Mánaskál

16.07.2011 23:18

Gestagangur og fleira

Það er alltaf nóg að gera í sveitinni hjá okkur emoticon Ég byrjaði í síðustu viku að vinna hjá Svæðismiðlun vinnumálastofnunar á Norðurlandi Vestra sem er á Skagaströnd. Mér líst bara vel á þennan vinnustað og það er gaman að fá tækifæri til að kynnast fólki hérna af svæðinu þar sem maður þekkir jú bara fólkið á allra nærstu bæjum hér í kring. Ég öfunda þó oft Atla og Þórdísi Kötlu að vera í bælinu þegar ég þarf að fara á fætur en að mörgu leiti finnst mér þægilegt að vera í rútínu. Þórdís er alltaf voðalega ánægð að smá mömmu sína seinnipartinn þegar ég kem heim og við reynum að gera eitthvað skemmtilegt saman.

Við Þórdís Katla að heilsa upp á Bratt

á hestbaki á Drunga

Við fengum gesti hingað síðustu helgi en Ása María vinkona kom í helgarferð ásamt frænku sinni Daníelu Dögg. Birta Huld frænka hans Atla sem býr í Svíþjóð kom einni á föstudaginn og svo komu börnin hennar Lilju vinkonu, Særós og Hafþór, snemma á laugardag. Ég held að allir hafi skellt sér vel hérna síðustu helgi. Veðrið var gott en aðeins vindur á laugardeginum samt. 


Allir að heilsa upp á folaldið


Allir að klappa Bratt, sem nýtur þess


Hafþór og Særós að prufa hrossin áður en ég teymdi undir Daníelu


Hafþór á Drunga



Hafþór á fjórhjólinu hennar Þórdísar.. aðeins og stór á það hehe


Þórdís komin á hjólið


Drungi 

Atli er alltaf að dunda sér eitthvað og hann er meðal annars búinn að smíða í kring um gluggana á framhliðinni. Húsið er alveg glæsilegt hjá honum, það verður sko frábært þegar við verðum búin að klæða það allan hringinn. Hann er búinn að vera í hreinsunarstarfi hérna í kring um bæinn og fleira sem kominn var tími til. Rafstöðvarundirbúningur er einnig í gangi og hann var einmitt að ganga frá þakinu á rafstöðvarhúsinu, þe. núna er komið torf á þakið. Þá er bara eftir að setja timburklæðninguna utan á það.


Fína húsið okkar.. já og glæsilegasti húsbíllinn á svæðinu!


fíni kofinn hans Atla!

Tinna, Garðar og Kormákur komu í heimsókn til okkar á miðvikudaginn og gistu eina nótt. Við Garðar fórum í smá reiðtúr og ég held að hann sé núna alveg veikur að fara að kaupa sér hest og byrja aftur í hestamennskunni. Mér líst bara vel á það enda heilbrigðasta og skemmtilegasta sportið sem maður getur valið emoticon Tinna labbaði með krökkunum alla leið upp í skálina fyrir ofan bæinn og viti menn.. Samba letidýr fór með þeim alla leið! Ég var varla að trúa því. Merkilegra er að hún hljóp svo líka á eftir okkur Garðari í reiðtúrnum.. ég hefði nú haldið að þessi hundur myndi nú deyja af svona áreynslu en nei það var sko ekki og hún var bara nokkuð spræk daginn eftir líka.

Atli er núna fyrir sunnan og var meðal annars að klára að smíða eitthvað fyrir rafstöðina. Núna held ég að hann fari að komast eitthvað áfram með það verk. Þetta er nú að mestu leiti komið hjá honum en það á eftir að pússla þessu saman inni í húsinu og svo auðvitað prufa græjurnar! Ég hlakka mjög mikið til að sjá hvernig þetta mun ganga því þessi rafstöð á eftir að mala "gull" fyrir okkur ef vel gengur. Svo kemur hann líka vonandi heim á jeppanum okkar sem var skilinn eftir fyrir sunnan í flutningunum.

Bylting og Hugsýn eru báðar að heiman hjá stóðhestum eins og áður kom fram. Ég hef ekki fengið neinar fréttir af þeim en er að spá í að fara að forvitanst hvort það sé búið að sóna eða hvort það sé að koma að fyrstu sónarskoðun í stóðunum. Ég vona innilega að Hugsýn mín haldi núna og það verði ekkert vesen. Ég ætla að hafa hana heima við fram á haust svo ég sjái ef hún gangi upp (sem vonandi gerist ekki). Ég er búin að selja folaldið hennar Byltingar en það er ekki áveðið hvað við gerum með Bratt Birtuson.

Ég reyni að vera dugleg að ríða út og ætla að nota tækifærið þegar mamma og pabbi koma til okkar að draga Atla með mér á bak! Við getum aldrei farið bæði nema við séum með gesti sem geti verið hjá Þórdísi á meðan. Það styttist í stóðréttirnar en ég er sko löngu farin að hlakka til! Ég fékk loksins myndirnar úr stóðréttunum í fyrra og er búin að setja þær í myndaalbumið en hérna er sýnishorn líka:




Kolla, Ása María, Sissi, Elsa og Siggi


Sjálf húsfreyjan á Mánskál


Kirkuskarð


Fengum æðislegt veður! Við stelpurnar bíðum eftir grillinu


Grillþjónusta Atla mætt á svæðið

Allar myndirnar og fleiri til eru í myndaalbuminu.

Bestu kveðjur úr sveitinni
Kolla og Samba "fjár"hundur


Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar