Mánaskál

28.06.2011 10:43

Birta köstuð

Allt gott að frétta úr sveitinni þrátt fyrir að veðrið sé ekkert spes. Sissi kom í heimsókn til okkar á föstudaginn og ætlar að vera hjá okkur fram að landsmóti. Kamperinn er orðinn tilbúinn undir landsmótið svo ég er ekki frá því að maður sé að verða smá spenntur. Mamma og pabbi koma í Mánaskál fyrir helgina og verða með Þórdísi fyrir okkur svo við verðum barnlaus og alles emoticon

Birta mín kastaði i fyrrakvöld rauðstjörnóttum hesti. Við horfðum á hana kasta og þurftum að grípa inn í þegar annar framfóturinn kom ekki með. Hinn fóturinn var kominn alveg út og hausinn líka en enn hékk folaldið fast. Það kom sér vel hvað hún Birta mín er spök og fín því það var ekki einu sinni settur á hana múll þegar við hjálpuðum folaldinu út.








Þessi sæti foli hefur fengið nafnið Brattur

Fleiri myndir í myndaalbumi

Ég bætti inn á sölusíðuna einum myndarlegum 4. vetra hesti sem er til sölu. Hann fæst einnig í skiptum fyrir hryssu. Gott tækifæri til að láta frá sér eina unga eða gamla hryssu í staðinn fyrir skemmtilegt verkefni í vetur. 



Enn er netlaust hjá okkur svo þetta verður bara stutt. Fleiri fréttir von bráðar.
Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189703
Samtals gestir: 25659
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 09:04:20

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar