Mánaskál

25.07.2008 12:40

nýtt blogg - upptekin í vikunni.. austur um helgina

Jæja ég ætla bara að vera dugleg og henda inn öðru bloggi. Reyndar er ég ekki búin að setja myndirnar í tölvuna enn.. en það kemur á endanum.

Ég kom heim á sunnudagskvöld að austan og hafði bara tíma fram á þriðjudagsmorgun með Atla þar sem hann fór austur á þriðjudaginn. Ég er því búin að vera "alein" alla vikuna en ég hef nú haft nóg að gera.

Á þriðjudag dró ég Lólý systir í búðaráp þar sem mig vantaði föt.. ég er víst eitthvað stækkandi og þurfti að hugsa mér til hreyfings í fatamálum. Ég fór svo með Ásu Maríu út að borða á Tai stað á þriðjudagskvöld og svo leigðum við okkur eina bíómynd á eftir. Það var orðið allt of langt síðan við gerðum eitthvað saman  Vonandi verðum við duglegri að hittast í framhaldinu.

Á miðvikudaginn fór ég í langann göngutúr með Skellu mína áður en ég fór í mat til Lólýjar og co í Rjúpnasalina. Það er voða gott að geta bara mætt í mat til systu og fengið ís í eftirrétt og allt.. takk fyrir mig  Sandra Diljá vildi fá Atla með mér í heimsókn en hún fékk að tala við hann í gegn um símann í staðinn og var bara sátt við það.  Krakkarnir réttu mér svo smá glaðning með bangsímon myndum á  Það er dálíð sérstakt að fá fyrstu hlutina í þessari deild  Bara gaman að þessu!

Á fimmtudag bauð Rakel Ósk nokkrum sérvöldum skvísum í matarboð.. ég er þar auðvitað meðtalin  Þetta var rosa flott, góður matur og góður félagsskapur. Eins og með Ásu Maríu þá var þetta orðið vel tímabær hittingur! Dagný systir Rakelar var líka svo næs að flikka aðeins upp á mig í leiðinni og ég fékk litun og plokkun og brúnkumeðferð í stofunni á meðan við kjöftuðum frá okkur allt vit.. bara snilld

Í dag er stefnan svo tekin á Klaustur  sem er nú aldrei leiðinlegt. Núna er eitthvað ættarmót í gangi svo ég á von á að hitta eitthvað af fólki sem ég kannast ekki við en ég veit að ég þekki nógu marga þarna svo ég hef engar áhyggjur  Svo verður líka fínt að hitta loksins þennan kærasta sem ég á einhversttaðar í veiði  .. ég veit að ég má svosum ekki segja það.. en hann er enn með öngulinn í rassinnum eftir því sem ég best veit hehe Hann vill meina að það sé afþví að ég sé einhver óheillakráka.. en þar er hann að misskilja eitthvað.. hann var aldrei jafn heppinn og þegar hann hitti mig.. ég skil ekki hvað hann er að væla

Jæja þangað til næst..
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 1019
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 188733
Samtals gestir: 25614
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 09:01:48

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar