Mánaskál

20.11.2008 11:05

Draumatófan - Birta farin út

Þessi vika líður rosalega hratt, helgin er bara alveg að skella á!

Við Atli fórum í gærkvöldi með Birtu upp í Kjós. Hún var komin með grænt ljós frá Björgvini að mega fara út en þyrfti að vera undir eftirliti í einhvern tíma. Ég vona að ég fari bara norður með hana mjög fljótlega og þarf bara að kanna með ferðir. Ég held að hún hafi bara verið glöð með að vera sleppt, allavega fór hún beint á beit og ekkert vesen. Sársvöng örugglega þar sem ég tók hana úr kvöldgjöfinni. Við skildum hana bara eftir í myrkrinu aleina, það eru nú hross í girðingunni sem hún hefur sjálfsagt fundið þegar hún hefur gefið sér tíma í að taka kjaftinn upp úr jörðinni. Hún er alltaf jafn yfirveguð og meðfærileg, labbar upp á kerru eins og ekkert sé og er algjörlega til friðs.

Á heimleiðinni mættum við tófu.. nánar tiltekið stórri hvítri tófu í vetrarfeldi.. sem er einmitt draumurinn hans Atla! Til að gera langa sögu stutta þá hvílir tófugreyjið nú í frystikistunni okkar og bíður þess líklega að vera stoppuð upp. Atli er voða kátur með fenginn og náðist varla brosið af honum fyrir svefninn emoticon Það er ágætt að svona hestastúss ferð á mínum vegum getur verið skemmtileg líka. Sjáið nú hvað ég er ótrúlega góð og skilningsrík kona.. kerlurnar í vinnunni hefðu ekki sko sætt sig við tófu í kistunni! emoticon

Atli er svo á leið norður í Mánaskál í dag með Sigga Vals. Þeir ætla að reyna við rjúpu og veður spáin virðist vera þeim hliðholl. Svo kom líka upp úr krafsinu í gærkvöldi að jörðin okkar teygir anga sína lengra en ég vissi og því eru mögulega góðar rjúpnalendur í sigtinu hjá strákunum. Líklega hef ég verið búin að heyra þetta áður en bara búin að gleyma því. Vonandi förum við Stefanía hans Sigga svo saman norður á eftir þeim á laugardaginn.. og að sjálfsögðu er ég búin að panta að það verði búið að elda og alles handa okkur þegar við kæmum emoticon

En helgin er víst ekki komin.. og það er nóg annað að gera hjá mér. Ég þarf að skila stóru verkefni í kvöld og öðru á mánudag þannig að ég þarfa að klára það fyrir helgina líka. Svo er próf á sunnudag/mánudag og spurning hvort ég rembist við það á sunnudagskvöld eða eftir skóla á mánudaginn. Þá eru verkefni annarinnar upptalin og ekkert nema lokaprófin sem bíða eftir mér.. jú fyrir utan hefbundna kennslu sem er í næstu viku.. skólinn er ekki alveg búinn! Eftir helgina verður semsagt "bannað" að tala við mig, ég verð þá komin í prófundirbúning og tek ekki gleði mína á ný fyrr en eftir síðasta prófið þann 15. desember. Tja.. eða gleði.. sjáum fyrst hvernig prófin fara!

Núna á ég bara eftir þessa viku og svo næstu í vinnunni og er þá komin í 2 vikna "frí"! Ohh ég hlakka mikið til emoticon

Meira næst..

Flettingar í dag: 460
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189703
Samtals gestir: 25659
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 09:04:20

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar