Mánaskál

19.01.2009 15:11

40 vikur

Jæja þá er þessi langþráði áætlaði fæðingardagur runninn upp emoticon Ég og ormurinn erum þó bara í rólyndisgír ennþá, ætlum ekkert að flýta okkur um of.. enda þolinmæðisfólk hér á ferð! hehe

Ég er aðeins farin að finna fyrir fyrirvaraverkjum. Ég var með svolítið duglega reglulega samdrætti í gærkvöldi og fannst alveg ástæða til að biðja Atla að hinkra með að fara að sofa allavega. Ég vildi fyrst sjá hvort það væri að styttast tíminn á milli samdráttanna. Æi svo var þetta bara allt eins svo við fórum bara að sofa, ég hef enga trú á að ég myndi sofa af mér fæðinguna svo það er alveg í lagi að fara bara að sofa, ég vakna ef eitthvað er að gerast í alvörunni. Ég er búin að vera bara spræk í dag, búin að sækja felgurnar hans Atla á enn eitt verkstæðið emoticon fara í Bónus, 10-11 og apótek og núna er ég hætt í bili held ég. Ég held að ég sé búin að kaupa allt sem mig vantar í bili.

Ég fór ásamt Lólý systir og mömmu í heimsókn til Ásu frænku í gær að skoða prinsana. Við fengum að gefa þeim pela og allt emoticon Þetta eru nú meiri stubbarnir, ógurlega sætir auðvitað og ég get ekki beðið eftir að fá mitt eigið barn til að dúllast í.

Við Atli fórum svo í gær pönnsukaffi til Sigga Vals og Steffí. Þetta var alveg rosa flott hjá þeim, eiginlega bara veisla. Ég og maginn minn vorum allavega rosalega sátt eftir þessa heimsókn. Þau koma svo bara næst til okkar að kíkja á krílið.

Skólinn er að byrja í dag og vonandi næ ég að sitja alla tímana í þessari viku til að ég viti nú hvernig áherslurnar eru fyrir þessa önn. Það er voða leiðinlegt að missa af fyrstu tímunum. Þessa önnina er ég í skólanum mán - fim svo það er einum degi meira en á síðustu önn en á móti er ég bara í einu fagi á þri, mið og fim svo það eru styttri fjarverur að heiman.. svona ef Atli verður heima til að hleypa mér í skólann þessa daga. Það er víst ansi hætt við að ég lendi æði oft í því að komast ekki í skólann þar sem Atli er fastur í vinnunni emoticon

Nóg slúður í bili.. læt vita af mér aftur á morgun

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189252
Samtals gestir: 25637
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 01:41:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar