Mánaskál

17.06.2012 22:08

Hugsýn og "Fóstri"

Við fengum Jóa og strákana hans í heimsókn um helgina sem vakti mikla lukku hjá heimasætunni. Henni leiðist aldrei að fá litla gesti. Jói átti erindi yfir í Skagafjörð og var því ákveðið að sækja Hugsýn í leiðinni því hún á að fara undir hest fljótlega. Við komum því við á Narfastöðum og hittum Hugsýn með litla rauðstjörnótta fóstursoninn.



Á hestakerrunni er rúmt um hrossin svo það var alveg pláss til að fá sér sopa á leiðinni. Ferðin gekk vel og nú eru Hugsýn og "Fóstri" liti saman í hólfi neðan við bæinn þar sem ég get dáðst að þeim út um gluggann emoticon







Krakkarnir fengu vatn í sundlaugina og skemmtu sér vel.



Við kláruðum svo girðinguna loksins í dag en hún hefur tekið ógurlegann tíma. Núna er semsagt komin fín girðing í kring um nýja túnið okkar og nýræktina. Atli á sko hrós skilið fyrir þessa endalausu girðingu! Núna er bara að vona að það fari að rigna almennilega svo grasið fari að spretta. Reyndar fengum við góða dembu í gær sem vætti aðeins í en mikið þarf í viðbót ef vel á að vera.


Nýja túnið og nýræktin


Staurarnir loksins komir allan hringinn

Bylting er köstuð í Þýskalandi og átti þennan fína jarpskjótta hest undan Álfgrími frá Gullberustöðum


Flettingar í dag: 412
Gestir í dag: 144
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 175406
Samtals gestir: 24360
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 08:47:17

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar