Mánaskál

10.05.2008 00:29

Ótitlað

Ég var í fríi í vinnunni í dag þar sem ég tók daginn frá til að vera til staðar fyrir Atla og lokaverkefnið. Þetta fór allt saman vel og við Atli fórum með verkefnið í útprentun og innbindingu. Ég er bara voðalega stolt af drengnum mínum, búinn með lokaverkefnið og vonandi að fara að útskrifast úr HR  .. svo er bara að sjá hvað ég á eftir að standa mig vel á næstu árum  ég á þetta víst eftir.

Ég fór ekkert í hesthúsið í dag og var svo að vinna í blómabúðinni í kvöld. Eins og áður hefur komið fram þá er ég að vinna núna um þessa helgi og næstu og þá er ég hætt og ætla að njóta sumarsins! Nema hvað að ég var að frétta að sú sem hefur verið ráðin í vinnu lætur ekki ná í sig og mér skilst að það sé búið að reyna stanslaust í viku! Hún á að vinna næstu helgi og hefur enn ekki fengið neina aðlögun.. og svara ekki í síma.. furðulegt. Eitthvað segir mér að þessi manneskja ætli ekki að vinna þarna og láti þess vegna ekki ná í sig! .. en kemur allt í ljós.

Við Lilja riðum út í blíðunni á fimmtudaginn.. veðrið var geggjað.. og hvað varð svo um það.. núna er rigning og frekar kalt! Ég var hálf dauð í gær í gegningunum þar sem hitinn var svo mikill og ég mætti auðvitað í hesthúsinu í vinnufötunum. Í gær var ég t.d. í kjól og ekki ætlaði ég að ríða út og moka í kjól svo ég dríf mig auðvitað úr honum en var ekki með bol með mér svo það var bara farið beint í flísjakka og ég var að kafna! Það var sko ekkert jakkaveður og ég neyddist til að moka út í jakka í öllum þessum hita!! vá hvað ég hefði geta dáið þarna! En ég komst heim í heilu lagi og ekki dáin úr ofþurrki  Ég held að ég passi mig að eiga auka bol uppfrá héðan í frá.

Ég er óttalega ein þessa helgina Atli fór á Klaustur og ég vona að hann skemmti sér vel þar. Mamma og pabbi fóru í fyrstu húsbílaferð sumarsins. Karen og Dagný fóru á Ísafjörð. Ég held að allavega Ása sé í sumarbústað ef ekki bara Jenný líka. Ekki það að ég hef svosum ekki mikinn tíma aflögu á þessum blessuðu vinnuhelgum en kommon.. hundurinn er ekki einu sinni heima!

Á svona stundum er ágætt að t.d. læra (sem ég er búin að gera) og skipuleggja myndirnar sínar.. sem ég er að gera..

Hér eru t.d. myndir af Vöku í reið sem ég tók um daginn. Ég á nú eftir að fá betri myndir af dömunni og að sjálfsögðu ætla ég þá að vera knapinn





Ég fer svo í hesthúsið í fyrramálið og vonandi kemur Birta í bæinn  Ég hef reyndar ekkert heyrt ennþá en ég held samt í vonina.

Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174796
Samtals gestir: 24157
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 13:03:17

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar