Mánaskál

24.06.2012 20:30

Hryssur til stóðhesta og fleira

Á miðvikudag var kominn tími til að keyra fyrstu hryssunar undir hest en þær Gleði frá Þóroddsstöðum og Vaka mín fóru á stefnumót við Dagfara frá Sauðárkróki sem er leirljós, blesóttur, sokkóttur undan Hvítasunnu frá Sauðárkróki og Hróð frá Refsstöðum. Hann er því eðalættaður og vonandi sannar hann sig svo í dómi. Ég vonast auðvitað til að fá leirljósa blesótta hryssu en ég er búin að læra að vera bara allavega glöð ef ég fæ folald yfir höfuð og ef það svo lifir svo litur og kyn skiptir ekki öllu. 


Gleði er fallega skjótt og faxprúð Hilmisdóttir

Ég held svo Vöku minni þetta árið en hún á svo að vera reiðhesturinn minn áfram. Hún hefur ekki átt folald og er orðin 12 vetra svo ég ætla að koma folaldi í hana núna og geyma hana þar til síðar í folaldseign. Ég skelli hér inn mynd af henni síðan hún var spengileg en hún hljóp í spik hjá mér þarsíðasta vetur þar sem hún átti að vera fylfull og var úti heilan vetur með folaldshryssunum. Hún er ekki svona spengilega enn í dag emoticon en hún verður svo tekin undir hnakkinn aftur þessi elska þegar hún kemur frá Dagfara svo hún er ekki komin í frí alveg strax.


Vaka er rauð tvístjörnótt Svartsdóttir

Við Atli höldum þremur hryssum í ár og það er dálítið skemmtileg staðreynd að þær eru dálítið skyldar í gegn um feður sína. Hugsýn er undan Kjarval frá Sauðárkróki, Vaka er undan Svarti frá Unalæk sem er hæst dæmda afkvæmi Kjarvals og Assa frá Þóroddsstöðum er svo undan Núma frá Þóroddsstöðum sem er hæst dæmda afkvæmi Svarts frá Unalæk, það er bara spurning hvort mig vanti semsagt ekki eins og eina Illingsdóttur til að halda áfram með vitleysuna hehe.

Í lok þessarar viku fer Hugsýn svo aftur undir Abraham frá Lundum II og Assa fer til Kvists frá Skagaströnd. Atli er að halda þeim báðum og er því orðinn stórtækur í hrossaræktinni. Það var umsamið að hann ætti folaldið hennar Hugsýnar í ár sem varð hans fyrsti hestur en við misstum hann svo tveggja daga gamlann. Atli fær því að halda Hugsýn aftur undir Abraham en þar að auki var hann mjög spenntur fyrir Alexander frá Lundum sem við áttum pantað undir en hann er bróðir A-bræðranna frá Lundum eins og Abraham. Alexander er undan Kvist og fallega brúnblesóttur en við misstum svo af tækifærinu til að halda undir hann þar sem hann stoppaði stutt í Eyjafirðinum. Atli greip þá til sinna ráða og pantaði undir Kvist sjálfann emoticon og fer hún Assa undir hann. 


Assa er undan Núma frá Þóroddssstöðum og mamma hennar er sýnd með 7.90 og er undan heiðursverðlaunahryssunni Sjöfn frá Laugarvatni. Assa er töluvert skyldleikaræktuð þar sem mamma hennar, Sjöfn frá Laugarvatni, er einnig mamma Glímu frá Laugarvatni sem Númi er undan. Glíma hefur einnig heiðursverðlaun og eru því báðar ömmur Össu því heiðursverðlaunahryssur emoticon




Ég er núna bara með tvö hross á járnum þar sem Vaka er komin í leyfi. Drungi undan Klett frá Hvammi er búinn að vera á járnum síðan í apríl en Rák var járnuð í síðustu viku. Ég skellti mér svo með þau tvö á kerru yfir á Neðr-Mýrar og skellti mér í reiðtúr með Sindra og Birnu. Þetta var skeifnaspretturinn á Rák sem nú er orðin 21. vetra og hefur ekki verið brúkuð síðan í stóðréttunum í fyrra og viti menn, gamla hefur þetta ennþá! Svo rúm og fín og viljinn endalaus emoticon Hún verður sparimerin mín í sumar.




Tryppin voru sett á "dalinn" í vor ásamt Flugu sem er orðin 23. vetra og verður ekki járnuð í sumar. Fluga og Rák eru svo miklar vinkonur að Fluga fer aldrei langt frá og þar af leiðandi eru hún og tryppin heimakær. Þau rölta hér um svæðið en skila sér svo alltaf heim aftur sem mér finnst bara ansi notalegt.

Orða mín frá Stórhóli hefur þroskast vel og er mjög falleg að mínu mati. Hún er líka ljúf og hlý í umgengni svo er liturinn hennar bara alveg æði finnst mér. Ég elska upplitið á henni með sín bláu augu.





Flettingar í dag: 353
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 175347
Samtals gestir: 24313
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 05:10:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar