Mánaskál

26.01.2009 12:10

41 vika

Jæja! Komin 41 vika í dag! .. og ekkert að gerast enn emoticon Ég vaknaði í nótt með alveg e-h rosalega samdráttarverki og hugsaði jæja núna er ég að fara af stað og svona eru þessir verkir þá. Þetta var sko fanta vont.. en svo eftir að ég komst loks á fætur þá var bara ekkert að mér frekar en fyrri daginn hehe. Ég vakna alltaf milli hálf sex og sex á morgnana og fæ rosalega verki við það að reyna að komast á fætur en svo um leið og ég er komin upp úr bælinu þá líður mér betur og ég sef svo eins og steinn það sem eftir er nætur.. og meira til emoticon

Ég er orðin svo spennt að vita hvernig þetta fæðingardót allt virkar.. hvernig eru þessir verkir og hversu vont er þetta og allt það.. en svo er bara ekkert að gerast. Svo er maður svo clueless, veit sko ekkert hvað maður er að fara út í.. Petra frænka er t.d. búin að vera með rosalega fyrirvaraverki lengi lengi en ég fæ bara eitthvað sem mér finnst vera smá verkir (örugglega persónubundið samt hvernig fólk flokkar verki) og ekki oft heldur. Er hún kannski bara orðin vel undirbúin fyrir átökin á meðan það er allt enn lok lok og læs hjá mér, engin útvíkkun og ekki neitt og ég þarf að taka þetta allt saman í maraþoni þegar ég fer loksins af stað! Þetta verður spennandi.. ég er allavega farin að hlakka rosalega til emoticon það er sko enginn kvíði hér á bæ. Atli má alveg sjá um þá deild ef hann vill, annars veit ég að hann mun standa sig eins og hetja og þetta verður sko ekkert mál emoticon

En jæja.. ég þarf víst að læra líka.. skólinn bíður ekkert með öndina í hálsinum þó að ég sé að fara að fæða.. life goes on..

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar