Mánaskál

26.05.2010 19:40

Sumarið er skollið á emoticon sem er bara frábært!
Allar einkunnir eru komnar í hús og ég er bara sátt við árangurinn. Ég er nú bara að standa mig ansi vel miðað við tíma og aðstæður svo núna er stefnan sett á útskrift að ári! Get ekki beðið! Nú ætla ég að njóta sumarsins áður en ég fer að hugsa um skólann aftur.

Við fjölskyldan fórum austur á Kirkjubæjarklaustur síðustu helgi í jarðarförina hans afa. Athöfnin var mjög falleg, sérstaklega minningarathöfnin í Reykjavík. Við vorum heppin með veður og bara allt gekk upp. Það var gaman að koma austur þó svo að maður hefði kosið aðrar aðstæður og það var fræbært að hitta allt fólkið sitt, það er allt of sjaldan sem fjölskyldan kemur öll saman. Því miður gátum við ekki stoppað en það hefði verið svo flott að eyða helginni á Klaustri fyrst maður var kominn þangað.

Þórdís Katla fór svo heim í Hveró með ömmu og afa og var hjá þeim fram á mánudag. Við Atli fórum beint frá Klaustri norður í Mánaskál með nýju sláttuvélina okkar á kerrunni emoticon  Sláttuvélina fengum við hjá Kjartani í Fagurhlíð svo hún fór í dágott ferðalag.

Við eyddum helginni í traktoraviðgerð og girðingavinnu. Við lokuðum norðurtúninu og löguðum girðinguna sem var slitin. Ég verð alveg að skammast mín og segja frá því að ég tók engar myndir í þessari ferð þrátt fyrir æðislegt veður og góða helgi emoticon  Þórdís Katla átti líka góða helgi í Hveró, fór í sund og veislu og lét örugglega stjana við sig alla helgina!

Vaka og Birta eru farnar út. Þær fóru til bráðabirgða upp í Mosfellsbæ og fara alla leið norður þegar þær hafa jafnað sig á hestapestinni sem er að ganga. Til að bæta hrossaflutningum á mína könnu þá var ég að fá mér aðra hryssu. Sú er jarpskjótt Kjarvalsdóttir og fer beint í folaldseign hjá mér. Merin heitir Hugsýn og hefur verið í folaldseign síðustu ár með góðum árangri. Undir henni gengur folald í dag svo það verður lítið folald að skottast hjá mér í sumar. Ég kannaðist við þessa hryssu og hef þekki til systkina hennar og hafa þau verið notuð í keppnir með góðum árangri. Ég held að ég verði ekki svikin af þessum kaupum.

Ég er að vona að ég fái betri myndir af Hugsýn en ég ætla að pósta því sem ég hef af henni núna.




Hugsýn með Hnykk hennar Lilju


Hugsýn að hausti, Lilja heldur í.

Að fleiri gleðifréttum þá var afsalið fyrir Mánaskál að koma í pósti í dag. Við Atli erum semsagt búin að kaupa Agga út og ætlum að gera jörðina upp i framtíðinni. Nú get ég klárlega farið að safna hrossum emoticon  Í dag eigum við rúma 300 ha undir hvert hross.. ég held að ég hafi pláss fyrir fleiri emoticon 

Núna eru stóðhestapælingar á fullu og ekki veitir af fyrst ég er að bæta við mig hryssum. Ég á þá núna tvær jarpskjóttar, tvístjörnóttar hryssur og leiðist það ekki. Það er margt í stöðunni með stóðhesta og ég hef sko farið í marga marga hringi.

Ég fór fyrir nokkrum dögum til Helgu í Miðengi að kíkja á Hvata frá Miðengi. Sá er 3 vetra móvindóttur foli undan Eið frá Oddhóli og er arfhreinn um vindótta litinn, gefur semsagt eingöngu vindótt! Klárlega plús.







Um helgina er svo Eurovision og þrif hjá Lólý systir en það má ekki láta svona óléttar stelpur púla við þrif í nýbyggingunni. Ég vona að við Þórdís getum gert meira gagn en ógagn.

Þangað til næst..

Flettingar í dag: 69
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189312
Samtals gestir: 25649
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:01:40

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar