Mánaskál

11.04.2008 10:53

Kominn tími á blogg

Það eru bara kröfur á mann.. verið að heimta myndir og fleira.. Silla mín.. hvar er nú heimasíðan þín  mér hefur allavega ekki verið boðið að kíkja á hana  Ég segi nú bara svona.. allt í góðu hérna!

Lífið gengur sinn vanagang. Tryppin dafna vel á húsi og verða "mannalegri" með hverjum deginum. Ég er farin að lónsera Myrkva sem gengur mjög vel og leggja á hann hnakk líka. Hann hefur ekkert sýnt eða gert og tekur þessu öllu með jafnaðargeði. Fyndið samt hvað þau eru ólík "systkinin" Hún er ákveðin en allt öðruvísi en hann samt því hann er frekar frekur en ákveðinn. Hún hefur alltaf staðið eins og stytta á staurnum fyrir utan húsið en hann er meira að vesenast. Honum finnst þetta algjörlega tilgangslaust og sýnir það með því að iða, ganga fram og til baka og krafsa. Aldrei hreyfist hún. Ég get skilið hana eftir á stéttinni með hnakk og beisli og tauminn hangandi á öðru eyranum.. og ekki haggast hún. Hann hefur sko ekki þolinmæði í svona. Svo er líka munur á þeim í lónseringargerðinu, hann reynir að stoppa og ath hvort hann komist ekki upp með það, hann veit líka hvar hliðið er það er sem hringavitleysan byrjar og endar.. aldrei stoppar hún, heldur bara áfram og bætir ferðina ef henni er misboðið. Samt er hann svo auðveldur og meðfærilegur og ég get ekkert kvartað, hann er bara önnur týpa en hún. Mér finnst rosalega gaman að fá tækifæri til að ganga í gegn um allt ferilið aftur og núna með hross sem hagar sér öðruvísi. Það er rosalega gaman að bera þau saman. Þau eiga auðvitað margt sameiginlegt, þau eru t.d. stilltari en flest tryppi á 4. vetur held ég, ég er nú bara lítil stelpa við hliðina á þeim og þau kæmust sjálfsagt upp með ýmislegt ef þau myndu reyna.. þau bara reyna ekkert, eru alveg eins og hugur manns. Þeim semur líka vel, eru óttalegir félagar og sæt saman í stíunni.

Bylting lætur nú samt ekki bjóða sér hvað sem er og það er ferlega skemmtilegt að fylgjast með henni ef hún er sett inn síðust! Hún verður sko ekki ánægð þá daman!




Hún tapa sér sko algjörlega og hleypur um í rassaköstum og látum.. ég verð að ná þessu á video við tækifæri!

Talandi um myndir.. bara fyrir þig Silla hehe.. Ég tók myndir af Ótta síðustu helgi en þær eru enn í myndavélinni.. svo ég noti sömu afsökunina eina ferðina enn þá er tölvan mín biluð og það tekur SVO langann tíma að hlaða í hana myndum.. en þetta er allt að koma. Ég tók nú víst nokkrar myndir á litlu vélina og hér eru þær..





Ótti er voðalega líkur bræðrum sínum nema að hann er enn stærri og þreknari. Mér finnst hann voðalega sætur með langan háls en hausinn er dálítið Myrkvalegur. Hann er með þykkt og mikið tívskipt fax. Ég á nú ekki von á að það verði sítt en Myrkvi kom mér t.d. á óvart því faxið á honum er ekki sítt en það er þykkt og mikið.

Ég sé nú pínu eftir að hafa ekki látið taka mynd af mér við hliðina á "folaldinu" mínu svo það sjáist vel hvað hann er stór og myndarlegur.

Fyrst ég er komin af stað í myndunum þá er í lagi að setja inn myndir af okkur systrunum.. svona erum við nú fínar saman..




Svona erum við nú endalaust dannaðar


Ég átti hesthúsið í gær og fór uppeftir beint eftir vinnu. Það eru orðnir svon margir graðhestar og fyrrverandi graðhestar í húsinu svo það þurfti að setja út í heilum 4 hollum. Það fór dágóður tími í þetta en það var gott verður og ég skemmti mér vel. Ég lagði hnakk á Myrkva og rölti út í gerði með hann en þá var það upptekið.. jæja gengur betur næst. Daman mín slapp rekar ódýrt líka í gær en þau þurfu svo bæði að éta með mélin og láta sig hafa það sem mér datt í hug. T.d. er bleiki faxburstinn sem ég fékk frá Svenna mjög góður


Eftir að ég kláraði í hesthúsinu sótti ég Skellu mína og fór með hana góðan hring við Rauðavatn. Raggi hefur í nógu að snúast þessa dagana svo mér datt í hug að prinsessan mín væri pínulítið utangarðs núna. Hún skemmti sér auðvitað konunglega og mér veitti ekki af hreyfingunni svo þetta var fínt.

Núna er að taka við vinnuhelgi  ég hlakka orðið mikið til þegar ég hætti þessu helgarvinnustússi, ég er sko alveg búin að fá nóg.. og svo er líka að koma sumar  og þá á maður ekki að hanga í Reykjavík um helgar.. maður á að fara í sveitina  

Við erum að fara að girða og allt.. Atli er búinn að gefa mér nánast hvert snitti í fyrstu girðinguna mína  svo núna fara "tömdu" hrossin mín í girðingu á Mánaskál og verða þar allavega í sumar. Mig langar alveg rosalega að hafa tamið hross fyrir mig fyrir austan í sumar líka og ég ætla að reyna að redda mér lánshrossi í það. Ég held að það væri algjör draumur að geta riðið út í góða veðrinu á Klaustri á meðan Atli dundar í því sem honum finnst skemmtilegast  Ohh.. ég bara bíð eftir sumrinu.. það má alveg fara að koma.
Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189329
Samtals gestir: 25652
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 06:46:56

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar