Mánaskál

06.01.2012 19:59

Desember 2011

Það er orðið dálítið langt síðan ég skrifaði fréttir síðast svo ég ætla að reyna að stikla á stóru um helsti fréttir síðan síðast.

Það sem af er vetri hefur verið nóg af snjó



Við fórum í jólatrésleiðangur á þorláksmessu sem var svakalega skemmtilegt. Í Gunnfríðarstaðarskógi má velja sér jólatré og höggva sjálfur. Við fórum í frábæru veðri í skóginn og fundum okkur jólatré til að taka með heim. 


Atli og Þórdís Katla skima eftir jólatré


Kolla og Þórdís Katla


Leiru Þórshamar Týri - Íslenski fjárhundurinn á bænum


Búið að velja jólatré og þá þurfti að saga


Jólatréð dregið til baka

Við áttum ósköp notaleg jól hérna í sveitinni. Tengdó voru hjá okkur yfir jólin og við áttum yndislegar stundir saman. Þórdís var ótrúlega róleg yfir þessu jólastússi en var svo mjög dugleg að opna pakkana þegar byrjað var á því á annað borð. Hún fékk auðvitað fullt af fínum gjöfum eins og aðrir og var mjög hamningjusöm með sitt emoticon







Þórdís gerði cornflakes kökur handa okkur á jóladag


Hér eru öll hross löngu komin á gjöf og þau fengu líka afskruðinn af jólatrénu á aðfangadag emoticon þeim leiðist nú ekki að naga svoleiðis


Drungi kíkir á jólatréð




Heldri hryssurnar mínar þær Rák og Fluga


Bylting að fá sér vítamín og steinefni


Vaka sýnir hvað henni finnst um mig


Hugsýn mín sem fór undir Abraham frá Lundum II síðasta sumar

Gríma og Brattur fóru á Blönduós nokkrum dögum fyrir jól og Gríma fór svo með hestabíl heim á Lunda en Brattur á að vera á húsi á Blönduósi þangað til hann fer á Bjarghús í fóðrun. Ég kíkti auðvitað í hesthúsið um jólin og hafði myndavélina meðferðis. Brattur er alltaf hress og kátur og það er gaman að honum.


Brattur, undan Birtu minni sem ég missti í sumar og Feng frá Meðalfelli

stuð í gerðinu




Týri fær svo auðvitað að koma með í hesthúsið

Eðall Byltingarsonur er farinn til nýs eigandans en hann var sóttur óvænt hingað af Jakobi hestabílstjóra. Ég var bara í þvottahúsinu að dunda mér þegar allt í einu er bankað. Ég fór til dyra og standa þá tveir hestabílstjórar úti á palli og hestabílinn opinn og tilbúinn fyrir neðan bæinn. Ég fékk alveg áfall þar sem ég átti ekki von á bílstjóranum og folaldið var enn úti með Byltingu. Nú voru góð ráð dýr og mér fannst ekki annað hægt en að drífa sig út og reyna að ná folaldinu einn tveir og bingó. Það var orðið dimmt og ég átti von á að þetta yrði eitthvað skrautlegt. Ég greyp með mér múl og brauð og lokkaði hrossin strax inn í gerði. Á svona stundum er gott að eiga brauðhross emoticon Ég tók Byltingu í taum og mýldi svo folaldið henni við hlið og það gekk eins og í sögu. Þá var bara eftir að koma folaldinu upp á hestabílinn. Bylting var teymd með honum að bílnum og það gekk ótrúlega vel að koma honum upp. Hann var kannski ekki alveg til í að fara í einum rykk enda skildi hann bara ekkert hvað var að koma fyrir hann og hvert átti að troða honum. Upp fór hann og hann átti nú dálítið bágt þarna fyrst, lagðist bara niður og ætlaði bara að vera þar á meðan hann hugsaði málið. Bílinn var tómur svo hann hafði engin hross til að hlaupa til. Hann fór svo á sinn stað og lagði í sitt ferðalag austur á firði. Grey Eðall minn var heila 14 tíma á bílnum emoticon litla greyjið. Það gengur bara vel með hann á nýja staðnum og eigandinn er ánægð með hann svo við erum ánægð líka. 


Eðall frá Mánaskál lítill og sætur í sumar

Eðall í ágúst/sept

Það eru nú líka fréttir af Byltingu minni en hún er nú komin til nýrra eigenda í Þýskalandi. Ég átti von á hestabíl hérna daginn fyrir gamlárs en svo fór að ég flutti hana á Blönduós og fékk til þess góða hjálp hjá nágranna mínum Sindra á Neðri Mýrum. Ég þurfti að fá snjómokstur því hingað var ekki fært fyrir hestabíl eða kerru. Það gekk allt eftir pöntun svo það var ekkert mál að draga kerru. Bylting fór svo á bíl sama dag og fór til Gunnars og Krissu í Horse Export þar sem hún fór í læknisskoðun og allt það. Hún fór svo í flug þann 4. janúar og er komin til nýrra heimkynna og nýir eigendur eru voðalega lukkulegir með hana. Ég bíð nú spennt eftir fréttum og nýjum myndum af henni.



Eftir að ég hafði sett Byltingu á bílinn fór ég sjálf suður til að taka á móti Atla mínum. Þórdís var fyrir sunnan hjá ömmu og afa í Hveragerði og Týri var hjá þeim líka. Það var dálítið sérstakt að vera alein í kotinu, ekki einu sinni barnið eða hundurinn. Sameinaða fjölskyndan var svo í mat hjá fjölskyldumeðlumum á gamlárskvöldi og allir skemmtu sér vel. Týri fékk að fara með í party og stóð sig vel sem selskapshundur við það tilefni. Hann var ótrúlega rólegur á miðnætti og eiginlega bara ekkert mál að hafa hann með þó hann hafi verið á ókunnugum stað líka. 




Þórdís Katla og pabbi með blys.. eftir það voru sjörnuljós ekki skemmtileg


Týri partyhundur emoticon

Ég tók allt of fáar myndir á áramótunum svo ég verð að blikka Tinnu og fá lánaðar hennar myndir þar sem hún var mikið duglegri að hafa myndavélina á lofti.

Eins og ég var búin að segja frá áður þá keypti ég mér folald í haust en ég var ekkert búin að gera því nánari skil. Ég og Elsa misstum okkur semsagt aðeins á Skype í haust og úr varð að við ákvaðum að kaupa okkur sitthvort folaldið. Folöld sem við sáum í haust í réttunum í Víðidalnum og ég var auðvitað búin að sjá myndir líka á netinu. Folöldin eru frá Stórhóli í Vestur Húnavatnssýslu. Við Elsa ætluðum svo að drífa okkur í heimsókn að Stórhóli og kíkja á gripina sem við vorum búin að festa okkur.. nema hvað að svo kom aldrei rétti tíminn. Elsa kom svo loksins norður milli jóla og nýárs og ég gat hliðrað til vinnunni til að komast í björtu á Stórhól. Viti menn.. þetta er veðrið sem við fengum..




alveg frábært veður til að skoða hross!



Til að segja loksins frá þessari hryssu þá heitir hún Orða og er undan slettuskjóttum hesti sem heitir Dísill frá Hæli. Sá er undan Hóf frá Varmalæk og Smáradóttur. Hún er rauðstjörnótt, glaseygð á báðum. Þar sem ég fékk enga hryssu í vor sjálf þá varð ég bara að kaupa mér hana emoticon 
Við fórum svo í gær eftir vinnu að sækja Orðu en hún beið eftir okkur í hesthúsinu á Stórhóli ásamt hryssunni sem Elsa vinkona keypti. Það var svo mikill snjór að ekki var hægt að koma hestakerrunni að hesthúsinu en þá varð bara að teyma hana að kerrunni. Garðar bóndi á Stórhóli fékk það hlutverk að mýla hryssuna og þetta gekk vel en voru samt aðeins meiri læti en þegar ég mýldi Bratt úti á túni fyrir stuttu síðan emoticon Þetta var nú ekkert sem stórbændur á Stórhóli kippa sér upp við enda gekk þetta svo bara stórvel. Hryssan hafði auðvitað aldrei fengið á sig múl og hvað þá taum með tveimur karmönnum á. Hún teymdist svo bara furðuvel að kerrunni og strákarnir voru ekki lengi að koma henni upp og loka. 

Við keyrðum svo kerruna upp að hesthúsinu á Blönduósi, ég krætki taum í múlinn hennar og svo labbaði hún bara inn. Þetta gekk eins og í sögu.


Orða frá Stórhóli




greyjið hún.. ég er auðvitað strax byrjuð að abbast upp á hana emoticon
Núna þarf ég að nota næstu daga vel til að mannvenja hana. Brattur minn var ekki alveg nógu sáttur við að þurfa allt í einu að deila stíunni sinni með öðru folaldi og er frekar vondur við hana en ég ætla rétt að vona að þetta jafni sig mjög fljótt og litla Orða mín fari að svara fyrir sig.

Hérna eru eldri myndir af Orðu sem ég fæ að láni frá Maríönnu á Stórhóli:









Eins og flestir örugglega vita þá fór Hugsýn mín undir Abraham frá Lundum II í sumar og var sónuð með fyli svo vonandi fæ ég folald að vori. Vinsælast væri að fá hryssu og það væri nú ekki leiðinlegt ef hún væri eins og þessi 4. vetra Hugsýnardóttir


Hempa frá Holtabrún. F. Borði frá Fellskoti. Mynd Hulda G. Geirsd.

Systir hennar Þökk frá Holtabrún er til sölu og það er búið að lækka verðið á henni

For Sale:


A beautiful Icelandic mare, five years old. Trained for one winter, clear gaits, good spirit. Fully vet-checked and x-rayed last year. Confirmed in foal with 1st prize stallion Þristur frá Fet (also 1st prize for offspring)i. Could produce a very interesting colorful offspring next year. 
F: Mökkur frá Hólmahjáleigu 1st prize (son of Hilmir frá Sauðárkróki)
M: Hugsýn frá Stóra-Sandfelli 2 (daughter of Kjarval frá Sauðárkróki)
Price ISK 550.000 (ca. euro 3.700) - send me a message if you want more info :)

Þrátt fyrir að vera búin að skrifa heil ósköp.. já eða allavega dæla inn myndum, þá eru aðalfréttirnar kannski að ég er á leiðinni til Budapest í 6 vikur ásamt fjölskyldunni emoticon 


Ég ætla að vinna í lokaverkefninu mínu á þessum tíma og verð vonandi búin með verkefnið eða nálægt því þegarég kem aftur. Reiðhestarnir mínir verða úti þangað til ég kem til baka en þau verða drifin inn við fyrsta tækifæri því ég er skráð á námskeið sem verður byrjað áður en ég kem heim. Ég og Drungi ætlumað vera dugleg að vinna heimavinnuna okkar og stökkva inn í námskeiðið þegar ég kem til baka. Á meðan verða Brattur og Orða í plássunum mínum á Blönduósi en fara svo að Bjarghúsum í fóðrun.

Ætli þetta sé ekki nóg af fréttum í bili.. ég er klárlega að skilja helling eftir en vonandi verð ég duglegri að koma með fréttir héðan í frá.

Flettingar í dag: 6
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189249
Samtals gestir: 25636
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:10:39

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar