Mánaskál

24.09.2008 00:23

Ótitlað

Jæja.. ég er alltaf á leiðinni að henda inn fullt af myndum. Um daginn virkaði það ekki.. svo nú er tilraun 2..

Birta mín er sjúklingur þessa dagana. Við Atli komum að henni svona slasaðri á vinstri framfæti þarsíðustu helgi í Mánaskál. Ekki er víst í hverju hún lenti en hún hefur greinilega skorið sig á einhverju. Birta átti far með Dódó og Össa í bæinn en hún átti bara að fara í létt trimm og svo í sölu. Hún fékk að fara í bæinn eftir að Egill dýri hreinsaði sárið og bjó um það.. en bara til að vera í sjúkragæslu. Ég held að mér sé bara ætlað að eiga hana fyrst svona fór emoticon Ekki það að mig langar sko alveg að eiga hana, hún er ferlega skemmtileg og fallegur hagaljómi en þar sem ég er ólétt þá veit ég að ég mun ekki hafa mikinn tíma í hestamennskuna á næstunni.

Atli er búinn að vera að hjálpa mér að skipta um á sárinu þar sem ég á erfitt með að beygja mig. Ég fór svo með hana til Björgvins dýralæknis í gær sem leist bara áglega á batann. Hún á samt annan tíma á morgun og þarf svo líklega að fara til hans aftur eftir það.. en við vonum bara það besta!

.. og fyrst ég er byrjuð og á hvort sem er að vera farin að sofa.. þá get ég alveg skellt inn nokkrum myndum í viðbót..


Bylting feit og fín




Myrkvi er líka með bumbu


Drungi er ekki lengur tryppalegur


Birta, Drungi og Bylting

Ég gleymdi greinilega að taka almennilega mynd af Birtu.. myndaði bara sárið. Ég á eitthvað af myndum af þeim frá því fyrr í sumar sem ég hendi inn fljótlega. Einnig eru væntanlegar myndir úr stóðréttunum, afmælinu hennar Karenar réttarhelgina á Klaustri, verslunarmannahelginni og fleira skemmtilegt.

Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 226
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 174720
Samtals gestir: 24125
Tölur uppfærðar: 4.5.2024 12:29:34

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar