Mánaskál

28.10.2008 11:04

Ferð í Mánaskál og fleira

Jæja tíminn flýgur áfram.. núna er október að verða búinn! Ég er komin rúmar 28 vikur á leið, rúmlega 6 mán. svo þetta er allt að styttast. Litla krílið mitt er ansi fyrirferðarmikið á köflum og minnir reglulega á sig í bumbunni emoticon Mér líður bara ósköp vel þrátt fyrir auka þyngslin og allt það. Ég er alveg fær í flestan sjó ennþá og læt ekkert stoppa mig sem þarf ekki að gera það. Atli er líka voða voða góður við mig og passar upp á að ég fari mér ekki að voða. Ég fæ svo mikla athygli þessa dagana og endalaus knús að ég verð örugglega bara abbó út í litla barnið þegar það fer að stela athyglinni frá mér emoticon Mér finnst svo ósköp notalegt að fá alla þessa hlýju.  

Við Atli fórum norður í Mánaskál á föstudaginn þrátt fyrir frekar slæma verðurspá. Við vorum viss um að við yrðum á undan veðrinu og svo var óveðrið líka alveg á mörkunum að ná okkur í Mánaskál. Fyrst það var ekki útlit fyrir að það yrði ófært inn í dal ef það snjóaði þá fórum við bara alla leið og ferðin gekk vel. Við fórum meira að segja upp á bæjarhólinn sem ég sá ekki fyrir mér í fyrstu! Það var ótrúlega mikill snjór í lautinni og því átti ég ekki von á að við færum upp. En svona er nú nýji fíni jeppinn duglegur emoticon og ökumaðurinn auðvitað líka. Það er allavega ljóst að ég geri ekki mikið gagn hangandi á innréttingnum í skelfingu hehe. Ég er sko ekki mikil jeppamanneskja, það er nokkuð ljóst emoticon 

Það var skítaveður á laugardag, kalt og hvasst og skafrenningur. Við vorum samt aðeins úti og Atli setti niður nokkra staura. Já.. einmitt.. við vorum að girða í snjó og skafrenningi! Það sem hann gerir ekki fyrir mig og trunturnar! Alveg hreint yndislegur!! Hrossin þáðu brauð með þökkum og röltu með mér inn í nýtt hólf þar sem beitin er meiri. Það var misdjúpt niður á gras en grasið var meira að segja nokkuð grænt ennþá emoticon Hrossin líta vel út og hafa það ágætt enn sem komið er. Við opnuðum fyrir þau inn á suðurtúnið svo þau hefðu þar sjól fyrir kaldri norðanáttinni. Veðrið var mikið skárra á sunnudag, eiginlega bara ágætt. Atli kláraði þá að girða en rúllustæðan var girt af, svo verður bara að koma í ljós hvort sú girðing standi eitthvað upp úr eða hvort hún hverfur alveg. Það er allavega blússandi straumur á girðingunni svo ég efast um að hrossin fari viljandi að fara of nálægt henni.

Atli gat auðvitað ekki gert "ekki neitt" svo hann málaði líka ganginn uppi og reif fatahengið niður. Þetta er því bara orðið voða huggó, kominn nýr skenkur á ganginn og svo á ég öruggl. eftir að hengja upp eitthvað punt, myndir eða svoleiðis. Verst að það er mjög áberandi hvað gólfið er dapurt þegar það er búið að mála veggi og loft og gera fínt. Ég held að við hljótum að henda einhverju þarna á gólfið fljótlega. Ég held að það sé þó búið að ákveða að næst á dagskrá sé að steypa gólfið í kjallaranum.

Við komumst með þokkalega góðu móti út úr dalnum aftur en það hefði geta verið búið að skafa í erfiða kafla.. það reyndist nú vera ekkert sem við kæmumst ekki yfir í fyrstu tilraun emoticon

Atli er enn að skipta á Birtu fyrir mig.. enn og aftur gerir drengurinn allt fyrir mig og trunturnar! Ég var í skólanum í gærkvöldi og Atli fór því og sá um þetta. Hún er á batavegi og vonandi erum við að sjá fyrir endann á þessu. Það stendur til að selja hana þegar hún er búin að ná sér að fullu.

Atli var að vinna í alla nótt og kom ekki heim fyrr en eftir að ég var byrjuð að snooza emoticon það var auvðitað rosa gott að fá hann heim þó að ég hefði auðvitað kosið að fá hann mikið fyrr.
 
Ég fer til ljósunnar í fyrramálið, bara þetta standard tjekk. Ég á ekki von á öðru en að allt sé í orden. Ég á reyndar að fara í smá auka blóðprufur en ekkert stórmál samt. Svo var ég búin að ákv. að fara á eitthvað fæðingarnámskeið.. það hlítur að fara að styttast í svoleiðis emoticon jább.. alveg rétt það er víst ekki bara að styttast í krílið.. heldur í fæðinguna sjálfa! hehe Þetta verður ekkert mál, ég er ekkert kvíðin. Atli á eftir að standa sig eins og hetja og svo verður litla fjölskyldan saman heima í einhvern tíma.. bara notalegt emoticon

Ég er svolítið farin að spá í barnadót, hvað vantar og svona. Amma í Torfó kom þessu eininlega öllu af stað.. það er þá kannski bara henni að kenna ef ég næ ekki jólaprófunum sökum einbeitingarkorts hehe. Málið er að amma og afi í Torfó hafa gefið fínar gjafir þegar barnabörnin hafa átt sín fyrstu börn. Þau ákáðu að láta okkur bara hafa pening núna og leyfa okkur alfarið að velja eitthvað sjálf. Þetta varð til þess að ég fór að spá í það hvað ég ætti nú að kaupa sem væri þá frá þeim og boltinn fór að rúlla. Ég er allavega allt í einu orðinn fastagestur á auglýsingasíðunni á barnalandi og rata inn á heimasíður allra barnabúðanna í bænum emoticon Inni á stofugólfi hjá mér er kominn barnabílstóll og barnakerra og margt annað í býgerð. Ég frétti svo af því að Svenni og nokkrir aðrir hafi meira að segja verið að skoða og dáðst að nýju græjunni okkar um helgina.. kerran er víst með bjórhaldara og alles.. hehe.. meiri bjánarnir.

Annars er bara allt nokkuð við það sama. Brjálað að gera í skólanum og úff hvað ég hlakka til þegar þessi önn klárast. Þetta hefur verið rosa törn og ég hreinlega veit ekki hvernig jólaprófin mín fara. Ég er þó bara jákvæð og tek þá prófn bara aftur í ágúst ef ég þarf. Ég er allavega búin að panta prófafrí frá vinnunni og hlakka mikið til.. bara 4 vikur og 3 dagar þangað til ég verð komin í "skóla-orlof" en já vá.. hvað það er lítið eftir af önninni emoticon

Ég tók nokkrar myndir fyrir norðan sem ég reyni að henda inn í kvöld, annars er ekkert hægt að mynda þessi hross mín.. þau setja samasem merki á milli myndavélar og brauðpoka og koma um leið og þau sjá myndavél. Þau standa svo ofan í manni að maður getur ekkert myndað nema snoppuna á þeim.. Ég set samt örugglega eitthvað hér inn.

Þangað til næst..





Flettingar í dag: 25
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 838
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 189268
Samtals gestir: 25642
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 02:11:32

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar