Mánaskál

14.06.2010 23:35

Fer í Mánaskál og fleira

Ég var að bæta inn myndum í myndaalbumið sem ég tók af Þórdísi Kötlu fyrir nokkrum dögum hérna úti í garði. Hún er orðin svo mikill krakki.. ég er bara ekki að átta mig á því hvað hún stækkar hratt! Sjálfsagt finnst öllum foreldrum þetta emoticon Ég er nú líka alltaf að furða mig á foreldrahlutverkinu. Ég vissi að þetta væri æðislegt en þetta kemur samt sífellt á óvart! Það eru þvílík forréttindi að eiga börn.. og sérstaklega svona æðislega litla stelpurófu sem foreldrarnir sjá ekki sólina fyrir emoticon









Við Atli fórum barnlaus í Mánaskál á laugardaginn í stutt stopp. Þórdís Katla var hjá ömmu og afa í Hveró á meðan og skemmti sér eflaust mjög vel. Aðal tilgangur ferðarinnar var að slækja húsbílinn til að nota sem hestabíl og fleira. Hryssurnar eru að fara norður og það styttist í að við sækjum stóðhestinn.

Við fengum alveg ágætis veður, þurrt á laugardeginum en svo byrjaði að rigna á sunnudag. Túnin og hestahólfin eru farin að grænka vel og vætan sl. daga hefur örugglega góð áhrif á sprettuna.









Atli hífði camperinn af pallinum með traktórnum og honum var komið fyrir á hlaðinu þannig að hægt verði að nota hann í sumar ef auka pláss vantar.





Við notuðum líka tækifærið og kláruðum girðinguna á norðurtúninu. Við áttum eftir að staga hornstaurana og ýmislegt smálegt.





Eins og ég var búin að fjalla um áður þá sluppu hrossin mín út í apríl eða maí. Girðingin var slitin á einum stað og þau trítluðu yfir í stóðið hennar Signýjar. Ég ætla að halda Byltingu nú í sumar svo ég þurfti auðvitað að handsama dömuna og sá jafnvel fyrir mér að það yrði einhver fyrirhöfn. Hrossin komast yfir svo stórt svæði og oft langt að sækja þau. T.d. var stóðið hátt í Langadalsfjalli þegar við komum á laugardaginn. En viti menn! Þegar við Atli vorum að klára girðinguna á sunnudag kemur stóðið trítlandi og Bylting í broddi fylkingar. Ég opnaði hliðið á norðurendanum á túninu og stóðið kom inn á tún emoticon Við Atli sigtuðum svo fröken Byltingu frá stóðinu með því að lokka hana inn í lautina. Sko ég vissi að allar þessar girðingar og hlið kæmu að góðum notum emoticon Drungi var ekki í þessum hrossahóp svo mig vantaði hross til að hafa með Byltingu þangað til hinar hryssurnar koma norður. Ég fékk því lánaðann einn reiðhest frá Signýju. Singý er nýbúin að hitta Drunga svo ég hef engar áhyggjur af honum, hann hefur bara fundið sér betri félagsskap.







Við Atli verðum á ferðinni norður aftur fljótlega, hugsanlega aðeins fyrr en við höfðum gert ráð fyrir. Við komum þá með hryssurnar með okkur og sækjum svo Feng á Vatnsleysu. Ég get ekki beðið eftir að eyða sumarfríinu í sveitasælunni. Þórdís á eftir að skemma sér svo vel líka og ég hlakka til að upplifa það með henni emoticon

Nýjar myndir í myndaalbuminu
OG
Ný myndbönd líka!

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189319
Samtals gestir: 25650
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:38:01

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar