Mánaskál

15.04.2008 14:48

Myndir af Myrkva

Í dag er fimmtudagur og það þýðir að ég á gegningarnar í hesthúsinu. Ég byrjaði á að leggja á Myrvka og teyma hann úti í lónseringargerði. Hann lónseraðist vel og hrekkti ekki hnakkinn, honum virðist vera alveg sama. Hann rak meira að segja ístöðin og hnakkinn utan í hliðið þegar við lögðum af stað og hann blikkaði ekki. Svona er þetta skemmtilegt, ég fer hraðar í allt með Myrkva, stærri skref heldur en með Byltingu þar sem ég er að læra inn á hvað ég má leyfa mér að fara hratt í þetta. Folinn er ekki hræddur við neitt og meira að segja aðeins of frekur fyrir minn smekk. Hann veit sko nákvæmlega hvar ég geymi kúlurnar góðu og honum finnst hann eiga að fá þær alltaf og endalaust. Hann kemst nú ekki upp með allt hjá mér enda væri hann þá fljótur að ganga yfir mig á ójárnuðum hófunum! Já.. hann er enn ójárnaður en er sem betur fer ekki orðinn sárfættur. Ég sá að Fannar var að járna hjá Lilju í gær svo ég vona að biðlistinn sé að styttast.

Bylting var úti í gerði á meðan ég lónseraði folann og hún tók skemmtilega frenju-syrpu þegar við komum til baka. Hún náði meira að segja að fæla folann þegar við vorum að koma inn um hliðið svo ég missti hann frá mér. Hún var hlaupandi um eins og bjáni, ógurleg læti í henni eitthvað. Myrkvi greyjið vissi svo ekkert í hvort fótinn hann átti að stíga og ég gat svo bara sótt hann þegar þau stoppuðu. Hann stóð þarna bara með hnakkinn og lausann tauminn og treysti á manninn þar sem hann vissi ekkert hvernig hann átti að vera. Hann er svo algjörlega hennar, að hennar mati, það eru sko engar smá móttökur sem hann fær, bara alveg eins og hann hafi verið í burtu í viku. En það er gaman að segja frá því að þau voru ógeðslega flott! Þetta er nú meiri gellan sem ég á.. vá hvað hún var flott í þessum látum. Ég er hálf spæld að enginn hafi séð hana nema ég, þvílíkir taktar! Ég verð að fara að ná þessum stælum hennar á mynd.

Ég setti hrossin sem voru úti inn og setti næsta holl út, nema hvað að ég skildi Byltingu eftir til að gefa Myrkva smá auka fóðurbæti og gotterí í friði. Daman tapaði sér!! Hún er ótrúleg, það sem hún móðgast að fá ekki að fara inn!! Ótrúlegt alveg, ég lét ekki segjast og hún fékk bara að vera úti þó hún væri brjáluð og setti út fleiri hross til hennar. Svo fljótlega ætlaði ég að bjóða henni að koma inn.. og það var sko ekki að ræða það að hún vildi tala við mig!! Hún var svo móðguð! Svo stóð hún svona passlega langt frá hliðinu og fylgdist með mér moka út.. en ég mátti sko ekki tala við hana.. haha hún er ótrúleg! Hún á sig sko sjálf!

Ég er búin að setja Byltingu í hendurnar á Lilju og er því ekkert að eiga við hana sjálf núna, nema bara svona dúllerí. Ég var orðin strand með hana, ekki að hún væri erfið heldur að mig vantaði bara auka hendur og aðstoð. Við Lilja erum ekki uppfrá á sama tíma og því var þetta eina lausnin. Ég hef reyndar ekkert heyrt í Lilju svo ég veit ekkert hvað er að gerst.. Lilja mín ef þú ert á lífi þá veistu númerið hjá mér

Ég tók myndir af Myrkva á mánudaginn þegar ég lónseraði hann og setti á hann hnakk í fyrsta skipti. Mér gengur ekki jafn vel að mynda hann og Byltingu í lónseringunni.. ég þarf að hafa athyglina meira á honum þar sem hann er fjótur að sjá út ef það er smuga að svindla. Hann sýnir allan gang og allur gangur laus, það er sko ekki verra











Kominn með hnakk og alles.. og alveg sama.

Ég er jafnvel að spá í að skella mér í Mánaskál á morgun. Atli er að vinna svo það værum þá bara við Skella. Skellu veitir örugglega ekki af smá dekri þar sem hún er ekki einkabarn lengur og svo er líka bara allt of langt síðan hún hefur fengið að sofa uppí hjá mér Það hefur ekki verið mikill tími fyrir hana undanfarið og hún hefði sko örugglega rosalega gaman af því að komast í sveitina. Ég gæti notað tækifærið til að taka til og jafnvel að mála. Að öllu óbreyttu fer ég norður en mamma er eitthvað að reyna að sannfæra mig um bæjarferð með Söndru og Ágústi í staðinn.

Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189686
Samtals gestir: 25655
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 07:34:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar