Mánaskál

28.06.2010 22:05

Fréttir af síðustu dögum

Jæja þá er sumarið virkilega farið að fljúga áfram Atli og Þórdís Katla eru fyrir norðan á meðan ég er að vinna ennþá. Það er ferlega skrítið að vera svona alein heima en alveg gott líka að hafa allan tíman í heiminum til að vera latur eða hvað sem maður vill gera. Þórdís kemur svo í bæinn í þessari viku en fer svo austur á Klaustur um helgina með ömmu og afa í Hveró. Næstu helgi er svokölluð Mosahelgi en þá hittist familían á Mosum og á góðar stundir saman. Þórdís ætlar að mæta sem fulltrúi okkar fjölskyldu því við Atli ætlum að vera fyrir norðan.

Á föstudaginn fór ég norður með Ásu vinkonu en hún var á leiðinni á Akureyri í skemmtiferð. Það var rosa gott að hitta Atla og Þórdísi Kötlu. Þórdís meira að segja fékk að vaka eftir mömmunni sinni sem mamman var sko ánægð með! Við áttum mjög fína helgi í rosa góðu veðri emoticon það er sko ekki hægt að biðja um meira!

Atli og Gunni voru á fullu að skipta um glugga fyrir helgina, núna eru komnir nýjir gluggar á suðurgaflinn og vá hvað þetta munar miklu! Þeir eru svo búnir að vera að sníða efni í kring um gluggana síðustu daga svo það fer að koma rétt útlit á húsið. Atli er svo núna að setja grind utan á restina af framhliðinni svo hægt sé að klára að klæða hana emoticon







Á laugardaginn fórum við svo á Vatnsleysu í Skagafirði að sækja Feng frá Meðalfelli sem ætlar að sinna hryssunum okkar í sumar. Mér líst mjög vel á þennan hest, bæði myndarlegur og með góðar hreyfingar og ættin er auðvitað bara frábær. Það var rosalega gaman að fylgjast með hrossunum þegar við slepptum honum samanvið. Hann hvíaði fyrir allan peninginn og varð auðvitað voða töffari og karlmenni til að ganga í augun á hryssunum. Við Atli vorum að tala um það á leiðinni að það væri leiðinlegt hans vegna að komast loksins út og í merar og engin þeirra vildi hann samt. Ég átti nefnilega ekki von á að nein væri að ganga.. það reyndist sko ekki rétt því Vaka og Birta voru svo bara báðar í látum og hann fékk nóg að gera emoticon Vaka var líklegast að klára gangmálið þar sem hún var ekki eins spennandi á sunnudeginum. Birta var aftur á móti mjög spenanndi og aðgangshörð bæði laugardag og sunnudag. Mér finnst rosalega gaman að fylgjast með hvernig hrossin haga sér, t.d. giska ég á að Bylting sé að fara að byrja í látum bara afþví hvernig hún lætur við hann. Svo er líka merkilegt hvað þessir stóðhestar þurfa að þola, það er engin smá harka í merunum og þeir þurfa sko alveg að vinna fyrir matnum sínum annars fá þeir það bara óþvegið.

Ég klikkaði aldeilis á aðalatriðinu þessa helgina en það eru myndirnar af stóðhestinum. Ég tæmdi vélina í tölvuna mína og lánaði svo Atla tölvuna og eyddi myndunm úr vélilnni. Ég set því ekki inn myndir af Feng fyrr en eftir næstu helgi.





Þórdís Katla var algjört yndi um helgina, það var svo gaman hjá henni að göslast úti. Hún fékk sandkassa framan við húsið um helgina sem á örugglega eftir að nýtast vel. Það er sko allt nýtt í sveitinni en nýji sandkassinn er sko umgjörðin utan um gamla baðgluggann emoticon









Atli lagaði sjónvarpið um helgina, þvílíkt kraftaverk því það hefur verið sjónvarsplaust í Mánaskál í marga mánuði og Atli heldur betur glaður að geta séð einhverja HM leiki. Það þurfti kannski HM til að farið yrði í sjónvarsviðgerðir að einhverju marki.. þarna er ég allavega búin að finna eitt jákvætt við HM emoticon

Svo er það bara að láta þessa vinnuviku klárast og drífa sig aftur norður yfir helgina, get ekki beðið!

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189329
Samtals gestir: 25652
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 06:46:56

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar