Mánaskál

21.01.2009 19:08

40 vikur + 2d

Jæja ég vona að ég hafi ekki platað einhverja.. enn er ekkert að gerast. Ég blogga þetta seint þar sem ég fékk í hausinn og hef bara legið fyrir í dag. Ég er þó komin á ról og mætt í skólann.. en ekki hvað! hehe

Það er ekki að spyrja að því að þeir sem hringdu í morgun og fengu ekki svar fóru alveg á fullt og töldu að það væri kannski eitthvað að gerast.. nei nei.. og það verða allir látnir vita emoticon

Vaggan kom í hús í gærkvöldi og jesús hvað hún er fín, ég set inn mynd af henni á morgun. Núna er allt að smella og krílið má fara að koma.. sérstaklega þar sem ég fann í gærkvöldi slit á bumbunni og hér með er ég semsagt orðin óþolinmóð emoticon  Ég átti nú ekki von á að sleppa alveg við slit en þetta var að ganga svo vel að það mátti halda í vonina. Svo ætla ég að reyna að fá eina bumbumynd í kvöld líka, ég er alveg búin að klikka á þessu og á nánast bara engar bumbumyndir og enga núna síðustu 2 mán. held ég.

Það eru enn framkvæmdir heima, Atli og Svenni eru rosa duglegir að mála og tengdó eru enn á fullu líka. Það er rosalega gott að hafa allt þetta góða fólk með sér, ég geri ekki mikið sjálf það er nokkuð ljóst. Ég get alveg enn sinnt heimili en ég fer kannski ekki í stórhreingerningarnar samt. Ég reyni að þvælast sem minnst fyrir. Ég á nú von á að það sé allt að fara að detta í logn á heimilinu og ég er viss um að krílið komi um leið og síðasti pensilinn er lagður niður.. þetta er allt búið að ganga svo vel svo það hlítur að koma bara akkúrat þegar allt er orðið tilbúið emoticon  Ég vona bara að Atli leggi einhvern tímann frá sér pensilinn svo að ég fái að klára þetta emoticon

.. þangað til næst

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar