Mánaskál

Blogghistorik: 2010 N/A Blog|Month_1

19.01.2010 17:04

Dagsins önn

Nú er skólinn kominn á skrið og það er ljóst að þessi önn verður mjög þung verkefnalega séð, en það þýðir ekki að gefast upp áður en ballið byrjar. Ég hef gott fólk í mínum hópum fyrir verkefnin svo ég held í bjartsýnina emoticon

Vinnumálin mín skýrast líklega á morgun en þá er ég að fara í viðtal í Borgartún. Ég veit svosum ca um hvað verður rætt en ómögulegt að vita hvað kemur út úr því. Nánar um það seinna!

Við Þórdís Katla fórum út að leika í dag og skemmtum okkur konunglega. Það var frekar erfitt að labba í mölinni á leikvellinum en ekkert því til fyrirstöðu að skríða þegar maður er vel gallaður emoticon









Við Atli vorum að fjárfesta í slatta af einangrunar ull svo nú á að einangra "kofann" á Mánaskál. Það á örugglega eftir að muna helling upp á hitann í húsinu þar sem þakið er gott sem óeinangrað! Við erum einmitt að fara norður næstu helgi en það á að gera aðra tilraun til að koma hrossunum heim á gjöf. Vaka og Birta eru líka báðar á leið í lán svo ég þarf að ná þeim. Birta fer í Gust og ætlar að fara í gegn um knapamerkin og Birta ætlar í Mána í Keflavík. Ég fæ þær þá vonandi vel trimmaðar í vor. Bylting og Drungi verða áfram úti, eða þangað til annað kemur í ljós.

Ég var í Kolaportinu um helgina að kynna Herbalife. Þetta gekk bara alveg ágætlega og vonandi fæ ég einhver viðskipti út á þetta. Ég fór allavega með góða sendingu í 101 Rvk áðan emoticon

Þórdís Katla er orðin svo stór.. ég er ekki að trúa því að hún sé að verða 1 árs!! Þetta ár hefur liðið ótrúlega hratt og kannski ekki annað hægt þar sem ég hef haft meira en nóg fyrir stafni. Þórdís tók svo á móti pabba sínum í gær með orðinu pabbi emoticon við mikla kátínu heimilsfólks! Þar höfum við það, pabbi kom á undan mömmu emoticon

Ég verð á Akureyri þarnæstu helgi á fjarnemadögum í skólanum svo tíminn bara flýgur áfram. Ég er bókuð margar helgar fram í tímann. Mánaskál, Akureyri, afmæli Þórdísar Kötlu, svo afmæli Jennýjar.. og so on. Mér leiðist þá allavega ekki á meðan emoticon  



04.01.2010 21:29

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja þá er árið 2010 gengið í garð. Litla fjölskyldan átti ánægjuleg áramót á Mánaskál. Sveinbjörg og Gunnar komu til okkar og eyddu með okkur áramótunum auk Sömbu fjár"hundi".

Gleðilegt nýtt ár!

Á gamlársdag var fyrsta verk hjá Atla að setja upp jólaseríuna fínu, ég hugsa að þetta hafi aldrei verið gert áður á þessum bæ. Þetta tók sig bara ljómandi vel út og sást langar leiðir. Því miður kemur þetta ekki nógu fallega út á mynd en hér koma þær samt:





Þórdís Katla fékk snjóþotu áður en við lögðum af stað og það var sko ekkert smá gaman að vera úti og láta draga sig á þotu!







Á miðnætti á gamlárs vorum við með "rosa flugeldasýningu" sem samanstóð af stjörnuljósi og blysi!



Þórdís Katla missti af "flugeldasýningunni" og fékk því að fara út á nýjarsdag í staðinn og sjá smá ljós.







Það kemur aldrei neinn heim á bæ nema að lenda í smá vinnu, þeir feðgar settu í nokkra nýja glugga í þetta skiptið. Komnir 3 nýjir gluggar í kjallarann og á ganginn uppi. Svo er stefnan að smíða fleiri glugga og skipta um fleiri um páskana. Duglegir þessir drengir!!


Rosa gaman úti.. og í kuldagalla sem Atli átti þegar hann var lítill!

Við Atli gerðum tilraun til að koma hrossunum heim, það varð ekki ferð til fjár. Við gengum upp að stóði fyrir ofan balaskarð en við erum þó ekki 100% sannfærð að þetta hafi verið rétt stóð. Allavega þá kom enginn þó brauðpoka væri veifað sem er ólíkt mínum hrossum emoticon Ég sem var sko viss um að ég þyrfti sko ekki að labba alla leið þarna upp því hrossin kæmu á móti! Svo var sko alls ekki og létu hrossin okkur labba langleiðina til þeirra áður en þau ákvaðu að fara lengra upp! Ó nei ég elti sko ekki enda ekki séns að ná þeim ef þau ætluðu sér það ekki, sérstaklega ekki þarna í fjallinu og í snjónum. Þau koma þá bara heim við annað tækifæri. Það var næg beit hjá þeim of tíðin fín. Auðvitað hefði ég viljað fá þau heim, eða allavega sjá þau en svona er þetta bara. Þau voru feit og fín og það væsir örugglega ekki um þau.

Ég er enn að bíða eftir svari út af vinnunni minni. Útibúinu mínu var semsagt lokað í október og ég veit ekki enn hvert ég á að mæta 1. febrúar eða hvort ég á að mæta! Ég er að vona að það séu að koma svör allavega var starfsmannahald að reyna að ná í mig, sem er vonandi frekar góðar fréttir en slæmar. Ég er ekki búin að tryggja mér dagmömmu eða neitt fyrir Þórdísi, svo er líka á dagskrá að flytja og það er ekkert hægt að gera fyrr en ég veit eitthvað með vinnuna. Ég er t.d. ekki að flytja í Hafnarfjörðinn ef ég enda svo í vinnu í Borgartúni. Ég bíð enn "róleg", auðvitað er mér ekkert sama en það er ekkert við þessu að gera en að bíða.

Ég er að sanka að mér skólabókum fyrir vorönnina og er meira að segja byrjuð að lesa og önnin ekki byrjuð! Ég verð sko að byrja þetta vel ef ég er svo að fara í 100% vinnu 1. febrúar. Ég vona að það sé gott spark í rassinn að vera farinn að sjá fyrir endan á þessu, bara þessi önn og einn vetur í viðbót ef ég held áfram í geðveikinni (þe. fullu námi). Ég er sko allavega farin að hlakka til að klára þetta! emoticon  Hmmm hvert ætti ég að fara í útskriftarferð!

Tinna Lind systir Atla er að leika í sýningunni "Munaðarlaus" og auglýsingin fyrir verkið er svona:



.. hérna er sko bara Atli minn mættur með Tinnu systir í gamla daga emoticon  Bara sæt bæði tvö!

  • 1
Antal sidvisningar idag: 8
Antal unika besökare idag: 6
Antal sidvisningar igår: 248
Antal unika besökare igår: 86
Totalt antal sidvisningar: 175002
Antal unika besökare totalt: 24222
Uppdaterat antal: 6.5.2024 00:15:59

Namn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Länkar