Mánaskál

23.04.2008 20:17

Myndir, Mánaskál, Myrkvi, Drungi

Tíminn líður og líður og það verður komið sumar áður en maður veit af.

Við Skella fórum einar í Mánaskál síðustu helgi og skemmtum okkur konunglega! Veðrið var æðislegt og við áttum svo góða stund þarna í sveitasælunni. 




        



Við Skella kíktum auðvitað á hrossin. Drungi er feitur og fínn.  Hann var hress og kátur og duglegur að leika sér við aðra fola, það er voðalega gaman að fylgjast með þeim.


Drungi Klettsson.. stjarnan hans virðist vera farin!

Þetta var svo æðisleg ferð, við sváfum út.. jább.. ég og hundurinn! átum þegar við vorum svangar, fórum að sofa þegar við vildum, vorum úti eins mikið og við vildum og gerðum bara allt sem okkur langaði! Hvað er betra en að sitja á laugardagskvöldi úti á hól, drekka bjór og hlusta á fugla og horfa á hundinn leika sér! Þetta var æðislegt!  Ég hlakka svo til að eiga fleiri svona stundir í sveitasælunni minni.

Myrkvi var loksins járnaður í gær! Fannar kom og járnaði fyrir Lilju og það tókst að koma Myrkva inn í dagskrána. Þetta gekk ótrúlega vel en hann var nú ekki ánægður með þessa meðferð samt!




Hvað ætli höfðinginn sé að hugsa?? hehe.. hress og kátur!









í skóla lífsins  á nýju skónum

Það er mikið búið að mæla og pæla fyrir norðan, spá hvar væri best að hafa girðingu og svo framvegis. Svo er ég líka búin að panta slátt á einu túni og ég hlakka rosalega til að sjá hvernig það fer, hvað koma margar rúllur og svo framvegis.. og svo verður líka hægt að tjalda með góðu móti á nýslegna túninu mínu  .. og aldrei að vita nema ég fái gæs í heimsókn í haust

komið nóg í bili held ég.. þangað til næst..

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189329
Samtals gestir: 25652
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 06:46:56

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar