki voru allir gemlingarnir stórir og miklir svo einhverjir fengu sérmeðferðir og dekur. Hér eru Óvænt, sem kom óvænt í réttirnar sl. haust með móður sinni, og ein af kaupagimbrunum mínum sem hefur bara ekki stækkað nóg í vetur.



Sauðburðaraðstaðan okkar var alveg að gera sig. Við gerðum 8 einstaklingsstíur sem dugði okkur vel enda ekki með nema innan við 40 sem áttu að bera. Svo var notaður hitalampi yfir nýjustu lömbin svo engum yrði nú kalt emoticon




Vinnukonan fékk alveg stundum að setjast niður og fá sér kakó.. en bara stundum emoticon 






Ég varð að taka selfie með Spari-Þoku.. hún verður algjört spari þessi emoticon



Í þessu kalda vori var ósköp gott að hafa mjög rúmt pláss og geta leyft lambfénu að ganga við opið. Stundum voru skáturnar bara settar inn fyrir nóttina. Mér fannst lömbin dugleg að leita inn í skjólið og þessar mömmur gátu bara alveg verið inni með þeim að passa upp á þau í köldustu og blautustu veðrunum.





Þórdís Katla kom reglulega við og tók út nýju lömbin.



Íris Björg er líka mjög áhugasöm um "me" og fannst sko ekki leiðinlegt að halda á lömbunum. 



Lólý systir og fjölskylda gerðu sér ferð hingað norður til að kíkja í smá sauðburð. Þó að það hafi verið fáar eftir óbornar þá fengu þau samt að sjá tvö lömb koma í heiminn. Annað þeirra var grábotnótt gimbur sem Sandra Dilja ætlar að finna í réttunum og eigna sér. Ég er búin að segja henni að hún fengi númerið 261 og hún verði bara að finna hana emoticon Ágúst ætlar líka að koma í haust og hjálpa mér að draga svo Sandra verður að passa að Ágúst finni hana ekki á undan!


Bjarki Rúnar, Ágúst Unnar og Sandra Diljá fylgjast með.



Hér er botna litla (sem ég man ekki hvað Sandra vildi nefna) að fæðast.

Nótt var mikið með okkur í fjárhúsunum og lætur fátt framhjá sér fara, hún er þó ekki endilega með einhverja fyrirferð þó hún kunni það sko alveg líka! 


Nótt á vaktinni

Það voraði svo seint að það þýddi ekkert nema að hafa rúllur hjá fénu þó það væri sett á nýræktina. 



og svo var svarti sparijeppinn notaður sem skjól! .. 



.. og hitt gullið reyndar líka..



Sauðburði lauk svo loksins 12. júní. Við fengum óþarflega marga hrúta miðað við gimbrar en þó bíð ég spennt eftir að fá nokkrar af þeim heim í haust í dóm emoticon Einnig fengum við mikið minna af litum en ég taldi ég hafa samið um við hrútana okkar. T.d. var nú settur á einn flekkóttur en okkur fæddist ekki eitt einasta flekkótta lamb. Hinn hrúturinn er botnóttur og fengum við eina botnótta gimbur og einn botnóttan hrút. 

Á vorin er vanalega beðið eftir folöldunum á þessum bæ en nú í ár létu þau ekkert bíða eftir sér, fyrsta folaldið kom 28. maí en það var hún Assa sem kastaði rauðstjörnóttum hesti undan Byr frá Borgarnesi. Rauður hestur var nú ekki það sem ég hafði pantað en eins og Helga mín í Miðengi segir alltaf þá er rauður hestur betri en dauður hestur emoticon







Byr frá Borgarnesi

Hugsýn mín kastaði svo 4. júní, án þess að ég væri farin að bíða eftir henni. Viti menn.. ég fékk fína skjótta, tvístjörnótta hryssu sem ég stend í trú um að sé jarpvindskjótt emoticon Þessi er líka undan Byr frá Borgarnesi. Hún fékk nafnið Hugulsemi því ég sagði strax í fyrra að nú ætlaði ég að fá jarpvindskjótta hryssu og sú ætti að heita Hugulsemi, það væri jú svo hugulsamt af gömlu minni að verða við þessari ósk. Hún bætti svo við og gaf mér tvær stjörnur. Hún klikkar ekki hún Hugsýn mín emoticon






Nokkrum dögum síðar keyri ég svo fram á Orðu mín að kasta en ég átti ekki von á hennar folaldi fyrr en seint í júní. Eitthvað hefur bókhaldið mitt klikkað eða þá að hún hefur eitthvað verið að flýta sér. Ég fylgdist með köstuninni og átti hún rauða tvístjörnótta hryssu undan hesti sem ég man ekkert hvað heitir en sá er undan Óskasteini frá Íbishóli. Þetta folald er algjört slys en Orða mín stakk af síðasta sumar og fann sér stóðhest, alveg upp á eigin spítur.





Ég ætlaði svo ekki að halda nema einni hryssu en alltaf gerir maður aðeins meira. Ég eignaðist nýja hryssu um daginn en henni verða gerð betri skil fljótlega. Hún var sótt um helgina austur í Landeyjar og fór beint undir Blæ frá Miðsitju 



Hugsýn fór á fimmtudaginn undir efnilega leirljósan fola frá Steinnesi. Sá heitir Ljósvíkingur og er undan Óskasteini frá Íbishóli og Oddsdóttur.



Assa fer svo undir hinn fallega Roða frá Garði



Heimsenda Sumar Nótt varð 2 ára í apríl og mætti í fyrsta skipti í opinn flokk á tvöfalda sýningu Hundaræktarfélagsins í maí. Hún vann opna flokkinn á báðum sýningunum og fékk meistaraefni á sunnudeginum og frábæra umsögn. Ég er voðalega ánægð með þennan voffa minn.





Við gerðum okkur svo ferð suður aftur núna um nýliðna helgi á deildarsýningu Fjár- og hjarðhundadeildarinnar. Sama dag var sýning hjá Deild íslenska fjárhundsins svo við byrjuðum á að hanga þar allan daginn og fylgjast með fínu íslendingunum. Linda vinkona hefur verið dugleg að sýna Nótt fyrir mig og er svo miklu betri í því en ég. Þar sem þessar sýningar voru sama dag var erfiðara fyrir Lindu mína að sjá um okkur Nótt líka, hún hafði eiginlega nóg að gera á sinni sýningu. Ég brá á það ráð að freista þess að fá annan sýnanda fyrir Nóttina því mér leist ekkert á að sýna hana sjálf. Ég var svo stálheppin að fá svakalega góðan sýnanda fyrir hana þó ég hafi ekki haft samband við hana fyrr en samdægurs. Þarna duttum við Nótt í lukkupottinn því Theodóra og Nótt voru hrikalega flottar saman og ég eiginlega hélt niður í mér andanum á meðan þær voru í dómi. Útkoman var dásamleg. 1. sæti í opnum flokki með meistaraefni.



og svo í úrslitum varð hún þriðja besta tík og fékk sitt fyrsta íslenska meistarastig!







Nú bíðum við bara spenntar eftir tvöfaldri útisýningu HRFÍ í júlí emoticon

Atli situr aldrei auðum höndum. Um leið og sauðburði lauk málaði hann útihúsin (og mér finnst það flott sama hvað hann hefur sagt öðrum!) 




Þar á eftir fór hann af stað í að endurbyggja gamla hesthúsið á Sturluhóli.



Ég er ekki frá því að hann haldi svo áfram með húsið mitt heima á Mánaskál þegar hann klárar að loka hesthúsinu emoticon

Við erum enn að bíða eftir að teikningarnar af klæðningunni á íbúðarhúsið á Sturluhóli verði tilbúnar. Það er nú orðið dálítið síðan að þeim var lofað fyrst. Allt þarf þetta svo að fara fyrir byggingarnefnd sem gefur okkur leyfi til að klæða húsið. Í haust á það allta að vera klætt og frágengið! Ég hlakka mjög til að sjá útkomuna. Ég held að húsið verði glæsilegt emoticon

Nú og svo verður fjölskyldan að fá nokkrar línur í fréttunum en stelpurnar bara stækka og dafna. Þórdís Katla útskrifaðist úr 1. bekk með góðum árangri og er komin í langþráð sumarfrí. Þessi dugleg stelpa les, skrifar og reiknar og er altalandi á ensku, hún hefur sko rúllað því upp að byrja einu ári á undan í grunnskóla emoticon



Íris Björg stækkar og verður kröftugri með hverjum deginum. Hún er mjög sjálfstæð og lætur ekkert stoppa sig. Það þarf nú svosum heldur ekkert því hún er svo dugleg. Hún vill helst af öllu vera úti að leika og leiðist ekki að prufa fjórhólið og kíkja á kindurnar okkar emoticon









Svo eru nú víst tíðindi að fjölskyldan stækkar enn frekar í haust en þá bætist við annað systkin í hópinn. Áætlaður lendingardagur er 28. október og það verður spennandi að sjá hvort við fáum þriðju duglegu heimasætuna eða lítinn bróðir emoticon

Ég veit að ég er að sleppa fullt af hlutum en ég ætla að skrifa fljólega aftur og halda áfram að ryfja upp veturinn og vorið.

25.01.2015 23:03

Sveitastörfin

Nú er Merle vinnukona farin frá okkur, hún er reyndar í Reykjavík framyfir helgi en svo heldur hún heim á leið. Hún hélt úti bloggsíðu á meðan hún dvaldi hérna. Þetta er allt á þýsku og ég hef ekki google translate-að þetta ennþá en ég kem því kannski í verk einhvern tímann. Hún tók skemmtilegar myndir og birti með bloggunum sínum. 

Hér er slóðin á síðuna hennar http://gluecklichesekunden.jimdo.com/mein-blog/



Merle langaði í íslenska lopapeysu svo ég Gunna "mákona" prjónaði peysu fyrir hana. Merle valdi sjálf peysuna og litina og mamma verslaði garnið fyrir mimg. Útkoman var æði og Merle var mjög ánægð með hana. 

Hún tók líka æðislegar myndir af stelpunum okkar.







Fallegi dalurinn okkar


Sönnun fyrir því að ég mokaði sjálf upp jeppann um daginn


Freyja að velta sér


Nú hefur Atli verið að heiman undanfarið svo við stelpurnar erum að redda okkur með dagleg verkefni. Við fengum nýja vinnukonu á föstudaginn en sú er Hollensk en uppalin í frakklandi. Hún var eiginlega strax sett í vinnu því ég þarf dálitla aðstoð með stelpurnar svona þegar Atli er ekki heima. Ég er þá ein um að sinna búskapnum emoticon .. en mér leiðist það nú ekkert. 

Nú um helgina er ég búin að yfirfara girðinguna sem hrossin eru í og bæta við streng ýmist undir eða yfir eftir aðstæðum. Ég er að vona að með þessu verði hægt að halda straum á girðingunni. Ég gaf svo kindunum í hlöðunni, hrossunum sem eru úti og setti rúllu inn í hesthús. Ég er ekki frá því að ég sé nokkuð sátt við þessa helgi emoticon 








Ég stenst sjaldan mátið að mynda þessar prinsessur mínar


Hófsemi undan Hvítserk og Hugsýn Kjarvalsdóttur



Aldrei undan Hvítserk og Össu Númadóttur


Þessi litla leikskólaskotta blómstrar emoticon



Nótt er mjög áhugasöm um Lopa kanínu. Ég hef ekki enn þorað að leyfa þeim að hittast laus á gólfinu en það kemur vonandi að því. Hérna er Nóttin að skoða nýjasta vin sinn í gegn um rimlana emoticon





18.01.2015 17:38

Myndir

Síðasta vika leið mjög hratt enda upplifir maður það stundum að það séu ekki nægilega margir tímar í sólarhringnum. Það er samt bara gaman því það er ljóst að manni leiðist ekki á meðan emoticon Það er gott að hafa nóg að gera í sveitinni.

Ég fór aðeins út með myndavélina um helgina en ég er að reyna að taka mig á í myndatökum. Hrossin okkar eru á gjöf á Sturluhóli og hafa það fínt þar.


Hófsemi frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Kjarvalsdóttur



Ég er ánægð með það hvað folöldin eru forvitin. Svo vera þessar tvær Hvítserksdætur okkar teknar inn  og gerðar bandvanar við tækifæri.


Aldrei frá Mánaskál undan Hvítserk frá Sauðárkróki og Númadóttur.


Askja kíkir á Merle vinnukonu


Askja er á öðrum vetri undan Kvist frá Skagaströnd og Númadóttur.


Vörður hennar Brynju Pálu er forvitinn

Hér er hún Lovísa sem er á leið til Þýskalands, hún er ein af gestahrossunum hjá okkur.


Lovsía frá Borgarnesi


Ekta-Von frá Álfhólahjáleigu


Freyja frá Fremri-Fitjum


Ljósbrá frá Hólkoti


Ýla frá Felli er hérna lengst til vinstri en hún er ein af gestahryssunum og folaldið hennar Ljósbrár þar við hliðina.

Þær elstu tvær voru ekkert að fara mikið úr heyinu þó við værum þarna emoticon



Hugsýn mín gamla


Rákin mín

Við Nótt fórum svo í smá göngutúr áðan í frostinu og tókum myndavélina með







Myndavélin var líka tekin með í fjárhúsið emoticon



Þessar tvær eru í einkakró í hesthúsinu og fengu ekki að vera hjá hrút. Sú kollótta kom sér reyndar einhvern veginn í annan hrútinn um daginn svo það gæti nú verið að hún beri í vor. Fósturvísatalningar verða svo um mánaðarmótin febrúar mars en ég er mjög spennt fyrir þeim emoticon


Óvænt og Aldís (sem hefur viðurnefnið Stappa því hún er sístappandi niður fótunum).

Óvænt litla kom af fjalli í september þá ekki nema ca 2 vikna gömul. Hún hefur stækkað alveg helling og verður vonandi að alvöru kind einn daginn emoticon

Já og kanínubúskapurinn gengur enn, kanínurnar eru allavega enn á lífi. 





Svo bættist aðeins í fjölskylduna fyrir helgina en hann Lopi kanína kom til okkar. Hann er reyndar bara heima á Mánaskál enn sem komið er en flytur líklega í hesthúsið til hinna kanínanna síðar.



Nú styttist í að Merle fari aftur heim til Þýskalands og hennar verður saknað. Hún er búin að standa sig svo vel hjá okkur og hún er sérstaklega dugleg að leika við stelpurnar.





Flettingar í dag: 45
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 49
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 172666
Samtals gestir: 23817
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:32:44

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar