Mánaskál

18.01.2012 21:39

Budapest

Þá er fjölskyldan sameinuð í Budapest emoticon
Ég var nú víst búin að lofa mörgum að vera dugleg að blogga á meðan ég væri að heiman en svo finn ég það nú þegar að tíminn er farinn að hlaupa frá manni. Ég ætla samt að reyna að standa við þetta og blogga sem oftast.

Við Þórdís og Týri fórum suður til Reykjavíkur á fimmtudagskvöld þar sem veðurspáin fyrir föstudag og laugardag var síðri. Við sömdum við Sindra á Neðri Mýrum um að gefa hrossunum mínum og svo eru folöldin þau Brattur og Orða á húsi á Blönduósi við fínan aðbúnað. Ég á því að geta verið áhyggjulaus hérna en auðvitað er ég að hugsa til þeirra og á eftir að fylgjast náið með emoticon 

Við Þórdís fórum í Hveragerði á föstudaginn og ég skellti mér í surprice 2xfertugsafmæli þar sem frændi hans Atla og konan hans áttu bæði afmæli og fengu semsagt ekki að sleppa við að halda upp á það! Fjölskyldan tók málið bara í sínar hendur. Þetta var voðalega gaman og Atli missti af heilmiklu finnst mér.

Á laugardag mættum við Þórdís Katla í afmæli til Alexanders og Christians en þeir voru að halda upp á 3. ára áfangann. Ó já.. þessi börn eru víst öll að detta í 3. ára! Alveg merkilegt hvað tíminn líður. Þórdís mín verður 3. ára eftir nokkra daga emoticon 
Ég keyrði Þórshamar Týra svo í flug á laugardaginn. Hann beið svo kurteins og fínn með mér inni í farþegasalnum. Hann dillaði skottinu og brosti í hvert sinn sem einhver kom inn og iðaði allur þegar börn komu inn, samt svo stilltur. Svo kom bara vallar starfsmaður og teymdi hann með sér út. Týri var bara glaður með það og elti þennan ókunna mann, enda er hann alltaf glaður þessi hundur! Hann var svo bara glaður að sjá Agga bróðir úti í Eyjum og ég efast ekki um að hann sé að standa sig þarna. Bara eins gott að ég fái hann til baka emoticon ég veit nefnilega að það er ekkert mál að falla fyrir þessum hundi!

Á laugardagskvöld fór ég á Hamborgarafabrikkuna með Ásu Maríu og Sólveigu. Það er ekki svo oft sem maður hittir þær svo það erum að gera að nýta svona Reykjavíkurferðir. Svo var líka maturinn bara fínn! Ég fer örugglega þangað aftur. 

Elsa vinkona komst ekki með á Fabrikkuna þar sem hún var að sækja hrossin sín norður. Í staðinn þá fór hún á fætur fyrir allar aldir og kom með mér upp á völl á sunnudagsmorgun.. já ef það má segja að það sé kominn morgunn kl. 5 á morgnana! Þórdís Katla vaknaði þegar ég bar hana út í bíl og var svo bara hin hressasta. Elsa sat með okkur dágóða stund í flugstöðinni áður en við Þórdís fórum upp í fríhöfnina. Það var búið að semja um það að Þórdís fengi að velja sér dót í fríhöfninni og það var sko nóg um að velja.




Pet shop dót varð fyrir valinu og var mikið handleikið á leiðinni

Það var voða sport að fara í flugvélina og svo var hún eins og engill alla leiðina. Horfði á sjónvar, litaði og lék sér að dótinu sínu. Ég hefði ekki getað beðið um meira! Ég gat bara setið slök og horft á bíómynd.



Við millilentum svo í Amsterdam og þurftum að bíða þar í tæpa þrjá tíma. Ég gat tékkað farangurinn alla leið svo við þurftum ekkert að vesenast á þessum flugvelli. Ég var með brottfararspjöldin útprentuð svo við þurftum bara að finna Gate-ið okkar og bíða rólegar.



Þórdís lék sér og trallaði fyrir flugvallargesti og náði fram ansi mörgum brosum þann daginn emoticon Í fluginu með KLM flugfélaginu svaf Þórdís eiginlega alla leiðina. Við fórum á fætur kl. 4 svo það var ekki skrítið að litlar prinsessur væru orðnar þreyttar.

Atli beið svo eftir okkur á flugvellinum í Budapest og við tókum taxa "heim" á hótel. Við erum með fína íbúð, rúmgóða og fína. Eldhúsið er stærra en ég átti von á og svo erum við með þvottavél og þurrkara. Bara flott. Sundlaug, gufa og heitur pottur ásamt líkamsrækt á hæðinni fyrir neðan... ég ætla sko í ræktina um leið og ég er búin að kaupa mér föt og skó í ræktina!

Við röltum svo út á Fridays og fengum okkur í gogginn saman.



Á degi 1 var nú strax farið í búðir emoticon


Fyrsta skref var að kaupa bílstól fyrir Þórdísi



svo fékk hún kút, bát og bolta fyrir sundið!





Við Þórdís erum búnar að vera duglegar að finna okkur eitthvað að gera á daginn.. enda er ég ekki enn búin að fylla ferðatöskurnar svo ég hef ennþá verkefni! Annars er ég með ritgerðina mína opna allan daginn og er að vinna í henni þegar ég tapa ekki baráttunni við dótturina um tölvuna! Hún vill nefnilega horfa á myndir í henni á sama tíma og ég vil læra.. ég þarf eitthvað að hugsa þetta upp á nýtt! 


Þórdís fyrir utan hótelið okkar

Við áttum frábæran dag saman í dag. Við röltum í Mall-ið og versluðum dálítið í HM á Þórdísi. Ég ætla að fara aðra ferð í HM bara fyrir mig! Hún stóð sig ótrúlega vel í þessu rölti og græddi líka heilmikið á því að vera stillt og prúð! emoticon 

Ég kom líka við í Vodafone en ég er í vandræðum með nýja símann minn!.. sem ég keypti í Vodafone á Íslandi áður en ég kom út. Ég var svo glöð að fá mér loksins síma sem maður getur notað á netið, facebook og fleira skemmtilegt.. en nei, í fyrsta lagi gat ekki ekki tengst netinu í gegn um 3G og svo þegar það er búið að bjarga því fyrir mig (í vodafone hérna úti) þá get ekki ekki gert neitt á facebook í gegn um símann emoticon Það lítur út fyrir að síminn minn sem er glænýr og ekkert notaður sé bilaður! frábært! Ég hafði samband við Vodafone heima og þeir segja að ég eigi að geta framvísað nótunni fyrir honum sem ábyrgðarskírteini í allri Evrópu.. en sjáum til hvernig það gengur! 

Það er kannski best að það komi fram að ég er ekki að nota íslenska númerið mitt hérna úti. Ég er komin með ungverskt símanúmer (man ekkert hvað það er!) og því þýðir ekki að senda mér sms eða eitthvað þannig. Mæli með að senda mér skiló á facebook eða bara á manaskal@gmail.com. 

Ég ætla að vera duglegri að taka myndir á næstu dögum. Ég fór nú af stað í dag með Canon EOS vélina mína en hún varð rafmagnslaus við útidyrahurðina svo ég reyni kannski aftur á morgun hehe.

Héðan er semsagt allt gott að frétta og allir skemmta sér vel. Verðin eru frábær, hér er allt til. Ég sakna reyndar ýmissa hluta úr ísskápnum heima en ég svelt varla hérna samt. Maður er bara svo góðu vanur heima, hérna er t.d. bara einhver G mjólk.. hvað er málið með það! Annars er matur hérna svo ódýr að maður getur ekkert kvartað.. og Tesco! Draumastaður! Það er sko matvörubúð í lagi!!

Bless í bili


Flettingar í dag: 837
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1019
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 189242
Samtals gestir: 25632
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 23:43:51

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar