Mánaskál

08.12.2008 22:28

Próftörn

Jæja þá ætla ég að leyfa mér að líta aðeins upp úr bókunum og blogga smá. Ég var í fríi alla síðustu viku og verð í fríi þessa viku og fram á þriðjudag vegna prófanna. Próftörnin byrjaði á fimmtudag í þarsíðustu viku og hefur verið stanslaus síðan þá. Ég tók 2 próf í síðustu viku, markaðsfræði og aðferðarfræði. Mér gekk mjög vel í báðum prófunum enda varla annað hægt miðað við undirbúninginn sem var lagður í þetta. Við vorum alltaf 3-5 saman að læra og skiptum með okkur köflum til að glósa og fleira í þeim dúr. Við stóðum vaktina frá morgni og fram á nótt flesta daga. Ég er búin að búa í skólanum í allan þennan tíma, hef réttsvo komið heim til að sofa. Strax eftir markaðsfræðiprófið voru næstu bækur opnaðar og undirbúningi fyrir næsta próf skellt í gír. Helgin fór svo öll í stærðfræðilærdóm. Ég fór ásamt fleirum í einkakennslu í stærðfræði á laugardags- og sunnudagsmorgun og svo var setið fram á kvöld yfir skruddunum. Í gærdag var ég svo slæm í skrokknum, með samdrætti og bakverki, að ég fór bara heim um sexleitið og lagði mig. Ég var farin að halda að ég færi af stað í stressinu. Ég ákvað því að fara heim og ná að slaka smá á og læra heima í rólegheitum til að ná mér niður. Atli sat svo með mér yfir stærðfræðinni til að verða 2 í nótt og hjálpaði mér. Alveg yndislegur þessi drengur emoticon  Í morgun fór ég svo upp í skóla og hélt áfram að læra fyrir prófið sem var kl. 2. Jáhh.. get ekki sagt að prófið hafi farið vel. Ég er fallin nema að prófið verði kært og allir hækkaðir um eitthvað í einkunn. Það er mikil óánægja með þetta próf, bæði þung og mjög langt. Ég held að það hafi bara 2 verið farnir þegar að próftíminn var búinn. Við vorum eitthvað um 40 í prófinu. Ég átti nú von á að mér gengi ekkert sérstaklega vel en ég átti ekki von á að engum gengi vel. Miðað við það sem ég hef heyrt þá verða endurtektarprófin í janúar ansi þéttsetin. Næsta próf er á fimmtudag og svo bókfærslan á mánudag. Eftir það ætti ég að geta slakað pínu á.. en þá bíður auðvitað blessaða stærðfræðiprófið ennþá emoticon Ég verð bara að krossleggja fætur og vona að ég nái að taka prófið í janúar.

Ég fór í gærmorgun eftir stærðfræðitímann í skottúr í Kjósina að kíkja á Birtu þar sem við komumst ekki inn í skólann strax. Hún lítur vel út og ég hef engar áhyggjur af sárinu hennar, þetta hverfur á endanum. Núna þarf ég bara að fá flutning fyrir hana norður.


"Ertu komin að kíkja á bágtið??"


Svo sæt hún Birta mín

Atli ætlar að fara noður næstu helgi og starta vetrargjöfinni fyrir "stóðið" okkar, þau verða örugglega rosa glöð emoticon  Atli hefði farið síðustu helgi ef hann hefði ekki þurft að vinna. Verst að ég kemst ekki með til að "hjálpa". Ég get reyndar ekki verið meira en félagsskapur eins og er en það er betra en ekki neitt emoticon

Það er allt með kyrrum kjörum hjá krílinu okkar. Ég er gengin 34 vikur í dag og þetta gengur enn fínt þó svo að síðustu dagar séu greinilega erfiðari en þeir hafa verið hingað til. Ég næ samt að sofa vel og hvílast, það er alveg að bjarga mér. Svo datt ég líka í hálku í dag við skólann.. slapp bara helvíti vel.. ekkert nema egóið sem slasaðist emoticon  Ég get nú ekki sagt að það sé alltaf vinnufriður fyrir krílinu enda er að verða ansi þröngt í bumbunni.

Á föstudag í þarsíðustu viku hittumst við kerlurnar í familíunni og borðuðum góðann mat. Fyrst við vorum þarna saman þá voru teknar myndir af okkur óléttu frænknunum.

Ég stal þessari mynd af síðunni hennar Ásu og ætla að birta hana án leyfis. Ása er fremst, gengur með eineggja tvíbura stráka og er sett 24. janúar. Linda Bergdís var sett 5. des og er að bíða og svo er ég sett 19. janúar. Petra frænka býr á Suðureyri og var því ekki með, hún er sett 20. jan.. við erum nú meiri frænkurnar.. þegar ein þarf að míga þá..



Ég skelli í leiðinni inn link á barnalands-síðunna hennar Ásu.



Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 111
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 174346
Samtals gestir: 24069
Tölur uppfærðar: 2.5.2024 08:54:48

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar