Mánaskál

23.01.2009 09:47

40 vikur + 4 dagar

Ég er enn óköstuð ef ég má orða það þannig. Ég er alveg með smá pílur og svona.. eitthvað er að malla. Svo er þetta greinilega að styttast skv. væntanlegu mjólkurbrúsunum mínum. Ég fer nefnilega ekki ofan af því að við erum bara ekkert öðruvísi en dýrin, þetta virkar allt eins! Eins og hestamenn vita þá fylgist maður með júgrinu á hryssunum til að sjá hvað er stutt í köstun.. og ég held að við séum bara alveg eins. Hlæjið bara, ég sé bara lífið og tilveruna út frá hestum og hundum og það er bara ekkert við því að gera emoticon Þetta er sko ekkert verri fílósófía en hvað annað.

Ég fór ekki af stað í gærkvöldi eins og ég var búin að panta en það gerir ekkert til.. þetta er að koma.

Ég fór á fætur með Atla í morgun og var bara ótrúlega dugleg hérna fyrir allar aldir, búin að setja í þvottavél og taka úr uppþvottavélinni og fleira.. og byrjuð að læra fyrir klukkan átta líka.. úfff hvað er að gerast! Ég hélt að ég væri kannski orðin veik en það virðist vera almenn skoðun að þetta heiti hreiðurgerð og krílið mitt sé bara alveg að koma! Ég held að það sé nú alveg rétt enda þarf engann geimvísindamann til að átta sig á því.. ég er gengin 40 vikur plús emoticon Þetta er allt að koma.

Petra frænka er sett í dag og er loksins búin að ná 40 vikunum sínum.. ég veit ekki hvað þetta gerir við spenninginn hjá henni! Hún er sko að fara á taugum þarna fyrir vestan hehe. Ég sendi hríðarstrauma á Súganda Petra mín emoticon

Jæja það er víst komið að enn einni mæðraskoðuninni. Ég á ekki von á öðru en að allt sé enn í góðum gír, þessi meðganga hefur gengið eins og í sögu. Ég vona þó að þetta sé mín síðasta mæðraskoðun í bili.

Ég er enn keyrandi og get farið allra minna ferða sjálf.. ætli ég endi ekki á að keyra mig á fæðingardeildina líka! Það kæmi mér sko bara ekkert á óvart þó ég gæti það.. á meðan ég næ enn í stýrið þá eru mér flestir vegir færir emoticon

Íbúðin er alveg að fara að smella í samt horf. Atli er að verða búinn að lakka hurðina fram á gang og ég held barasta að gangurinn sé alveg að verða tilbúinn líka. Ég hugsa að þeir leggi lokahönd á þetta í kvöld strákarnir. Svo er bara að fara að "bíða" eftir stelpunni/stráknum emoticon

Jæja það er svosum ekki fleira í fréttum í bili.. adios

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189299
Samtals gestir: 25646
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 04:19:54

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar