Mánaskál

Færslur: 2010 Apríl

10.04.2010 23:11

Páskar og fleira

Atli skellti sér á jeppanum að kíkja á gosstöðvarnar á skírdag. Hann kom alsæll heim úr ferðinni enda gekk hún vel. Myndirnar tala sínu máli..













Fleiri myndir í myndaalbumi!

Fjölskyldan úr Njarðvíkinni fór í páskafrí norður í Mánaskál. Mamma og pabbi komu líka og voru aðeins lengur en við. Samba "sveita" hundur var að sjálfsögðu með í för emoticon  Við fórum af stað á skírdag eftir fermingarveislu í grafarholtinu. Við vorum aðeins í seinni kantinum eins og svo oft áður en í þetta skiptið tapaði ég sko aldeilis á því.. ég fékk nefnilega ekki að stoppa í Hafnarfirði til að sækja stóra páskaeggið sem ég hafði keypt mér. Í staðinn var keypt eitt lítið handa Atla í bónus (ég mátti víst fá aðeins með honum). Þegar við svo komum norður var ég himinlifandi að páskaeggið hefði lifað af ferðina norður í bónuspoka aftur í skotti.. og auðvitað rak ég mig í það og það brotnaði í gólfinu!! Ekki nóg með það heldur fékk ég í dag páskaeggið mitt úr Hafnarfirðinum, viku eftir páska og missti það fyrir utan hjá mér!! Mér virðist vera ófært að koma páskaeggi heilu á milli staða emoticon





Páskarnir voru ansi ljúfir. Veðrið var gott og bjart en það snjóaði af og til. Færðin var í lagi fyrir fjallabíla eins og okkar emoticon  en mamma og pabbi voru tæpa 4 tíma að koma sér út úr dalnum á þriðja í páskum.. og endaði á því að Einar á Neðri Mýrum dró þau úr síðasta skaflinum á traktornum emoticon Já pabbi minn.. svona er að eiga Suzuki emoticon

Þórdis Katla fékk því miður að vera lítið úti í þessari ferð þar sem snjóþotan hennar varð eftir heima og það var of mikill snjór fyrir hana til að labba sjálf og hún er orðin of þung til að maður geti haldið á henni lengi. Hún fékk þó að fara út að skoða hestana með mömmu emoticon


svo mikill snjór!!


.. datt!


"Stóðið" mitt hefur það gott. Einar á Neðri Mýrum sér um að gefa þeim og hefur auga með að allt sé í lagi. Atli opnaði rúllu fyrir hrossin þegar við komum en þá var einmitt gjafadagur hjá þeim. Mér finnst æði að sjá Atla minn á traktor að sækja rúllu fyrir hrossin.. hvað getur verið betra! Sveitó sveitó.. love it! Hrossin voru spæk og kát og hlupu eins og bjánar um túnið. Ég hefði sko viljað vera með myndavélina á lofti þarna því það var töluverður snjór svo það þurfti að lyfta löppunum til að komast eitthvað áfram! Þau voru mjög glæsileg bæði tvö emoticon





Við komum með nýja glugga norður fyrir húsið. Atli skipti um í eldhúsinu í þessari ferð en því miður var ekki hæft að skitpa um fleiri þar sem eitt glerið passaði ekki og annað brotnaði. Þessu verður klárlega reddað í næstu ferð.








glæsó!

Atli og pabbi dyttuðu líka að traktornum svo hann verði tilbúinn í slátt næsta sumar. Skemman kemur að góðum notum á svona stundum!



Við litum aðeins inn í kaffi til Signýjar og Magnúsar á Syðri-Hól. Þórdís fékk að kíkja á kusurnar í leiðinni og fannst þetta bara dálítið spennandi skepnur.



Birta og Kári komu fyrir páska í frí til Íslands. Þórdís Katla græddi á ferðinni því Habba fór í smá verslunarleiðangur fyrir hana.


.. ætlar sko að fá að fara í sund í sumar !


.. lítill klifurköttur í nýjum Hello Kitty náttfötum emoticon

Að öðru leiti er lífið að ganga sinn vangang og maður er farinn að hlakka til sumarsins. Ég get ekki beðið eftir próflokum á sama tíma og ég kvíði fyrir próftörninni því nú verð ég ekki í góðu upplestrarfríí eins og áður.

Pabbi og mamma voru að setja á koppinn tjaldvagnaleigu og ég hvet alla til að kíkja á heimasíðuna þeirra www.123.is/tjaldvagnaleiga !


Ein mynd svona í lokin til að sýna hvernig lífið á heimilinu gengur fyrir sig þegar mamman bregður sér af bæ emoticon



  • 1
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 63
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 173189
Samtals gestir: 23913
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:23:51

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar