Mánaskál

19.01.2010 17:04

Dagsins önn

Nú er skólinn kominn á skrið og það er ljóst að þessi önn verður mjög þung verkefnalega séð, en það þýðir ekki að gefast upp áður en ballið byrjar. Ég hef gott fólk í mínum hópum fyrir verkefnin svo ég held í bjartsýnina emoticon

Vinnumálin mín skýrast líklega á morgun en þá er ég að fara í viðtal í Borgartún. Ég veit svosum ca um hvað verður rætt en ómögulegt að vita hvað kemur út úr því. Nánar um það seinna!

Við Þórdís Katla fórum út að leika í dag og skemmtum okkur konunglega. Það var frekar erfitt að labba í mölinni á leikvellinum en ekkert því til fyrirstöðu að skríða þegar maður er vel gallaður emoticon









Við Atli vorum að fjárfesta í slatta af einangrunar ull svo nú á að einangra "kofann" á Mánaskál. Það á örugglega eftir að muna helling upp á hitann í húsinu þar sem þakið er gott sem óeinangrað! Við erum einmitt að fara norður næstu helgi en það á að gera aðra tilraun til að koma hrossunum heim á gjöf. Vaka og Birta eru líka báðar á leið í lán svo ég þarf að ná þeim. Birta fer í Gust og ætlar að fara í gegn um knapamerkin og Birta ætlar í Mána í Keflavík. Ég fæ þær þá vonandi vel trimmaðar í vor. Bylting og Drungi verða áfram úti, eða þangað til annað kemur í ljós.

Ég var í Kolaportinu um helgina að kynna Herbalife. Þetta gekk bara alveg ágætlega og vonandi fæ ég einhver viðskipti út á þetta. Ég fór allavega með góða sendingu í 101 Rvk áðan emoticon

Þórdís Katla er orðin svo stór.. ég er ekki að trúa því að hún sé að verða 1 árs!! Þetta ár hefur liðið ótrúlega hratt og kannski ekki annað hægt þar sem ég hef haft meira en nóg fyrir stafni. Þórdís tók svo á móti pabba sínum í gær með orðinu pabbi emoticon við mikla kátínu heimilsfólks! Þar höfum við það, pabbi kom á undan mömmu emoticon

Ég verð á Akureyri þarnæstu helgi á fjarnemadögum í skólanum svo tíminn bara flýgur áfram. Ég er bókuð margar helgar fram í tímann. Mánaskál, Akureyri, afmæli Þórdísar Kötlu, svo afmæli Jennýjar.. og so on. Mér leiðist þá allavega ekki á meðan emoticon  



Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar