Mánaskál

04.06.2012 23:41

Ár á Mánaskál

Það er kominn júní en síðastliðna helgi var orðið ár síðan fjölskyldan flutti hingað norður. Mér finnst bæði eins og við séum nýkomin og að við höfum alltaf verið hérna. 

Atli varð svo líka þrítugur á sunnudag og fékk gjafir og tertu í tilefni dagsins. 


Nágranni okkar hann Sindri á Neðri Mýrum varð einnig þrítugur síðasta fimmtudag og að tilefni þessa var haldið smá teiti á Neðri Mýrum á föstudag. Mikið af góðu fólki leit við og fengu strákarnir ýmsar skemmtilegar gjafir t.d. rabbabara og bruggkút svo væntanlega verður reynt við rabbabaravíngerð í sumar. Mál málanna var væntanlega samt að þeir fengu folatolla að gjöf og töldu þá allir að ég þyrfti að nú aldeilis að reyna að vinna mér inn prik hjá Atla mínum til að komast yfir tollinn. Fyrir mér lítur dæmið þó ekki þannig út þar sem hann þarf væntanlega að vera góður við mig til að fá lánaða hjá mér hryssu! Reyndar kom svo upp úr hattinum að annar hver maður í teitinu var tilbúinn að lána Atla hryssu í folaldseign svo greyjið maðurinn þyrfti ekki að vinna sér inn prik hjá frúnni til að fá lánaða hryssu. Við sjáum til hvernig þetta endar allt saman en það er ljóst að Atli er á leið í hrossarækt.

Sveinbjörg og Gunnar komu til okkar um helgina og auðvitað sátu þau ekki auðum höndum frekar en fyrri daginn. Hér var borið á tréverk, settar niður kartöflur og vatnsbólið var hreinsað. Sólin lék við okkur alla helgina. 


Ég var að vona að Atli fengi folald frá Hugsýn í afmælisgjöf þar sem hann átti að fá að eiga folaldið hennar. Um kvöldmatarleyti á sunnudag kíkti ég á hryssuna og sá að það var komin mjólk í hana svo þetta var að skella á. Ég vakti aðeins eftir henni en ákað svo að fara bara að sofa, þetta kæmi hvort sem ég væri að horfa á eða ekki. Atli vakti mig svo um klukkan þrjú með þær fregnir að það væri komið brúnt folald. Ég stökk auðvitað upp úr rúminu og út til að kíkja á gripinn og þetta var þessi líka sæti og blauti brúnstjörnótti hestur. Núna þarf Atli að finna nafn á folann sinn þar sem ég var bara klár með hryssunafn.



Í dag komu hinga blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablaðinu en það verður víst ekki þreytt saga að við skulum hafa flutt af mölinni og hingað í buskann. Þetta fólk var auðvitað velkomið í heimsókn þó svo okkur finnist við ekki hafa neitt að segja. Þeim langaði svo að mynda einhver hross og leist rosalega vel á að mynda nýja folaldið okkar svo við æddum út í stykki og vorum þar mynduð í bak og fyrir með Hugsýn og litla folaldið. Hugsýn er mikil mamma og passer vel upp á ungann sinn. Við komum þarna askvaðandi með ljósmyndara og Týra og það var allt í lagi, en þegar hinar hryssurnar komu nálægt þá tropaðist gamla mín. Hún vill sko ekki fá þær nálægt sínu afkvæmi.

 


Sætur með hálfu stjörnuna sína

Næstu helgi er kvennareið Neista sem ég missi því miður af þar sem hún er sama dag og útskriftin mín. Ég er voðalega svekkt því ég var sko búin að ákveða að mæta í þessa ferð. Ég er að fá til mín gesti í tilefni útskriftarinnar svo hérna verður vantanlega fjör næstu helgi. 


Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 175038
Samtals gestir: 24245
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 01:03:44

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar