Mánaskál

07.05.2008 23:30

Ég var á námskeiði í dag og slapp svo ótrúlega vel frá vinnunni, var komin snemma í hesthúsið og náði að fara með hnakkinn minn í Lífland.

Ein skondin saga.. Ég er ein af þessum "skrítnu" manneskjum sem bara geta ekki setið fallega á hestbaki.. alltaf er verið að skamma mig fyrir að vera skökk og ég skekki hrossin mín líka á þessu veseni. Hrossin mín hafa t.d. öll farið á vinstra stökk því ég virðist stíga meira í vinstra ístaðið. Mér hefur illa gengið að losa mig við þennan ávana. Ég hef reyndar alltaf sagt að ég hljóti að vera með annan fótinn lengri en hinn  Um daginn var ég eitthvað að væflast með að það væri örugglega ójafnt í ístöðunum hjá mér en komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri jafn langt í þeim og ég væri bara að ímynda mér þetta. Alltaf skekki ég mig í reið og er alltaf að laga mig í hnakknum. Ég bað Lilju að fara aðeins á Vöku um daginn til að ég gæti séð hana undir og Lilja stökk á bak og í hnakkinn minn.. nema hvað um leið og hún settist í hnakkinn þá tók hún eftir og ég líka að það er missítt í ístöðunum!! Aftur skoða ég ístaðsólarnar og tel götin og kemst að því að ístaðsólarnar eru mislagar og ég þurfi að kaupa nýjar.. samt hélt ég að þessar úr gerviefnunum myndu ekki teygjast og aflagast eins og leðurólarnar gera. Ég tók svo ólarnar af hnakknum og ætlaði að ath hvort ég ætti ekki aðrar til skiptana og ég bar þær saman.. og þær eru bara jafn langar! og ístöðin jafn stór og allt eins og það á að vera!! .. sem þýðir að hnakkurinn minn er gallaður og það hefur verið mitt vandamál! Ístaðsupphengin eru greinilega mishá eða bara að virkið í hnakknum er virkilega skakkt.  Jáhérna.. heppin ég. Ég fór allavega með hnakkinn upp í Lífland og hann var sendur til söðlasmiðs.. svo vonandi fæ ég hnakkinn í fínu standi til baka og get hætt að sitja eins og gúrka  Ég er svo kannski bara með 2 jafn stuttar lappir

Málið með hnakkinn er að ég keypti mér hnakk fyrir rúmum 2 árum, svo var ég auðvitað ekki með hesta á húsi síðasta vetur og er tiltölulega nýbyrjuð að ríða út núna.  OG aulinn ég er bara að kveikja á perunni núna!

Ég er búin að heyra af Birtu "minni".. hehe fyndið.. Lilja á sína Birtu og því finnst mér skrítið að vera að fá Birtu "mína" í bæinn  Samkvæmt nýjustu áætlun kemur daman í bæinn á laugardaginn.. ekta fyrir mig.. ég er auðvitað að vinna! Svo er bara spurning hvenær á laugardaginn skvísan kemur en ólíklegt verður að teljast að ég geti tekið á móti henni sjálf. En það koma þá allavega myndir á sunnudag  

Við Lilja fórum eina ferð í dag og Myrkvi karlinn fékk að hlaupa með. Hann stóð sig eins og hetja.. alveg eins og Bylting um daginn. Teymist eins og hundur. Þetta var nú pínu erfitt fyrir hann en það var auðvitað passað upp á að ofgera honum ekki, hann er svo mikill sláni.

Á morgun á ég svo gegningarnar og ég geri ráð fyrir að fara allavega eina ferð í hnakknum. Svo er það bara að reyna að koma Atla í gegn um lokaverkefnið á lokasprettinum.. sem á örugglega eftir að ganga hjá drengnum  .. vinnuhelgi hjá mér og Atli fer austur.

Eitt að lokum.. Karen frænka (www.123.is/ior) er komin með dagsetninu á aðgerðina sína.. það eru 12 dagar í þetta.. semsagt 19. maí. Hún er algjör hetja og hefur staðið sig svo vel. Ég hlakka til að fylgjast með henni ganga í gegn um þetta ferli.. og knús til þín Karen mín 

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 129
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 174959
Samtals gestir: 24184
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 18:38:55

Eldra efni

Nafn:

Kolbrún Á. Guðnadóttir

Tenglar