Mánaskál

16.11.2008 22:26

Allt of langt síðan síðast..

Jæja nú er sko kominn tími á blogg og vel það.. allt of langt síðan síðast.

Það er svosum ekkert ógurlega spennandi að frétta. Við Atli vorum að koma heim að norðan úr rjúpna/hestaleiðangri. Það var nú frekar mikið skítaveður um helgina og ekkert spennandi að vera úti. Ég átti nú svosum ekki mikið erindi út, fór auðvitað og heilsaði upp á "stóðið" mitt og kíkti á beitina hjá þeim. Að öðru leiti var ég ekki til stórræða. Var bara inni að læra og dunda mér. Atli kíkti í rjúpuleiðangur á laugardaginn en græddi ekkert á því. Stóri rjúpnahópurinn sem við mættum á föstudagskvöldið var allavega ekki sjáanlegur. Atli dundaði sér eitthvað í skemmunni, hengdi upp fleiri ljós og svona. Þetta verður stórgóð skemma einhvern daginn. Ég er allavega búin að sjá að þetta verður nú líklega aldrei hesthúsið sem mig langaði í.. ætli það verði ekki eitthvað bíladót og þannig í skemmunni frekar.

Mýsnar eru búnar að vera að stríða okkur smá í kjallaranum, í síðustu ferð lokaði Atli fyrir músagatið í kjallarahurðinni og töldum við okkur í góðum málum.. núna sáum við að einhverjar hafa lokast inni þar sem þær voru búnar að reyna að naga sig út aftur emoticon Atli föndraði músagildru svo kannski verður músin bara öll fyrir næstu ferð.

Við gáfum hrossunum ormalyf í dag, Myrkvi var sá eini sem lét plata á sig múl í fyrstu tilraun. Hann var svo spenntur fyrir brauðinu að hann lét sig bara hafa það að vera mýldur. Tók svo ormalyfinu bara vel líka og þáði meira brauð. Drungi og Bylting prímadonna voru ekki sömu skoðunar, þau létu ekki mýla sig svo Bylting fékk bara samloku með ormalyfi og Drungi fékk nokkurn veginn sömu meðferð. Hann var þó eiginlega hálf mataður og fékk tæplega sinn skammt, hann var ekkert hrifinn af þessu áleggi á brauðinu. Þegar ég verð komin með fína rétt þá verður svona bras sko ekkert mál emoticon
Hérna koma svo nokkrar myndir frá helginni:








Og nokkrar úr síðustu ferð..











Það er sko meira en nóg að gera í skólanum hjá mér, ég held að ég eigi "bara" 3 verkefni eftir fyrir annarlok og svo taka við prófin. Ég verð í fríi vegna próflesturs frá 1. -16. des og hlakka eiginlega bara til að geta einbeitt mér að náminu. Svo ætla ég auðvitað að ná öllum prófunum, það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður.

Eftir próf eru svo ekki nema 8 dagar til jóla emoticon Ég er nú bara farin að hlakka verulega til aðventunnnar og bíð í ofvæni eftir að heyra jólalög með Bjögga og Helga Björns svo einhverjir séu nefndir. Ég á töluvert af jóladóti sem ég var búin að fara með norður í geymslu. Ég ætlaði sko að taka það með suður í þessari ferð en svo bara gleymdist allt jóladótið, ég kíkti ekki einu sinni á það! Það verða nú svosum fleiri ferðir norður fyrir jól því það styttist jú í að "stóðið" fari á gjöf. Hrossin eru voða bangsaleg núna og rosalega góð lykt af þeim mmmmm..

Af Birtu er allt gott að frétta. Lilja tók hana með sér í hópferð til Björgvins dýralæknis í síðustu viku og daman má bara fara út á guð og gaddinn! Frábært! Hún þarf þó að vera undir eftirliti í einhvern tíma, bara til að vera viss um að þetta fari ekki að opnast. Lilja er búin að semja við Sigurþór á Meðalfelli fyrir mig og Birta fær að fara til hans í gæslu áður en hún fer norður í "stóðið" okkar. Það er mjög hentugt fyrir okkur þar semþað er stutt að fara ok kíkja á hana og heppilega mikið í leiðinni þegar maður fer norður með hana.

Krílið okkar stækkar og dafnar og sparkar enn í mömmu sína eins og ekkert sé sjálfsagðara emoticon Ég er komin 31. viku á leið og þetta er bara allt að hafast. Nokkrir dagar í slétta 7 mánuði! Það fer nú bara að verða ekkert eftir! Tíminn á allavega eftir að líða mjög hratt áfram, það er svo mikið að gera akkúrat núna.. verkefni, svo próf, jól, áramót og svo er bara kominn janúar! Ég vona bara að við verðum tilbúin þegar allt fer að gerast! Það er nú búðið að kaupa svona það helsta en ég held að það sé nú samt drjúgt það sem maður á eftir að reka sig á að vanti.

Mig langar að skjóta því að að hún Ylfa vinkona er loksins komin með heimasíðu www.123.is/njalsgerdi svo endilega kíkið á hana. Hún verður vonandi dugleg að blogga og svona svo maður sjái hvað hún er að brasa í hrossunum.

Ég held að ég hafi fátt annað að segja en þó er örugglega eitthvað að gleymast.

Flettingar í dag: 76
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189319
Samtals gestir: 25650
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:38:01

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar