Mánaskál

27.12.2010 22:46

Tamning

Smá aukablogg þar sem ég gleymdi einni skemmtilegri frétt! Drungi minn er auðvitað í tamningu hjá henni Ylfu vinkonu og Konna hennar í Landeyjunum. Það gengur mjög vel með folann og Ylfa er rosa ánægð með hann. Henni finnst hann reyndar heita of drungalegu nafni því hann sé svo ljúfur. Drungi er mjög ljúfur karakter og það er mjög auðvelt að líka vel við hann. Hann er spakur og skynsamur og næst hvar sem er sem mér finnst afar mikill kostur við hross.

Við Atli tókum Drunga með okkur suður eftir réttir í september og ég keyrði svo með hann austur til Ylfu þar sem hann hefur verið í góðu yfirlæti síðan. Drungi er draumareiðhross og ég efast ekki um að ég verði alsæl með hann undir hnakkinn. Það er búið að sleppa honum núna en Ylfa heldur svo áfram með hann í vetur.

Ylfa og Konni tóku  nokkrar myndir af Drunga áður en þau slepptu honum en hann var orðinn leiður greyjið og því var honum sleppt áður en ég komst austur að kíkja á hann. Leyfi nokkrum myndum að fylgja með.











Ég hlakka bara til þegar ég get farið að prufa klárinn sjálf emoticon Svo er ég auðvitað farin að hlakka til vorsins með öllu því sem því fylgir!! Kerlurnar í vinnunni góndu á mig þegar ég var að tala um að ég hlakkaði til þegar færi að vora.. því það væru sko ekki einu sinni komin áramót! Mér er alveg sama um það.. ég hlakka bara til emoticon enda mikið til að hlakka til! Vonandi mörg folöld!
Flettingar í dag: 1631
Gestir í dag: 610
Flettingar í gær: 248
Gestir í gær: 86
Samtals flettingar: 176625
Samtals gestir: 24826
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 23:43:51

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar