Mánaskál

22.01.2009 08:46

40 vikur + 3 dagar

Allt með kyrrum kjörum enn, var með smá verki í skólanum í gærkvöldi og smá seiðing núna í morgun en enn allt rólegt emoticon Ég er samt búin að panta að fá að fara af stað eftir skóla í kvöld en við sjáum til hvort það rætist.

Ég er farin að vakna snemma á morgnana, yfirleitt milli hálf sex og sex! Í morgun sofnaði ég bara ekkert aftur og fór svo bara á fætur eftir að Atli fór í vinnuna. Klukkan er ekki orðin níu og ég er búin að snyrta til og taka úr uppþvottavélinni, búa um rúmið og er að byrja að læra.. sjit! Þetta er ólíkt mér! Ekki það að mér finnst snilld ef ég yrði nú allt í einu bara morgunmanneskja emoticon

Ég varð að smella af mynd af fínu vöggunni


Einu sinni var hann Atli svo lítill að hann svaf í þessari emoticon

Það er allt að verða tilbúið fyrir heimkomuna. Svefnherbergið er allavega farið að bera þess glögg merki að von sé á litlum orm þó svo að íbúðin sé enn eins og verkstæði enda miklar framkvæmdir í gangi. Þetta fer nú að verða allt búið og verður eflaust allt tilbúið þegar á reynir.

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar