Mánaskál

10.05.2008 21:52

Birta komin í bæinn - fyrstu myndir

Dagurinn byrjaði á því að ég sótti Siggu, Særós, Hafþór og Táslu rétt fyrir kl. 10 í morgun.. reyndar byrjaði ég á að taka til í bílnum og ryksuga hann.. en fyrir flesta er það svosum ekki afrek. Ég keyrði Særós og Hafþór í fimleika þar sem Lilja var á næturvakt og Sigga er vön að fara með börnin í strætó í fimleikana sem tekur fáranlega langann tíma á milli hverfa í Kópavogi. Tásla má heldur ekki fara í strætó svo það var lang gáfulegast að ég myndi bara sækja hópinn og koma öllum á sinn stað fyrst ég var á leiðinni í hesthúsið hvor sem var. 

Við Sigga drifum okkur svo kirkjugarðshringinn á gæðingunum okkar, ég á Vöku og Sigga á Sjón sinni. Ég lónseraði svo Myrkva sem verður dálítið útundan þessa dagana. Ég hefði farið á bak nema að hnakkurinn minn er ekki kominn til baka úr skoðuninni og ég nennti ekki að gera mér aðra ferð til að sækja hnakk til Lilju.

Birta, nýja hryssan mín kom í bæinn seinnipartinn. Ég gat sjálf skroppið og tekið á móti henni en stoppaði ekkert því ég þurfti að flýta mér aftur í vinnuna. Hryssan er bara sæt að sjá en ég er nú bara búin að fá svona augnabliksskoðun á hana. Ég kíkti við hjá henni eftir vinnu í kvöld til að ath hvort það væri ekki allt með sóma. Ég setti hana út augnablik til að fá að sjá hana almennilega og auðvitað tók ég myndir. María kom akkúrat á sama tíma til að gefa og Birta vildi auðvitað bara fara beint inn.. ég leyfði henni það bara þar sem ég hef nægann tíma til að skoða hana seinna.







Sæt lítil blesa

Flettingar í dag: 67
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174813
Samtals gestir: 24173
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:19:22

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar