Mánaskál

30.08.2009 19:30

Alir komnir "heim"

Jæja nú er svo langt síðan ég bloggaði að ég veit varla hvar ég á að byrja eða enda. Við semsagt komum heim síðasta sunnudag en Atli fór aftur norður á föstudag með Stefni til að halda áfram með ýmis verkefni. Það er víst nóg eftir enn!

Birta og Vaka eru búnar í Kjalferðunum sínum en núna vantar mig bara að koma þeim í bæinn. Ég hef ekki bíl í verkið og þarf eitthvað að finna út úr þessu. Ég veit ekki annað en að þetta hafi gengið vel allavega vildi einn túristinn endilega kaupa aðra hryssuna um daginn en nei hún var ekki til sölu. Ég held að Össi hafi ætlað að leggja á Birtu í þessari síðustu ferð en ég hef ekki fengið neinar fregnir af þeirra ævintýrum. Ég ætla að vera með prinsessurnar á húsi fram að stóðréttum og ef allt gengur upp þá fer ég ríðandi í stóðreksturinn. Ég er að krossa putta og vona að hestakerran mín verði komin á götuna fyrir stóðréttirnar en pabbi er á fullu að vinna í því fyrir mig. Ég hlakka líka til að geta hestast smá með Ylfu og Konna í Heimsenda. Það verður skrítið að vera ekki í Gusti með þær, ég hef aldrei verið annars staðar og rata ekkert þarna uppfrá. Ég gæti trúað að mig vanti "göturnar mínar", það er nefnilega svo gott að ríða göturnar í Gusti í hinum ýmsu æfingum. En annars vona ég bara að ég fái ekki bara "skemmtilega" haustveðrið sem nú fer bráðum að skella á.

Þórdís Katla fékk göngugrind um leið og við komum heim og er ótrúlega fljót að læra inn á hana. Hún er semsagt farin að rífa og tæta allt sem hún kems í. Nú á sko að láta mömmu sína vinna fyrir fæðingaroflofinu emoticon Hún er orðin svo sterk og dugleg að standa að ég spái því að hún verði farin að hlaupa fyrir eins árs... með fyrirvara um að bumban skemmi ekki jafnvægið hennar hehe. Hún er núna að detta í 7mánaða! þetta líður sko endalaust hratt.



Skólinn minn byrjar á morgun sem er bara fínt en það verða viðbrigði að vera ekki lengur í fríi. Alvara lífsins er að taka við með öllum sínum verkefnum og prófum. Ég er skráð í fullt nám og ætla að halda því til streytu. Ég er orðin allt of gömul til að dunda mér í skólanum.

Við Þórdís eyddum gærdeginum hjá mömmu og Lólý og hittum líka Agga bróðir sem kom upp á land á reunion. Við komum ekki heim fyrr en í gærkvöldi og svo fórum við aftur á flakk í dag en þessum degi var eytt í húsdýragarðinum í góða veðrinu.







Ég setti inn fleiri myndir myndaalbumið um daginn, allt undir Mánaskál sumar 2009. Ég held að þá sé nú flest komið þar inn.

Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174955
Samtals gestir: 24182
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 18:08:54

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar