Mánaskál

05.10.2008 15:37

Mikið að gera

Jæja ég blogga allt of sjaldan.. ég er farin að fá skammir. Meira að segja Atli segist þurfa blogg til að vita hvað sé í gangi hjá mér á hverjum tíma. Ég skil bara ekkert í svona kommentum, ég hef aldrei talið mig vera fámálu týpuna.. ég þarf eitthvað að skoða þetta greinilega.

En að fréttunum... ég er allavega lifandi og mitt fólk líka. Ég bara stækka og stækka og ég bíð eftir að það komi gat á mig emoticon annars finnst mér ég vera farin að standa í stað en svo hitti ég frænkurnar í gær og þær áttu ekki orð yfir því hvað ég væri búin að stækka mikið.. ég sé þetta ekki sjálf. Ég kemst allavega enn í nokkrar flíkur þó þeim fari hratt fækkandi.

Petra mín.. ég tók eina mynd sérstaklega handa þér áðan.. ég verð bara að óska eftir einhverjum í þetta myndatökuhlutverk þar sem það gengur mjög illa að gera þetta einn.


Ég er gengin 25 vikur á mánudag en ég er ekkert dómbær á það hvort ég stærri eða minni en flestir. Ég er örugglega bara eitthvað meðal hross. Ég veit bara að það er nóg eftir og það hlítur að koma gat á mig áður en þetta er yfirstaðið. 

Svo tók ég með myndavél í gær og ætlaði að taka myndir af okkur óléttu frænkunum. Ég, Ása og Linda vorum nefnilega allar þarna og við tókum myndir af okkur saman fyrri nokkrum vikum og það væri gaman að sjá muninn núna. Linda var svo eitthvað slöpp og fór heim snemma og svo nennti ég ekki að standa í myndatöku af okkur Ásu þegar við vorum að fara heim. Við verðum bara að muna að grípa tækifærið næst.

Birta er enn á húsi hjá Lilju og er í sjúkrgæslu. Ég átti tíma hjá Björgvini dýralækni eftir vinnu á föstudag en ég bara heinlega komst ekki úr vinnunni þar sem íslendingar töpuðu glórunni og fóru í bankana til að taka út spariféð og selja hlutabréfin sín, stofna reikninga og færa á milli. Ég hef bara ekki vitað annan eins dag og þennan. Sömu sögu var að segja í öðrum útibúum og svo verður fróðlegt að sjá hvernig mánudagurinn verður emoticon Ég vona nú að þessi ótti fólks fari að minnka, það eru margir sem hreinlega sofa ekki. En allavega þar sem ég missti af tímanum fyrir Birtu þá bjó ég um hana sjálf á föstudagskvöldið og held áfram að skipta á henni annan hvern dag. Björgvin skoðar hana svo eftir helgi. Líklega þarf að skera eitthvað í þetta og hún er ekki á leið út aftur alveg í bráð. Það er svo merkilegt hvað hún lætur þetta yfir sig ganga.. ég skil ekki hvað Lilja og Björgvin voru að kvarta undan henni um daginn.. alltaf stendur hún kyrr hjá mér emoticon þau hljóta bara eitthvað að hafa verið að pína elskuna mína.. hún er nefnilega svo stillt og fín emoticon Það gengur allavega furðuvel að skipta á sárinu, þó að ég þurfi að gera það ein þar sem Atli hefur ekki verið heima. Ég sit bara á bossanum eins og 5 ára krakki og næ að bjarga mér. Ég á nefnilega orðið svolítið erfitt með að bogra og beygja mig.


Svona leit sárið út á föstudaginn, þetta lokast ótrúlega hratt en líklega þarf að krukka eitthvað í þessu meira.

Atli er byrjaður að æfa sig fyrir væntanlegt feðrahlutverk emoticon hann fór nefnilega í bónus og keypti ungbarnableyjur í fyrsta skipti (geri ráð fyrir því). Björgvin dýralæknir mælti með því að við keyptum bara bleyjur til að pakka fætinum inn í og það svínvirkar! Mjög þægilegt bara, svo eru þær líka vatnsheldar emoticon Ég verð nú samt að viðurkenna að bleyjurnar voru minni en ég átti von á.. frekar sætar bara. Annars var ég ekki jafn pró og Atli í þessu bleyjustandi.. ég var í stökustu vandræðum með að opna blessaðann bleyjupakkann.. ein greinilega ekki vön emoticon

Samba var hjá mér um helgina sem var ósköp notalegt þar sem Atli fór austur og Svenni líka og ég var því bara alein eftir. Helgin var annars ekki merkileg, ég mætti í skólann kl.l 9 í gærmorgun og fór svo á þjóðarbókhlöðuna þar á eftir. Í dag er svo próf í bókfærslu og skilaverkefni í stærðfræði emoticon  En ég hitti frænkurnar mínar í gærkvöldi sem var ljósi punkturinn á helginni. Við elduðum saman.. tja.. eða Karen verslaði, undirbjó og eldaði og ég hrærði í einum potti emoticon allavega þá var maturinn mjög fínn. Ég verð nú samt að bauna aðeins á frænkur mínar emoticon .. mínar varðandi það að hittast og gera eitthvað saman.. það þýðir ekki að Karen eigi að elda og ganga frá eftir matinn. Ég stakk upp á því að þeir sem ekki hefðu eldað ættu að sjá um uppvaskið og ég var eiginlega skotin niður.. þetta væri nú ekkert til að vaska upp.. það væri uppþvottavél og hver færi bara með sitt.. en svo gerði samt enginn neitt! Svo var nú líka meira til að ganga frá en bara diskarnir okkar þar sem allt eldhúsið hafði verið undirlagt undir eldamennsku. Jæja nóg af tuði.. ég fæ örugglega eitthvað ömurlegt viðurnefni eftir að hafa látið þetta frá mér emoticon Við horfðum svo á Mama Mia sem allir nema Jenný og Ása voru búnar að sjá.. og við Karen fórum óvart í bíó á hana um daginn án þess að bjóða þeim með..sorry sorry.. algjör misskilingur! Við fengum okkur svo auðvitað vínber, popp og nammi enda laugrdagur. Það er nú reyndar hálf furðulegt frá því að segja að þetta blessaða nammi var keypt í sér sendiferð í Kópavogi þar sem að ekki var til nægilega góð sjoppa í Hafnarfirði.. hmm. Ég er nú sko enginn gikkur þegar kemur að nammi hehe.

Síðustu helgi var hundasýning HRFÍ og ég leyfði mér að kíkja á hana þrátt fyrir næg verkefni í lærdómnum. Linda Björk var líka komin til landsins og ég varð því að nýta tímann vel. Við fórum reynar út að borða og svona á föstudeginum svo ég fékk minn Lindutíma. Það var rosalega gaman að fara og hanga á hundasýningu, ég hafði ekki gert það lengi. Samba kom með mér þar sem ég var að ath hvernig hún myndi bregðast við öllum hundunum. Hún er með svo lítið hjarta blessunin, ég er ekki viss um að það sé hægt að sína hana svo vel fari. Kemur í ljós hvort það verði einhvern tímann látið á það reyna.

Fyrstu fjarnemadagarnir mínir á Akureyri eru að renna upp. Ég á að vera í skólanum á fimmtudag, föstudag og laugardag. Ég fer norður á miðvikudag eftir vinnu og kem líklega heim á sunnudag. Reyndar er ekki orðið alveg ljóst hvernig ég fer en ég er allavega komin með gistingu. Ég er ekkert svo spennt fyrir því að keyra alla leið í kannski óskemmtilegri færð.. og hvað þá ef ég þarf að fara ein á bíl alla leiðina.. en ég er heldur ekki spennt fyrir því að borga yfir 20 þús fyrir innanlandsflug í skólaferð þar að auki! Kannski getur Atli reddað mér hagstæðu flugi, það á eftir að koma í ljós samt.

Jæja ég þarf víst að halda áfram með lærdóminn.. þangað til næst.

Flettingar í dag: 322
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1019
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 188727
Samtals gestir: 25612
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 08:14:04

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar