Mánaskál

Færslur: 2009 Desember

28.12.2009 22:53

Gleðilega hátíð!


Jæja gott fólk.. mikið var!

Ég veit nú varla hvar ég á að byrja, það er svo rosalega langt síðan ég bloggaði síðast, annað eins hefur ekki gerst.

Við Atli fórum til Seattle í nóvember, hann var að vinna og ég skellti mér með sem viðhengi. Fór í búðir og svona emoticon  Við áttum þarna góða daga, þetta er skemmtileg borg.




Cabelas - uppáhalds búðin hans Atla emoticon veiðibúð þar sem ALLT er til!

Við fórum upp í Nálina sem er útsýnisturn í borginni. Ótrúlegt nokk þá þorði ég að fara alla leið upp og fannst það svo ekkert skelfilegt þegar á hólminn var komið.








Ég var svo í ströngum próflestri fram í miðjan desember. Þetta tók verulega á en hafðist sem betur fer. Þórdís Katla var í pössun hjá Önnu frænku á daginn á meðan ég var í skólanum að læra. Hún hafði voða gott af þessu og Anna bjargaði mér algjörlega, ég hefði ekki átt séns að ná prófunum nema því ég gat fengið pössun fyrir litlu dömuna. Eftir að Þórdís hafði aðlagast nýju rútínunni undi hún sér vel í Flúðaselinu hjá Önnu og strákunum emoticon Atli minn var líka ótrúlega duglegur heima fyrir og sá um Þórdísi Kötlu á kvöldin, hún átti víst varla mömmu þarna á tímabili.

Ég fékk einkunnir í hús fyrir jól og stóðst öll prófin mín, það er alltaf töluvert fall og sérstaklega í einu faginu en þar var núna 65% fall hjá fjarnemum en það dugði ekki til að fella mig emoticon  Ég dansaði ekki einu sinni á línunni. Ég er því í dag hálfur viðskiptafræðingur emoticon  núna fer þetta allt að gerast! Styttist í að maður klári! Ég er alveg farin að velta fyrir mér um hvað ég ætla að skrifa í lokaritgerðinni.. jey!!

Eftir síðasta prófið tók svo við jólastúss og notaleg heit. Ég passaði mig nú á að tapa mér ekki í einu eða neinu. Mér tókst að koma jólakortunum út úr húsi fyrir jól og þá er ég sátt.


Jólakort 2009

Við Atli og Þórdís vorum í Austurkór á aðfangadag, semsagt með Lólý, Kidda, Ágústi og Söndru á fyrstu jólnum þeirra í nýja húsinu emoticon Það fór sko bara vel um okkur enda er neðri hæðin sem þau eru flutt inn á líklega stærri en íbúðin okkar Atla!  Þórdís Katla var algjört partýdýr, vakti til miðnættis með okkur og skemmti sér vel.


Ágúst Unnar, Þórdís Katla og Sandra Diljá


búin að opna fyrsta pakkann.. en ætlar ekkert að sleppa pakkabandinu og merkimiðanum!


Sandra leiðir lítinn engil emoticon

Á jóladag er það svo hangikjöt hjá mömmu og pabba. Yndislegt að þurfa lítið sem ekkert að spá í mat allar hátíðirnar, enda er maður ótrúlega latur á þessum tíma. Prófin búin að taka úr manni allt púður!

A annan í jólum fórum við í jólaboðið í Flúðaselinu hjá Önnu frænku og co. Við Atli stoppuðum svosum í styttra lagi enda á leið í Hveragerði í næsta party.





Í Hveragerði fengum við svo góðan mat hjá Ömmu Sveinbjörgu og Gunna afa. Tinna og Garðar komu líka.


Garðar að reyna að sanna að hann sé skemmtilegur





Núna er stefnan tekin norður í Mánskál en við ætlum að eyða áramótunum þar. Sveinbjörg og Gunnar verða með okkur og Samba líka. Það verður nóg að gera í þessari ferð eins og alltaf. Við Atli erum búin að panta rafal fyrir heimarafstöðina að utan svo Atli er á fullu að teikna og hanna þessa dagna, svo á að fara að smíða held ég. Líklega verða settir í nýjir gluggar í þessari ferð og örugglega eitthvað fleira skemmtilegt. Ég ætla að koma hrossunum mínum á gjöf og vona að ég hafi upp á þeim en ég geri ráð fyrir að það sé töluverður snjór á svæðinu miðað við fréttir af Akureyri og Þverárfjalli síðustu daga. Þá er nú gott að eiga snjósleða! emoticon Þórdís Katla fékk í dag glænýja snjóþotu svo hún á líka eftir að komast eitthvað um í snjónum.

Ég er í girðingahugaleiðingum eins og svosum alltaf! Pabbi og mamma gáfu okkur helling af þanvír í jólagjöf og svo er ég búin að fá heimild til að kaupa mér slatta af staurum. Svo er bara að vona að ég fái einhverja til að girða með mér næsta vor. Ég er líka í samningaviðræðum um stóðhestaeiganda fyrir næsta sumar svo það er margt á dagskrá hjá "stórbændum á Mánaskál" emoticon

Fullt af myndum í myndaalbuminu!

Þetta er orðið gott í bili, það koma nýjar fréttir strax eftir áramótin og líklega fullt af myndum!

  • 1
Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 173304
Samtals gestir: 23942
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 15:55:03

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar