Mánaskál

31.01.2009 11:11

Engar fréttir

Það eru engar fréttir frá þessum bæ, allt með kyrrum kjörum. Ég er núna að fara á MORGUN á spítalann.. svolítið sérstakt að hugsa til þess.. ég vona bara að ég fari ekki að byggja upp einhvern kvíða. Maður á alltaf von á að fara bara af stað allt í einu og þá bara gerast hlutirnir.. það er ekki eins aðlaðandi að eiga að mæta á einhverjum fyrirfram ákveðnum tíma til að láta ýta á "on" emoticon og sitja svo og bíða eftir sársauka.. úff ekki spennandi. Annars þarf ekkert að hafa áhyggjur af mér.. ég ætla ætla ætla að vera jákvæð og þetta verður ekkert mál emoticon Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að þar sem ég á að mæta að kvöldi þá eru góðar líkur á að Atli fái ekki að vera með mér um nóttina, hann verður líklega sendur heim og má svo koma um morguninn eða fyrr ef eitthvað gerist. Hver sefur við svona aðstæður! Hann á bara eftir að sitja heima og naga neglurnar greyjið drengurinn og verður svo þreyttur og ómögulegur þegar ég þarf að hafa hann til taks. Það má nú kannski lauma að honum svefntöflum eða eitthvað.. sjáum til þetta reddast allavega. Nú og ef við erum heppin þá er rólegt á fæðingardeildinni og hann fær að gista emoticon

Ég ætla að njóta þessa síðustu stunda áður en maður verður foreldri.. líklega er morgundagurinn síðasti séns til að sofa út í langann langann tíma og ég ætla mér að nýta hann vel! Núna hef ég líka þessa fínu afsökun fyrir letinni.. ég þarf að safna kröftum hehe

Petra frænka er ekki farin af stað enn, þó er eitthvað að gerast hjá henni eftir belglosunina í gær. Maður bíður bara rosa spenntur eftir fréttum að vestan!

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar