Mánaskál

Færslur: 2012 Júlí

06.07.2012 23:19

Vestmannaeyjar, veiði og fleira

Þórdís Katla fékk loksins að bjóða vinkonum sínum þeim Sigríði Kristínu og Birgittu í heimsókn og það var rosalega gaman hjá þeim stöllum. Hún hefur nokkrum sinnum fengið að fara heim með þeim að leika og það hefur verið rosa gaman. Eftirvæntingin var mikil hjá stelpunum og hafði þeim hlakkað lengi til að fá að koma í sveitina til Þórdísar Kötlu.













Ég kíkti á hryssurnar hjá Dagfara frá Sauðárkróki þann 26. júní. Folinn var kurteis við mig og fallegur er hann á litinn emoticon Það verður gaman að sjá hvað við Elsa vinkona fáum að ári en hún fór líka með hryssu undir Dagfara. 


Dagfari ræðir málin við Gleði


Dagfari heilsar upp á mig


Gleði


Katla hennar Elsu

Fleiri myndir úr þessari heimsókn eru hér 
Ég fer svo fljótlega aftur í myndatökuleiðangur

Við fórum svo í smá frí fyrir síðustu helgi og tókum með okkur hestakerruna og keyrðum Hugsýn og Össu undir hesta í leiðinni. Það var svolítið skemmtileg tilbreyting að vera með fulla hestakerru í eftirdragi og það var því Atli var að fara með hryssur undir hesta! Loksins var það ekki ég sem var með vesenið emoticon Núna er bara að krossa putta og vona að hann fái myndarlegar hryssur að ári.

Hugsýn fór eins og áður sagði undir hinn vel ættaða Abraham frá Lundum II

Abraham er undan Auðnu frá Höfða og Vilmundi frá Feti


Assa frá Þóroddsstöðum fór svo á stefnumót við Kvist

Kvistur frá Skagaströnd - mynd fengin að láni frá hrossvest.is (ljósmynd: Kolla Gr.)

Við fórum í stórskemmtilegt brúðkaup síðustu helgi í Vík í Mýrdal og hittum þar fólkið hans Atla í góðum gír. Ég tók því miður engar myndir úr Vík en þetta var mjög gaman. Daginn eftir renndum við svo í Landeyjahöfn og fórum með Herjólfi til Vestmanneyja. Það var alveg kominn tími til að heimsækja Eyjar og systkini mín þar. Týri kom að sjálfsögðu með og vel var tekið á móti honum í Vestmannaeyjum þar sem hann sló í gegn í pössun í vetur emoticon


Atli og Þórdís Katla komin út á dekk


Þórdís var mjög spennt fyrir því að veiða fiskana sem voru til sýnis á höfninni

Við fórum svo í heimsókn í fiskasafnið þar sem Örn mágur ræður ríkjum. Á safninu er ársgamall lundi sem vakti mikla lukku hjá bæði börnum og fullorðnum! 


Þórdís Katla, pabbi og lundinn


þessi mamma getur aldrei látið nein dýr vera og þurfti líka að máta lundann



Svo voru tveir aðrir litlir ungar á safninu líka sem Þórdís fékk að skoða





Fleiri myndir frá Vestmannaeyjaferðinni eru hér

Atli situr aldrei auðum höndum hér heima og nú er búið að rífa allt út af baðinu og á að taka það alveg í gegn emoticon Gangurinn verður tekinn í leiðinni og það verða sko teknar fyrir-myndir þar sem ég veit að munurinn verður svakalegur emoticon Húsið á eftir að fá mikla andlitslyftingu við þessar framkvæmdir. Svo er Atli líka búinn að klára rafstöðvarhúsið og mála það.



Í vikunni bauðst honum svo veiði í ánni okkar, Laxá í Refasveit. Hann veiddi þrjá laxa og varð var mikið marga í viðbót. Laxarnir voru 6-9 pund. Því miður klikkaði eitthvað að færa myndirnar af fiskinum yfir í tölvuna mína úr símanum hans Atla en ég tók samt nokkrar myndir á myndavélina mína og ég skelli inn fleiri myndum síðar.


Feðginin að veiðum






9 pund - 77 cm

Þann 4. júní kom hingað fréttamaður frá Fréttablaðinu ásamt ljósmyndara til að ræða við okkur furðufuglana. Við eru víst orðin eitthvað "fræg" fyrir eitthvað sem er okkur óskiljanlegt. Við tökum bara vel á móti öllum og þykir alltaf gaman að fá heimsóknir svo það var nú ekkert vandamál að taka á móti blaðamönnum. Um nóttina fæddist Atla fyrsta folaldið hans, brúnstjórnótti Hugsýnar og Abrahamssonurinn og var því tækifærið gripið og við fjölskyldan mynduð hjá hryssunni og folaldinu. 

Ljósmyndarinn var svo almennilegur að senda mér svo tvær myndir og er önnur sú sem birtist af okkur í Fréttablaðinu þann 30 júní.


Myndin úr Fréttablaðinu


Atli með fína folann sinn

Annað kvöld verður svo miðnæturreið frá Hæli á Blönduós sem ég ætla að taka þátt í svo vonandi koma fljólega inn skemmtilegar fréttir og myndir.
  • 1
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 81
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 173244
Samtals gestir: 23930
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 00:33:25

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar