Mánaskál

11.05.2008 12:25

Hvítasunnudagur

Ég fór snemma á fætur.. á sunnudagi.. frekar ólíkt mér  Ég dreif mig í hesthúsið gaf í húsinu mínu og hengdi upp netin hjá Lilju fyrst ég "vakti" húsið. Ég fór eina bunu á Vöku í rokinu og merkilegt að ég hafi ekki fokið af á köflum. Voðalega er ég ánægð með þessa hryssu, hún stendur sko undir sínu. Tekur ekki feilspor í hávaða roki, fyrir vinnuvélum eða öðru sem á vegi manns verður.. meira að segja sáum við tófu.. hvíta tófu í Kópavoginum.. það hlítur að teljast spes svona innan bæjarmarka  Reyndar held ég að þessi tiltekna tófa sé ekki að fara neitt. Ég næ kannski mynd af henni seinna.

Ég lónseraði svo Birtu, bara svona til að sjá hana betur.




bara soldið sæt

Jæja þá er það vinnan næst.. í dag er mæðradagurinn og það þurfa allir að kaupa blóm.. alltaf sama fjölbreytnin í þessu hjá fólki

þangað til næst..


Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174946
Samtals gestir: 24176
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:43:10

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar