Mánaskál

18.01.2009 12:35

39v6d

Ekkert að gerast enn.. allir geta verið rólegir áfram emoticon
Á morgun er 19. janúar semsagt dagurinn sem ég er sett. Eitthvað mun ég ganga framyfir sem er  bara allt í góðu. Krílið hefur það ofur gott, blóðþrýstingurinn og allt í góðum málum hjá mér. Ég á svo tíma í mæðraskoðun aftur næsta föstudag og það kemur bara í ljós hvort ég mæti í þann tíma eða ekki.

Ása frænka fékk að fara heim með prinsana sína á föstudaginn og hún og Konni eru að finna nýja taktinn í lífinu. Það er auðvitað engin smá breyting að vera allt í einu með tvo nýbura á sínum höndum allan sólarhringinn. Þetta gengur samt bara rosa vel og allir eru í skýjunum.

Petra frænka er enn ósprungin eins og ég og er að deyja úr spenningi. Mig grunar að hún sé farin að prufa allra handa húsráð til að koma sér af stað og verður spennandi að sjá hvenær allt gerist hjá henni emoticon

Atli og tengdó eru að fínisera íbúðina okkar. Það er allt að verða voða fínt. Verið að mála og hengja upp hillur og dót og þrífa. Allt er að smella á sinn stað og orðið rosa kósí inní svefnherbergi emoticon

Annars er fátt í fréttum.. þangað til næst..

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189319
Samtals gestir: 25650
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:38:01

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar