Mánaskál

05.09.2011 22:21

Hundalíf

Núna hef ég tíðindi! Haldið þið að það sé ekki kominn hundur á heimilið. Núna er sko gaman hjá minni J Ég keyrði Atla suður á laugardaginn og sótti mér eitt stykki hund á bakaleiðinni. Þetta er enginn annar en Leiru Þórshamar Týri, gamall vinur okkar Skellu. Hann er orðinn 10 ára og sárvantaði heimili og mig "sárvantaði" hund. Týri lætur eins og heima hjá sér og virðist kunna vel við sig hérna. Mig minnir nú að hann hafi komið með mér hingað norður fyrir nokkrum árum en hann man nú varla eftir því.  Ég skellti mér í reiðtúr í gær og tók Týra með sem hafði bara gaman af því. Hann var stilltur og hlýddi vel. Eftir reiðtúrinn var hann látinn þorna niðri eins og alvöru sveitahundi sæmir áður en hann fékk að koma upp að skoða slotið. Týri svaf eins og engill i nótt, ekkert væl eða vesen á honum svo ég held að honum líði bara ágætlega hérna hjá okkur.  Svo finnst honum gott að borða og mér leiðist ekki að gefa matgæðingum að borða en ég lofa að passa mig. Hann er nefnilega nánast hringlóttur nú þegar J


Týri var svo einn heima í dag á meðan við Þórdís vorum í vinnu og leikskóla. Hann var því eðlilega mjög ánægður að sjá okkur þegar við komum heim. Þar sem Týri var búinn að vera einn allan daginn drifum við okkur út í girðingavinnu svo Týri gæti notið sín úti.  Svo stendur til að færa skjóttu hryssurnar í grasmeiri girðingu á morgun fyrst ég er búin að tjasla saman girðingunni
J Það eru næg verkefni hjá okkur Þórdísi og Týra um þessar mundir. Týri þyrfti bara að geta passað Þórdísi fyrir mig á meðan ég ríð út, þá væri þetta fullkomið.


Þórdís Katla fékk far í hjólbörunum


Þórdís vildi líka vera á myndinni!



Í dag var fyrsti vinnudagurinn þar sem ég var alein í nýja starfinu en nágrannakona mín frá Sturluhóli var að koma mér inn í ýmis mál áður en hún hverfur af landsfjórðunginum. Ég er mjög spennt fyrir vinnunni minni og hlakka til að takast á við þetta. Semsagt ef ég var ekki búin að minnast á þetta áður þá fékk ég semsagt áframhaldandi vinnu hjá Greiðslustofu á Skagaströnd og fékk ný og krefjandi verkefni.

Svo styttist bara í réttir og göngur.. ég er farin að telja niður dagana í stóðréttirnar en ég er búin að vera að bíða eftir þeim síðan á mánudegi eftir stóðréttirnar í fyrra! Mæli sko með þessari ferð fyrir alla sem hafa gaman af því að ríða út emoticon

Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189686
Samtals gestir: 25655
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 07:34:41

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar