Mánaskál

19.10.2014 23:05

Fé komið á hús

Nýju gimbrarnar mínar mættu á norðurlandið fyrir rúmri viku síðan. Þær fengu far með gimbrum sem voru að fá nýtt heimili að Fremsta-gili og ég verð að viðurkenna að þeirra gimbrar voru dálítið mikið flottari á litinn en mínar en jæja, mínar eru samt alveg fínar emoticon þó þær séu allar hvítar.







Við fluttum svo kindurnar að Sturluhóli á miðvikudaginn en þá var kominn tími til að bólusetja kaupagimbrarnar öðru sinni, þá var alveg eins gott að taka þetta allt heim. Bjarki á Breiðavaði aðstoðaði okkur að koma fénu á kerrur og ég verð að segja að það er snilld að eiga svona hörkuduglega og vel þjálfaða Border Collie hunda (þið getið rétt ýmindað ykkur hvað ég er að hugsa!). Enginn þurfti að hlaupa og missa andann! Love it!





Atli vinnur eins og herforingi á Sturluhóli og eyðir öllum sínum tíma þar að undirbúa fyrir veturinn. Útihúsin eru í forgangi ennþá en við förum að sjá fyrir endann á því helsta sem liggur á þar.


Hurðin er komin upp


Komið gler í alla glugga á hlöðunni


Mörg járn í eldinum! 

Kindurnar eiga að fá að ganga við opið og fá það besta úr báðum heimum (endalaust dekraðar þessar elskur). Þær voru settar í hólfið við hlöðuna og eiga að vera hamingjusamar þar. Ég mætti með fóðurbætistunnuna og uppskar smá vinsældir við það.




Aska hans Kormáks


Tvenna Sparikolludóttir

Kindurnar voru ekki hamingjusamari en það að þær gerðu mjög svo heiðarlega tilraun til að strúka úr hólfinu. Atli kom sem betur fer auga á þær í gærkvöldi og gat fengið aðstoð við að koma þeim aftur heim. Þær voru því settar inn og verða þar þangað til búið verður að yfirfara girðinguna og styrkja hana. Þær virðast geta farið í gegn um allt ef þær vilja. Þar sem hlaðan er ekki tilbúin voru þær settar inn í hesthús en þar er nóg pláss líka svo það fer ekkert illa um þær.

Í dag tengdi Atli svo fyrstu vatnsskálina í hlöðunni og fleiri eru væntanlegar emoticon Gjafagrindin ætti svo að vera tilbúin eftir nokkra daga. Allt að gerast emoticon 

Ég er búin að vera að bíða eftir fínu móflekkóttu forystugimburinni frá Hafrafellstungu sem ég festi mér í vor. Hún hefur svo bara ekki skilað sér af fjalli blessunin svo líklega gerir hún það ekki úr þessu emoticon



Það hefur ekki farið framhjá neinum á þessu heimili að haustið sé gengið í garð. Pestir hafa lagst óvanalega þungt á fjölskylduna og eiginlega bara á stelpurnar. Íris er búin að vera lasin af og til síðastliðinn mánuð og lagðist enn eina ferðina í flensu á fimmtudagskvöld (auðvitað akkúrat þegar Atli fór suður að vinna). Við mæðgur vorum því heima á föstudaginn og vorum líka innandyra allan gærdag. 







Íris var hraustari í dag svo við kíktum á Sturluhól og kíktum á kindurnar en henni finnst það sko ekkert leiðinlegra en mér! Hún er algjör kindakerling emoticon



Þórdis Katla fékk ný íþróttaföt þegar Atli kom að sunnan og hún hefur ekki farið úr þeim alla helgina! Hún er alsæl með nýja fótboltaskó, stuttbuxur og bol. Svo hefur verið spilaður fótbolti hér innandyra og á Sturluhóli alla helgina.





Svo er hún lika orðin svo stór að hún er búin að missa fyrstu tönnina!



Svo eru fleiri nýjar myndir í myndaalbumunum emoticon

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189289
Samtals gestir: 25644
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 03:48:28

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar